Álit íbúa hunzað í Árborg

Í gær var bæjarstjórnarfundur í Árborg og var þar tekin fyrir tillaga Sjálfstæðismanna um íbúakosningu um miðbæ og miðsvæði Selfoss. Skemmst er frá að segja að vinstri meirihlutinn hafnaði þessari tillögu alfarið. Ástæður þess að rétt er að fá álit íbúanna eru margar, bæði skipulagslegar og fjárhagslegar. Hugmyndir þær sem nú liggja fyrir eru umdeildar meðal íbúanna, enda er um mikla röskun að ræða á miðsvæði Selfoss.

Fundargerð má svo skoða hér.

Vinstri mönnum er tíðrætt um íbúalýðræði, samræðustjórmál og íbúaþing. Þegar á hólminn er komið kveður við annan tón.

Hvað veldur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Nú það var fróðlegt Eyþór.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 15.6.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Stefanía

Það er miðbæjarskortur á Selfossi !

Stefanía, 15.6.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Sigurjón

Hvað veldur?  Einfaldlega að þetta er fólk sem getur ekki staðið við stóru orðin.

Það gleður mig líka mikið að þú notar zetu í skrifum þínum, enda er það fallegur stafur sem varð fyrir einelti á sínum tíma. 

Sigurjón, 17.6.2007 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband