Bandaríkin og hvalir

Bandaríkjamenn vilja tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn í mörgu. Sem dæmi má nefna að þeir eru ekki aðilar að Kyoto og mörgum öðrum fjölþjóðasamningum.

Bandaríkjamenn veiða talsvert af hvölum. Höfrungar teljast jú til hvala líkt og hrefnur.
Höfrungarnir veiðast "óvart" þegar túnfiskur er veiddur. Ergo: Þetta eru veiðar í ágóðaskyni.

Þótt nú veiðist ekki nema nokkur þúsund höfrungar árlega sem er mikil lækkun frá því þeir skiptu hundruðum þúsunda er þetta samt talsvert meira en 40 hrefnur.

 


mbl.is Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband