Tćkifćri Íslands

Hvađa sérstöđu hefur Ísland? Hvernig getum viđ ná betri árangri?

Ţegar litiđ er til aldurssamsetningar og fjölgunar erum viđ í sterkri stöđu ţegar miđađ er viđ Evrópu, enda fjölgar fólki hér meira. Lífeyriskerfiđ er mjög gott miđađ viđ önnur samanburđarríki og skuldir ríkissjóđs viđ útlönd uppgreiddar. Sérstađa okkar felst međal annars í landinu sem viđ ţurfum ađ gćta og vernda um leiđ og viđ nýtum ţađ á skynsaman hátt. Sérstađa okkar felst líka í fyrirtćkjaútrás, en fáar ţjóđir hafa ráđist í jafn mikin "víking" og Íslendingar á síđastliđnum árum. Ţađ er stćrsti vaxtarbroddurinn og óneitanlega meira spennandi en erlend stóriđja. Til ađ hlú ađ atvinnulífinu ţarf ađ hafa samkeppnisfćrt umhverfi eins og lága skatta og öfluga háskóla. Sértćkar ađgerđir eigum viđ ađ forđast, enda hafa dćmin sannađ ađ ţau skila oft sviđinni jörđ í stađ aldingarđa. Ef viđ berum gćfu til ađ efla ţá sókn sem nú hefur sannađ sig getur Ísland fest sig í sessi og orđiđ "Sviss 21. aldarinn". Sviss er ágćtt dćmi um tiltölulega lítiđ land í Evrópu sem náđi sérstöđu í bankamálum, sérhćfđum iđnađi, fallegri náttúru og međ hlutleysisstefnu sinni. Viđ getum á svipađan hátt náđ sérstöđu međ útrásarfyrirtćkjunum, lágum sköttum, náttúru Íslands, ţekkingu og fríverslunarsamningum. Viđ erum ađ ná sögulegum samningi viđ Kína um fríverslun og ćttum ađ stefna ađ ţví ađ auka fríverslun viđ Bandaríkin, en hvoru tveggja vćri ómögulegt ef viđ vćrum í ESB.

Allir flokkar eru sammála um ađ mikill árangur hafi náđst í atvinnulífinu. Vandamálin eru annars vegar "velmegunarvandamál" eins og háir vextir og svo hins vegar ákveđnir hópar sem hafa setiđ eftir. Viđ erum líka öll sammála um ađ viđ erum aflögufćr og ţví ber okkur skylda til ţess ađ styđja ţá sem ţurfa stuđning. Ţetta á bćđi viđ um einstaklinga sem ríkiđ. Ţeir sem hafa efnast eru ađ átta sig á ţessu og eru farnir ađ gefa. Öll frambođ til Alţingis eru á ţeirri línu ađ betur eigi ađ gera viđ ţá hópa sem minnst mega sín.

Spuringin er ţegar gengiđ er ađ kjörborđinu: Hvađa flokkar eru líklegastir til ađ styrkja ţann grunn sem kominn er? Sá grunnur er lykill ađ velferđ 21. aldarinnar.

Ekkert fćst fyrir ekkert og ókeypis kostar sitt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auđun Gíslason

Helvítis kommarnir knúđu ţetta lífeyriskerfi fram í kjarasamningum ásamt fleiru vondu.

Auđun Gíslason, 5.5.2007 kl. 15:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband