Haarde og Brown - Bear Stearns mælir með krónunni...

Það er viðeigandi að Geir H. Haarde hitti kollega sinn Gordon Brown, enda eru báðir forsætiráðherrar með sterkan bakgrunn í fjármálum sem farsælir fjármálaráðherrar.
Geir hefur þó vinningin þar sem kemur að menntun þar sem hann er velmenntaður hagfræðingur, en Brown er með doktorsgráðu í sagnfræði.

Umfang fjármálafyrirtækja og banka er mikið í hagkerfum beggja eyjanna.
Báðar halda út sínum gjaldmiðli þó íslenska krónan sé lítil í samanburði.
Báðar þjóðir starfa innan vébanda ESB; við erum í EES og Schengen, en höldum okkar mynt. Bretar eru í ESB, en hafa ekki tekið upp evru og eru utan Schengen.
Breski Seðlabankinn tók talsverða áhættu þegar hann þjóðnýtti Northern Rock. Vonandi kemur ekki að slíkri aðgerð á Íslandi.
Breski Seðlabankinn ákvað nýverið að leggja fram 7500 milljarða í formi skuldabréfa til að greiða fyrir fjárflæði fjármálastofnanna. Þetta hefur sá íslenski gert að einhverju leyti - en í krónum.
Lækkandi skuldatryggingarálag ætti að greiða fyrir auknu fjárflæði, en bankarnir hafa sjálfir verið öflugir að afla sér lausafjár á erfiðum tímum.

Já - og svo er Íslandsvinirnir í Bear Stearns að spá styrkingu krónunnar. . .

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hin fréttastofan

Hin fréttastofan vill minna blogghöfund á að núverandi fjármálaráðherra er dýralæknir.

Hin fréttastofan, 22.4.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

ætli þeir sjái sér ekki hagnaðarvon í þessu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.4.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ráðamenn okkar eru að þeytast um lönd og álfur á krepputímum við lítinn skilning almennings. Ég hef þá trú að verið sé að treysta stoðir efnahagslífsins og mun meira sé gert en kemur fram í fréttum. Ég velt því fyrir mér af hverju er aðeins tæpt á því sem verið er að gera. Geir sagði að Bretar væru tilbúnir að styðja okkur í baráttunni við áhlaup vogunarsjóða.  Það er eina hintið að hann hafi rætt þau mál sem brenna heitast á okkur nú um stundir. Er ekki betra að hafa þetta upp á yfirborðinu. Má ef til vill ekki segja þjóðinn hvað ástandið er slæmt?

Jón Sigurgeirsson , 25.4.2008 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband