Sigurđur Guđmundsson

Ţađ var glćsileg sjón ađ sjá nýtt höggmyndaverk Sigurđar Guđmundssonar listamanns rísa fyrir framan World Class. Verkiđ er unniđ úr einum granítkletti sem er yfir 12 tonn ađ ţyngd. Líkamar snertast og mynda rismikiđ verk sem á eftir ađ setja svip sinn á ţetta "musteri líkamans" eins og Bjössi í World Class hefur kallađ Laugar.

Ég kynntist verkum Sigurđar Guđmundssonar fyrst í Suđurgötu fyrir 30 árum síđan ţegar ég kom ţar međ frćnda mínum Steingrími Eyfjörđ. Ég var strax hrifinn af hugmyndalist Sigurđar sem er í sérflokki. Undanfariđ hefur Sigurđur unniđ mikiđ međ stein og grjót. Áriđ 2000 var ég í dómnefnd Reykjavíkurborgar um árţúsundaverk borgarinnar. Dómnefndin var sammála um verk og valdi sjávargrjót sem vćri međhöndlađ sérstaklega til ađ draga fram sérkenni og fegurđ ţess. Enginn dómnefndamanna vissi hver listamađurinn vćri, en svo kom í ljós ađ ţađ var einmitt Sigurđur Guđmundsson sem átti ţađ. Ég hitti Sigurđ í dag og hann sagđi mér ađ honum ţćtti mjög vćnt um ţetta verk. Nú er komiđ annađ verk fyrir almenningssjónir og á Bjössi í World Class heiđur skilinn fyrir ađ standa ađ uppsetningu ţessa verks sem er mjög glćsilegt.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband