Hvernig verður sumarið?

Veðrið skiptir okkur Íslendinga miklu og við fögnum góða veðrinu. Hlýnun víðar á hnettinum verður sjálfsagt áfram í fréttum, enda flestir á því að hnötturinn sé að hitna. Næsta haust verður kosinn nýr forseti BNA og hafa frambjóðendur keppst við að lofa nýjar lausnir í orkumálum. Olíverðið hefur mikil áhrif líka. Ef sumarið verður heitt í BNA má búast við að þetta verði ofarlega á baugi í forsetakosningunum, en segja má að stærsta hagkerfi jarðar sé bæði mesti olíuneytandinn og sá aðili sem mest hefur að segja um upptöku sólar, vind og jarðvarmanýtingu á heimsvísu.

Sumarið gæti skipt miklu.


mbl.is Næstum óraunveruleg veðurspá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Vonandi verður hlýtt hér á Vopnafirði þar sem Páll Jónsson bróðir Jóns Jónssonar forföður þíns átti heima. Hér áttu helling af ættfólk og sumir eru á sömu línu og  þú í pólitíkinni.  

Eftir helgi mun ég birta grein um Séra Jón Steingrímsson eldklerk og um Skaftárelda en við erum afkomendur hans.

Guð blessi þig og fjölskyldu þína.

Kær kveðja

Rósa Aðalsteinsdóttir

Ási Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:49

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Kærar þakkir frænka. Gott er að vita um vopnabræður og systur á Vopnafirði ;)

Hlakka til að lesa greinina um Jón eldklerk.

Skírðum einmitt son okkar nýfæddan Jón (Starkað Laxdal) í höfuðið á föður mínum. .

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.5.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

NB: Jón eldklerkur er forfaðir móður minnar Sigríðar Eyþórsdóttur frá Torfabæ í Selvogi, enda er Jónsnafnið í báðum ættum.

Eyþór Laxdal Arnalds, 24.5.2008 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband