GSM ritskoðun í Íran: Netlöggan komin í farsímana...

Stjórnvöld í Íran hafa fyrirskipað ráðuneyti fjarskiptamála að kaupa búnað til ritskoðunar á MMS skeytum. Tilgangurinn er að fólk geti ekki "misnotað MMS með ósiðlegum hætti og til að forðast félagsleg vandamál" eins og það er orðað.

Ekki fæst uppgefið hvað átt er við með "ósiðlegt" en ætla má að þessi tilkynning eigi jafnframt að hafa fælingarmátt svo fólk sé fullmeðvitað um ritskoðunina á farsímum og þori síður að segja skoðanir sínar á stjórnvöldum með skilaboðum. - Svona er nú það.

Reuters sagði frá þessu í gær.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband