Vafamál

Óhætt er að segja að ákvörðun Umhverfisráðherra hafi komið mörgum á óvart. Ófáum hefur þótt Skipulagsstofnun "passa vel upp á vafann" eins og það er orðað, en í þessu máli er ráðherra að snúa ákvörðun Skipulagsstofnunar við og taka ansi viðamikla ákvörðun sem kann að draga dilk á eftir sér.

 Skipulagsstofnun ákvað í febrúar að ekki þyrfti að meta heildstætt umhverfisáhrif af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna álvers á Bakka við Húsavík. 

Nú ákveður Umhverfisráðherra að snúa þeirri ákvörðun stofnunarinnar við.

Aðstandendur verkefnisins á Húsavík hafa farið varlega í yfirlýsingar og kosið að vinna verkið faglega. Þeir hafa ekki tekið neinar skóflustungur heldur náð góðri samstöðu heima í héraði. Sveitarfélögin standa saman um þetta mál svo eftir er tekið. Það virðist af þessari frétt að það sé ekki metið þeim til tekna nema síður sé. Það er mikilvægt að alþjóðasamfélagið viti að hverju menn ganga hér á Fróni og ekki sé óvissa um stjórnsýsluákvarðanir.   

Nú er vafinn við völd og óvíst hvenær, hvernig og hvort þessi áform á Húsavík verði.  

Hvað segja þingmenn og sveitarstjórnarmenn Samfylkingarinnar á Norðurlandi? 


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Bjarna

"Nú er vafinn við völd.." og á ekki náttúran alltaf að njóta vafans?

Friðrik Sophusson unir úrskurði ráðherrans enda veit hann að við þessu er ekkert að segja.  Rifjum endilega upp annað skipti þegar umhverfisráðherra sneri úrskurði Skipulagsstofnunar við.  Það var þegar stofnunin hafði úrkurðað að Kárahnjúkavirkjun stæðist ekki umhverfismat vegna óafturkræfra áhrifa.  Þá þótti Landvirkjun og öðrum virkjunarsinnum lítið mál að Siv Friðleifsdóttir sneri þeim úrksurði við og gerði þar með virkjun á Fljótsdal mögulega.

Svona ferli tekur einfaldlega tíma og umhverfisráðherra er að vanda til verka en ekki að setja stopp á málið.  Því náttúran á að njóta vafans.

Steini Bjarna, 31.7.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Sigurjón

Mér finnst að við mannfólkið eigum að njóta vafans; ekki einhver óskilgreind ,,náttúra".

Sigurjón, 1.8.2008 kl. 02:12

3 Smámynd: Snorri Sturluson

Mér finnst magnað að það skuli nokkurn tíman koma til álita að fara útí jafn viðamikla framkvæmd án þess að fyrir liggi vilyrði frá þeim sem eiga að vernda umhverfis hagsmuni Íslands.

Það eru slíkar ákvarðanir sem draga dilk á eftir sér. Ákvarðanir um að það þurfi að skaffa störf í héraði sem hafa gríðarleg áhrif á allt þjóðarbúið. Ákvörðunin sem var tekin um álver á Reyðarfirði hafði engin smá áhrif á stórfenglega náttúru Íslands. Og til hvers? Hvað erum við búin að vinna með þessu? Fullt af verksmiðjustörfum á Austurlandi sem illa gengur að manna?

Sviðna jörð í hjarta landsins? Margföldun mengunar frá þjóðarbúinu? Úrelta stóriðju sem skilar milljörðum í kassann hjá Alcoa og skilur eftir brauðmola á borðum Íslensku þjóðarinnar? Síðan sitjum við uppi með álver, mengun, einhæfan atvinnuveg og risastór uppistöðulón á hálendinu. Þetta er ekki hægt, við verðum að vakna.

Mér er algerlega fyrirmunað að skilja þessa stefnu. Ég er mjög hissa á að þú skulir vera með þessum virkjunarmálum þar sem ég veit af ástríðu þinni og áhuga á nýrri tækni og nýjungum í orku, atvinnu og framtíðar hugsun. Framtíðin liggur ekki í álverum, come on, það er augljóst hverjum þeim sem vill opna augun fyrir því. Þetta er quick cash með heavy timburmenn sem eiga eftir að vera þyrnir í augu komandi kynslóða. Kynslóða sem eiga eftir að líta til baka til upphafs 21. aldarinnar og segja: "What were they thinking?"

Snorri Sturluson

Los Angeles, CA

Snorri Sturluson, 1.8.2008 kl. 04:28

4 Smámynd: Sigurjón

Þú spyrð nokkurra spurninga sem vert er að gera tilraun til að svara:

Hvað erum við búin að vinna með þessu? Fullt af peningum.  Fullt af verksmiðjustörfum á Austurlandi sem illa gengur að manna? Nei, fullt af vel borguðum störfum sem gengur vel að manna og borga vel, sérstakelga miðað við menntun.  Sviðna jörð í hjarta landsins? Nei.  Hvorki sviðna jörð, né í hjarta landsins, heldur risastórt stöðuvatn á fáförnu hálendi.  Margföldun mengunar frá þjóðarbúinu? Nei, alls ekki margföldun, þó einhver aukning mengunar eigi sér stað.  Úrelta stóriðju sem skilar milljörðum í kassann hjá Alcoa og skilur eftir brauðmola á borðum Íslensku þjóðarinnar?  Nei, framtíðariðnað sem framleiðir vöru sem hefur stöðugt hækkað í verði undanfarin ár (hefur reyndar meira en tvöfaldast síðan samningarnir við Alcoa voru gerðir) sem borgar orkuverð í réttu hlutfalli við afurðaverð (Alcoa greiðir raforkuverð sem hlutfall af álverði) og skilur eftir sig meira á tonnið í þjóðarbúið en tonn af þorski.

Athugum það.

Sigurjón, 1.8.2008 kl. 04:56

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞAr sem búið var að segja A í sambandi við Bitru, VARÐ hún að segja B í þessu máli.

Annars hefði verið grunnur til að setfna kerlingunni fyrir mismunun svæða.  Ma´lshöfðun sem LÖNGU ætti að vera b´æuið að fara útí ef ekki væri bara vegna fjárframlaga til vegamála (Héðinsfjarðagöng/Suðurlandsvegur og svoleiðis nokk.

Hvað þarf marga krossa til að menn haldi fast á málflutningi sínum?

Kærar kveðjur úr 101 Rvík

Miðbæjaríhaldið

Enn á leið út á Suðurlandsveg, með öllu hans hættum og óskiljanlegu þrengingum

Bjarni Kjartansson, 1.8.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þegar Suðurlandsvegurinn verður tvöfaldaður þá verður ekki ein akrein sett í umherfismat í einu og síðan úrskurðað fjórum sinnum að þessi "einnar akreinar vegur" hafi lítil áhrif á umhverfið.  Slíkt þætti fólki fáránlegt.

Þetta er að sjálfsögðu það eina rétta hjá Þórunni, alveg burt séð frá því hver niðurstaðan verður.  Þegar mál eru metin á auðvitað að meta þau heildstætt.

Ef hin leiðin (að setja álverið í sér umhverfismat, virkjunina sér og rafmagnslínurnar sér), gefa þetta út í þremur skýrslum og taka afstöðu til hverrar skýrslu sérstaklega getur hæglega tekið jafnvel lengri tíma og verið enn kostnaðarsamara en að gera þetta heildstætt í einni skýrslu.  Það er auðvitað bara heilbrigð skynsemi að líta heildstætt á málið og meta það út frá öllum þáttunum saman.

Loksins höfum við fengið umhverfisráðherra sem er að vinna vinnuna sína en lætur ekki stjórnast af Kristjáni Þór og öðrum álíka kjördæmapoturum.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.8.2008 kl. 14:20

7 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Fari skógrækt upp fyrir 200 hektara þarf hún að fara í umhverfismat.  Einhvers staðar heyrði ég að reglan væri sú að skógræktarreitir væru skipulagðir í 199 hektara einingum, sumum reyndar hlið við hlið.

Það er ekki öll vitleysan eins.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.8.2008 kl. 14:21

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Áhugaverð pólitísk inngrip Þórunnar inn í stjórnsýsluna og sennilega ólögmæt (og þar með hrekjanleg fyrir dómstólum) eins og á hefur verið bent.

Geir Ágústsson, 2.8.2008 kl. 20:06

9 Smámynd: Sigurjón

Þórunn er vitleysingur...

Sigurjón, 3.8.2008 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband