OZ í kvöld

Lítið hefur verið fjallað um OZ á Íslandi síðustu árin, en fyrir 12 árum síðan var OZ samnefnari fyrir sprotafyrirtæki og hátækni á Íslandi. Ég starfaði hjá OZ í nokkur ár, eða frá því að fyrirtækið var 7 manna þjónustufyrirtæki og þangað til að það var með yfir tvöhundruð manns í þremur löndum. Fullvíst má telja að fyrirtæki á borð við CCP, Landmat, Hex og SmartVR hefðu varla þróast eins og raun ber vitni á OZ. Margir frumherjar þessara fyrirtækja byrjuðu hjá OZ.

Margar sögur hafa lifað um fyrirtækið og eru þær efni í bók þó síðar verði, en í kvöld verður viðtal við Skúla Mogensen stjórnarformann OZ í þættinum Ísland í dag. Fyrirtækið hefur vaxið í Kanada og notið þar hagfellds umhverfis sem stjórnvöld í Kanada veita þróunarfyrirtækjum á borð við OZ.

Það verður gaman að heyra hvernig gengur hjá OZ í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Það er í raun ekki skrýtið að fyrirtæki eins og OZ skuli flytja til kanada, miðað við þær aðstæður sem þar bjóðast.

Púkinn var einu sinni á lítilli ráðstefnu í Kanada og ræddi þar við aðila frá þeirri stofnun sem ber ábyrgð á að laða erlend hátænifyrirtæki til landsins og aðstoða þau við að nýta sér þau kjör sem í boði eru, skattfríðindi og fleira.

Á meðan eru íslensk stjórnvöld að gera....ekkert.

Púkinn, 15.6.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til hamingju með nýja starfið Eyþór minn. Þarf að fara að kíkja á ykkur Gunnar.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.6.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband