Yfir 40 stig í sumar í Englandi?

Fréttir af heitasta aprílmánuði í 3 aldir vekja athygli víða, en undanfarið hafa garðstjórar hennar hátignar unnið að endurskipulagningu almenningsgarða vegna hlýnunnar. Telja menn að hitabeltisplöntur verði settar niður í stað kulsæknari trjágróðurs. Hitinn er um þessar mundir yfir 20 gráður og er varað við skokki síðdegis í sumar. Sumir spá hita yfir 40 stig. Sumarið 2003 er talið hafa valdið yfir 30 þúsund dauðsföllum í Evrópu.

Hér er sýn BBC á málið almennt: http://www.bbc.co.uk/climate/


grillað í garðinum

Ég man þá tíð þegar jörð var freðin út maí á Íslandi og er þó ekki háaldraður. Mér sýnist veður vera að þróast á Íslandi í átt við það sem það var í Bretlandi á árum áður: blautt en hvorki kalt né heitt.

Svo er bara að sjá hvort þessi þróun heldur áfram í takt við spálíkönin eða hvort þetta sé tímabundin sveifla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband