Kirkjuturninn

Selfosskirkja fór ekki varhluta af stóra skjálftanum.
Stóri kirkjuturninn er með stórar sprungur og ljóst að verulega þarf að styrkja hann.

Séra Kristinn messaði í morgun.
Læt lexíu og pistil dagsins fylgja hér:

Lexía: Mík 7.18-19

Hver er slíkur Guð sem þú,
sem fyrirgefur misgjörðir
og sýknar af syndum
þá sem eftir eru af arfleifð þinni?
Reiði Guðs varir ekki að eilífu
því að hann hefur unun af að sýna mildi.
Og enn sýnir hann oss miskunnsemi,
hann fótumtreður sök vora.
Já, þú varpar öllum syndum vorum
í djúp hafsins.

Pistill: Ef 2.4-10

En Guð er auðugur að miskunn. Svo mikil var elska hans til okkar að þótt við værum dauð vegna misgjörða okkar endurlífgaði hann okkur með Kristi - af náð eruð þið hólpin orðin - og reisti okkur upp með Kristi Jesú og bjó okkur stað hjá honum í himinhæðum. Þannig vildi hann sýna á komandi öldum ómælanlega auðlegð náðar sinnar og gæsku við okkur í Kristi Jesú, því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.


mbl.is Stöðugir eftirskjálftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rite, myrkar miðaldir let me show it to you, ertu að meina það?
Var guð að vara Selfyssinga við, svona aðvörunarskjálfti?

DoctorE (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Halla Rut

Vissi ekki að þú værir svona trúaður.

Takk fyrir bloggvináttu.

Halla Rut , 8.6.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband