Íbúafundir í dag - vatnið enn í ólagi - bæjarstjórnarfundur á morgun

Góð mæting var á báða íbúafundina í dag. Bæjarstjóri, lögregla, Rauði krossinn og Almannavarnir fóru yfir atburði síðustu daga. Þá voru fulltrúar Viðlagatrygginga mættir. Allir eru sammála um að snögg og fumlaus viðbrögð hafi sýnt og sannað gildi samhæfingar.

Margt brennur á íbúum, ekki síst óvissan með húsin og skaðann.

----

Annað mál sem kom fram á báðum fundum voru vatnsmálin. Enn er vatn gruggugt og lítill kraftur á heita vatninu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem vandamál tengjast vatninu.

Í vetur var svo lítill kraftur á heita vatninu að kalt var á stofnunum og í húsnæði. Mörgum er í fersku minni þegar loka varð sundlaugunum vegna heitavatnsskorts í vetur.

Vandamál með gruggugt neysluvatn hafa komið upp áður, ekki síst hér milli Selfoss og Eyrarbakka og á ströndinni. Nú bregður svo við að vandamálið er víðar. Vonast er til að þetta leysist, en ekki er vitað hvað veldur.

"Vatn er grundvallarmannréttindi" sagði einn íbúinn á fundinum í Sunnulækjarskóla.

----

Á morgun er svo bæjarstjórnarfundur þar sem fjallað verður um jarðskjálftann og eftirköst hans. Fundurinn verður óvenjulegur að því leyti að hann verður fyrir luktum dyrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Eyþór.

Þjóðin fylgist með ykkur. Nú þarf að standa saman að uppbyggingunni. Bestu kveðjur

Sigurður Þorsteinsson, 2.6.2008 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband