Sænska félagsmálakerfið: Eitt af mestu afrekum mannsins?

Björgvin G. Sigurðsson 1. maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rifjar upp heimsókn skandínavískra jafnaðarmanna á landsfund þeirra Samfylkingarmanna. Björgvin er á því að heimsókn þeirra hingað til lands hafi gert jafnaðarmönnum gott - ekki síst í Svíþjóð.

En það sem vekur nokkra athygli mína er að Björgvin telur sænska velferðarkerfið vera eitt af "merkustu afrekum mannsins". Sennilegast þá við hliðina á verkum Einsteins, Krists, Aristótelesar, höfundar Hávamála og arkitekt pýramídana svo eitthvað sé nefnt.

Ef ég mætti velja myndi ég alltaf velja íslensku leiðina umfram þá sænsku. Við erum með alla mælikvarða sem sýna og sanna að við erum á betri braut en Svíar. Óánægja með kerfið hefur reyndar verið svo vaxandi í Svíþjóð að hægrimenn voru kosnir í ríkisstjórn í stað sósíaldemókratanna.

Er Björgvin vísvítandi að leita langt yfir skammt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband