Axel Hall leiđréttir rangfćrslur um skattamál

Talsvert hefur veriđ rćtt um skattleysismörk og skatta ađ undanförnu. Samkvćmt könnun Gallup er yfir 70% ţjóđarinnar á ţví ađ tekjuskattur sé of hár á Íslandi. Sumir hafa haldiđ ţví fram ađ skattar hafi hćkkađ ađ undanförnu einkum á lágtekjufólk. Heitar umrćđur hafa veriđ um máliđ og oftar en ekki byggđar á öđru en stađreyndum. Ţađ er ţví kćrkomiđ ađ fá tvćr greinar frá frćđimanni um ţessi mál en ţćr hafa báđar birst í Fréttablađinu.

Axel Hall ađjúnkt viđ Háskólann í Reykjavík skrifađi grein fyrir viku síđan um skattleysismörk á Íslandi og bar ţau saman viđ Norđurlöndin.

Ţótt skattleysismörk séu góđ ađferđ til ađ lćkka skatta, eru ţau í raun sérstakt skattţrep. Norđurlandaţjóđirnar fara hins vegar ţá leiđ ađ hafa enn fleiri skattţrep eins og viđ Íslendingar gerđur reyndar á árum áđur.

En hvernig er samanburđurinn viđ Norđurlöndin gagnvart lágtekjufólki?

Ţví er vel svarađ í grein Axels sem birtist í morgun á visir.is og hćgt er ađ lesa hér. Ţar er byggt á tölum OECD og er Ísland ađ koma vel út í ţeim samanburđi.

Í greininni segir međal annars: "Skemmst er frá ţví ađ segja ađ Ísland er međ talsvert lćgri skattbyrđi í ţessum tekjuhópum en hin Norđurlöndin jafnvel ţó tekiđ sé tillit til barnabóta og annarra millifćrslna."

Mćli međ greinunum báđum fyrir ţá sem vilja skođa máliđ í raun.  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband