Fannst vel í Ráðhúsinu

Bæjarstjórnarfundur í Árborg stóð einmitt yfir þegar skjálftinn reið yfir rétt eins og hann væri að minna okkur á.

Tvennt var samþykkt.

Annars vegar samhljóða bókun allra bæjarfulltrúa þar sem íbúum, starfsmönnum, sjálboðaliðum og öðrum voru þökkuð yfirveguð og fumlaus viðbrögð.

Hins vegar var tillaga okkar bæjarfulltrúa D-lista um að kostnaður vegna jarðskjálftans verði bókaður sérstaklega til að tryggja endurkröfurétt sveitarfélagsins síðar meir. Eðli máls samkvæmt er enginn liður sem tekur á þessum óvænta kostnaði. Tillagan var samþykkt einróma.

Þegar heim kom tók ég eftir að kamínan í stofunni hefur stórskekkst í stóra skjálftanum. Áhrif skjálftans eru lengi að koma fram að fullu.


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband