Auðkenni þjóðarinnar...

Auðkennislyklarnir auka öryggið, en þeir eru samt ekki fullkomnir. Margir hafa haft á orði að Auðkennislykillinn sé ófagur, en hálf þjóðin ber hann um allt - oftast sem lyklakippu. Ýmsir hafa lent í því að Auðkennislykillinn bili. Þetta gerist þegar gúmmíendinn dettur af, en hann er nauðsynlegur til að fá nýja tölu. Þetta væri svo sem ekkert sérstakt vandamál, nema af því leyti að allir þeir sem eru með bankareikning á netinu þurfa þennan lykil. Sem eru margir.

Kannski verður nýjum lyklum dreift á næstu mánuðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Hjálmar Gíslason maðurinn að baki leitarvélarinnar Emblu sendi mér eftirfarandi:

"Þetta eru mestu gallagripir. Hjá Glitni er hægt að nota SMS varaleið
ótímabundið og ég nota hana alltaf, enda nenni ég ekki að ganga með
auðkennisskrípið. Farsímann er fólk alltaf með á sér hvort eð er og í
raun hægt að færa ýmis rök fyrir því að SMS leiðin sé hreinlega
öruggari en lykillinn sjálfur. Landsbankinn leyfir SMS varaleiðina
aðeins tímabundið, en ég veit ekki hvernig þessu er háttað hjá KB eða
Sparisjóðunum.

Innan árs verður öllum greiðslukortum skipt út fyrir greiðslukort sem
í er SIM-kort með dulritunarlykli og auðkenningu. Fljótlega í
kjölfarið fara bankarnir að dreifa lesurum og samsvarandi hugbúnaði,
auk þess sem slíkir lesarar eru í auknum mæli innbyggðir í fartölvur.
Þetta mun koma í stað auðkennislykilsins og gott betur þar sem litið
verður á auðkennda undirskrift með lyklinum sem jafngilda
handundirritun í bankanum. Þá þarf ekki einu sinni að fara í bankann
til að skrifa á pappíra.

Fyrir þá sem eru fastir í viðjum auðkennisskrípisins, þá er hérna
hægt að finna stórsniðuga leið til að sleppa við að hafa hann í
vasanum öllum stundum.

- - -

Linkurinn á "hérna" vísar svo á: http://gummih.com/2007/03/g-losnai-
vi-aukennislykilinn.html"

Eyþór Laxdal Arnalds, 5.5.2007 kl. 22:15

2 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Reyndar hef ég aldrei alveg verið sáttur við auðkennislyklinum. Mér finnst hann vessen, mér finnst það hafa átt að hafa hann valkvæman. Þeir sem teldu sig hafa haft þörf fyrir hann hefðu gettað fengið þetta apparat, en aðrir sem teldu sig ekki þurfa þetta extra öryggi þyrftu að nota tvö lykil orð í staðin fyrir eitt.. Settu einfaldlega deafault lykilorð í staðin fyrir kóðan sem auðkennislykillinn gefur. Við það væri í rauninni verið að hækka öryggisþröskuld heimabankans án þess að tengja hann við bilandi hlut sem á það til að týnast. Auk þess er verið að skapa umtals verð verðmæti í þessum hlut, vegna þess að maður kemst ekki frá því að nota hann. Það sama á við um SIM kortið. 

Persónulega er ég á því að ástæðan fyrir því að setja auðkennislykilinn fram sé til þess að auka ímyndað öryggi viðskiptavinanna. Maður er jú öruggur með eitthvað sem maður hefur í höndunum í staðin fyrir að það sé staðsett á einhverjum óreiðum stað.

Ingi Björn Sigurðsson, 6.5.2007 kl. 11:06

3 Smámynd: Myrkur í Máli

"Gúmmíendinn er nauðsynlegur til að fá nýja tölu" Hvar er verkvitið? Nota penna eða annan oddhvassann útbúnað þar til nýr lykill fæst. Spurning um að kvarta eða bjarga sér.

Að öllu gríni slepptu þá hefði hann geta verið betur úr garði gerður, en er þó ekki þannig að bankaviðskipti manns stöðvist ef gúmmíið dettur af.

Myrkur í Máli, 6.5.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Sigurjón

Þetta er mesta óbermi þetta apparat.  Ekki finnst mér ég vera öruggari með mín bankaviðskipti...

Sigurjón, 7.5.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband