Axel Hall leiðréttir rangfærslur um skattamál

Talsvert hefur verið rætt um skattleysismörk og skatta að undanförnu. Samkvæmt könnun Gallup er yfir 70% þjóðarinnar á því að tekjuskattur sé of hár á Íslandi. Sumir hafa haldið því fram að skattar hafi hækkað að undanförnu einkum á lágtekjufólk. Heitar umræður hafa verið um málið og oftar en ekki byggðar á öðru en staðreyndum. Það er því kærkomið að fá tvær greinar frá fræðimanni um þessi mál en þær hafa báðar birst í Fréttablaðinu.

Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík skrifaði grein fyrir viku síðan um skattleysismörk á Íslandi og bar þau saman við Norðurlöndin.

Þótt skattleysismörk séu góð aðferð til að lækka skatta, eru þau í raun sérstakt skattþrep. Norðurlandaþjóðirnar fara hins vegar þá leið að hafa enn fleiri skattþrep eins og við Íslendingar gerður reyndar á árum áður.

En hvernig er samanburðurinn við Norðurlöndin gagnvart lágtekjufólki?

Því er vel svarað í grein Axels sem birtist í morgun á visir.is og hægt er að lesa hér. Þar er byggt á tölum OECD og er Ísland að koma vel út í þeim samanburði.

Í greininni segir meðal annars: "Skemmst er frá því að segja að Ísland er með talsvert lægri skattbyrði í þessum tekjuhópum en hin Norðurlöndin jafnvel þó tekið sé tillit til barnabóta og annarra millifærslna."

Mæli með greinunum báðum fyrir þá sem vilja skoða málið í raun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband