Nú reynir á

Sjávarútvegurinn er ein helsta stoð atvinnulífsins á Íslandi þótt nýjar stoðir hafi styrkst mjög að undanförnu. Fréttir síðustu daga benda eindregið til að endurskoða þurfi suma þætti. Það er að segja ef við viljum halda í sjávarbyggðirnar. Fréttir af Flateyri, Vestmannaeyjum og Hafró í sömu vikunni eru einfaldlega það alvarlegar.

Fiskveiðastjórnunarkerfið hefur þó verið gagnlegt fyrir ýmsar sakir ekki síst þetta:

a) Hagræðing hefur náðst með frjálsu framsali
b) Verðmæti hafa nýtst betur með veðhæfi kvóta
c) Veiðar hafa verið bundnar með magnkvótum og Íslendingar fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir

Öfugt við margar aðrar þjóðir sem áður byggðu á fiskveiðum og eru nú veiðilausar og lens erum við enn öflug fiskveiðiþjóð.

Hitt er svo annað mál að kerfið er ekki gallalaust eins og sést.

Aflatillögur Hafró nú, benda til þess að spár hafi brugðist. Hvað hefur gerst?

Frjálst framsal kvóta og sterkt gengi krónu getur haft mikil áhrif á einstakra sjávarbyggða. Hér þarf að staldra við og bæta ástandið án þess að skerða grundvöll útgerða.

Á fimmtudaginn sl. var einróma samþykkt í bæjarráði Árborgar að endurskoða byggðakvóta við ströndina í Árborg. Þar eru hin gömlu þorp Stokkseyri og Eyrarbakki sem enn nytja fisk. Þaðan hafa fiskveiðiheimildir farið og er mikið um lokanir fyrir utan ströndina. Mikilvægt er að þessi gömlu þorp sem nú tilheyra Árborg njóta jafnræðis á við önnur byggðarlög þegar úthlutað er byggðakvóta. Allir flokkar í sveitarstjórn eru sammála um þetta mál.

Íslensk byggðamenning byggist á sjávarútvegi og landbúnaði. Bæði þessi ráðuneyti heyra nú undir sama ráðherrann; Einar K. Guðfinnsson frá Bolungarvík. Einar hefur fullan skilning á þeim vanda sem nú blasir við í fiskveiðum. Ég er þess fullviss að hann vinni vel í þessum málum á næstunni enda reynir nú á.


mbl.is Hafró leggur til þriðjungs samdrátt í þorskafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það liggur mis vel á mönnum    sjáumst.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.6.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ég held að Flateyrarfóbían og kenning mín um Stóra sé eitthvað sem heillar þig mjög mikið.

Viltu að einn aðili eigi allar fiskveiðiheimildir í landinu? Ef svo er, hver á það að vera?

Sigurður Sigurðsson, 2.6.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Sigurjón

Auðvitað hefði átt að setja kvóta á tegundirnar eftir mánuðum og fyrstur veiðir, fyrstur fær.

Sigurjón, 2.6.2007 kl. 22:04

4 Smámynd: Kristján Pétursson

Eyþór, þú verður að tala við einhverja,sem geta gefið þér  ráðgjöf um fiskveiðistjórnun sérstaklega eftir að framsal og leiga hófst á kvóta 1991.Ræddu við þá sem hafa leigt kvóta á okurverði og koma aðeins með stærsta og verðmesta fiskinn að landi.Hlustaðir þú ekki á Kompásþáttinn á stöð 2 um spillinguna?Endurnýjun í greininni er ekki möguleg vegna hins háa kvótaverðs.Svo eru húseignir orðnar víðast hvar í sjávarbyggðum verðlausar og hafa reyndar verið það lengi.

Vona að þú hafir lesið bloggið mitt undanfarið um sjávarútvegsmál og einnig það sem Kristinn Pétursson á Bakkafirði flokksbróðir þinn hefur að segja í þessum efnum.Umfram allt kynntu þér þessi mál og veltu steininum við.

Kristján Pétursson, 2.6.2007 kl. 22:51

5 Smámynd: Hagbarður

Tek undir með Kristjáni. Gott að kynna sér kerfið, sérstaklega hvernig framkvæmdin er á því, t.d. hvernig innbyggðir nýtingarstuðlar (mism. vinnslustuðuls í land vs. úti á sjó) gera vinnsluna hagkvæmari úti á sjó en í landi. Það hagkvæmnin byggir á því að meiru má henda úti á sjó. Líka gaman að velta fyrir sér þeim stórkostlegu breytingu sem orðið hafa á greind þorska með tilkomu kvótakerfisins. Hér er ekki lengur landað selbitnum fiski, margra nátta fiski eða marflóaétnum. Svo öflugt er þetta kerfi að jafnvel þorskar undirgangast það og ánestjast ekki fyrr en í þann mund er á að fara að draga trossuna.

Það versta við þetta kerfi er að það dregur úr athafnafrelsi og einstaklingsframtaki. Kerfið er ekki verndarkerfi. Það er peningakerfi sem miðar að því að hámarka arð framleiðslutækjanna, ekki afkastagetu fiskistofnanna.

Hagbarður, 3.6.2007 kl. 01:48

6 Smámynd: Norðanmaður

Mér finnst mjög auðvelt fyrir ykkur gagnrýnendur að koma út úr rottuholum ykkar í dag og gagnrýna kvótakerfið. Þið gagnrýnið það af hörku, en komið þið með einhverjar lausnir, NEI. Þetta er svona vinstri græn gagnrýni, að vera bara á móti, og geta ekki komið með neitt betra í staðin.  Ég fussa og sveija a ykkur, sem þykist allt betur vita, en komið svo ekki með neitt betra í staðin.

BESSERVISSERAR.

Norðanmaður, 3.6.2007 kl. 02:46

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

a og b fullyrðingar eru ekki raunin Eyþór. Hagræðing hins frjálsa framsals er ekki í þágu þjóðarinnar því fer fjarri, nægir þar að nefna fé á fjárlögum til uppbyggingar hafnarmannvirkja um allt land allan tíma kerfisins svo eitt atriði sé tekið til af ótalmörgum. Hvað varðar það atriði að bankar hófu að taka veð í óveiddum fiski er álíka því og þeir hinir sömu hæfu að taka veð í hugsanlegum geimverum sem hugsanlega kæmu. Óvissuþættir þar að lútandi eru og verða óviðundandi sem fjárfesting til veðtöku. Ein stór vitleysa sem menn hafa rúllað áfram í áratugi engum til álitsauka í þvi sambandi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 3.6.2007 kl. 03:39

8 Smámynd: Sigurjón

Hvað með mína tillögu?

Sigurjón, 3.6.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband