Tækifæri Íslands

Hvaða sérstöðu hefur Ísland? Hvernig getum við ná betri árangri?

Þegar litið er til aldurssamsetningar og fjölgunar erum við í sterkri stöðu þegar miðað er við Evrópu, enda fjölgar fólki hér meira. Lífeyriskerfið er mjög gott miðað við önnur samanburðarríki og skuldir ríkissjóðs við útlönd uppgreiddar. Sérstaða okkar felst meðal annars í landinu sem við þurfum að gæta og vernda um leið og við nýtum það á skynsaman hátt. Sérstaða okkar felst líka í fyrirtækjaútrás, en fáar þjóðir hafa ráðist í jafn mikin "víking" og Íslendingar á síðastliðnum árum. Það er stærsti vaxtarbroddurinn og óneitanlega meira spennandi en erlend stóriðja. Til að hlú að atvinnulífinu þarf að hafa samkeppnisfært umhverfi eins og lága skatta og öfluga háskóla. Sértækar aðgerðir eigum við að forðast, enda hafa dæmin sannað að þau skila oft sviðinni jörð í stað aldingarða. Ef við berum gæfu til að efla þá sókn sem nú hefur sannað sig getur Ísland fest sig í sessi og orðið "Sviss 21. aldarinn". Sviss er ágætt dæmi um tiltölulega lítið land í Evrópu sem náði sérstöðu í bankamálum, sérhæfðum iðnaði, fallegri náttúru og með hlutleysisstefnu sinni. Við getum á svipaðan hátt náð sérstöðu með útrásarfyrirtækjunum, lágum sköttum, náttúru Íslands, þekkingu og fríverslunarsamningum. Við erum að ná sögulegum samningi við Kína um fríverslun og ættum að stefna að því að auka fríverslun við Bandaríkin, en hvoru tveggja væri ómögulegt ef við værum í ESB.

Allir flokkar eru sammála um að mikill árangur hafi náðst í atvinnulífinu. Vandamálin eru annars vegar "velmegunarvandamál" eins og háir vextir og svo hins vegar ákveðnir hópar sem hafa setið eftir. Við erum líka öll sammála um að við erum aflögufær og því ber okkur skylda til þess að styðja þá sem þurfa stuðning. Þetta á bæði við um einstaklinga sem ríkið. Þeir sem hafa efnast eru að átta sig á þessu og eru farnir að gefa. Öll framboð til Alþingis eru á þeirri línu að betur eigi að gera við þá hópa sem minnst mega sín.

Spuringin er þegar gengið er að kjörborðinu: Hvaða flokkar eru líklegastir til að styrkja þann grunn sem kominn er? Sá grunnur er lykill að velferð 21. aldarinnar.

Ekkert fæst fyrir ekkert og ókeypis kostar sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Helvítis kommarnir knúðu þetta lífeyriskerfi fram í kjarasamningum ásamt fleiru vondu.

Auðun Gíslason, 5.5.2007 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband