Ójafnvægi í vöruskiptum - styrkja þarf undirstöður

Vöruskiptahallinn var jákvæður um 2.3 milljarða í júní en nú eru þessar tölur vísbending um verulegan halla upp á 18.2 milljarða í einum mánuði. Þótt vel megi vera að þetta sé ekki viðvarandi tala þá er hún bæði óvænt og veruleg. 


 Vöruskiptajöfnuður 2008
Útflutningur alls fob  41.423206.841
Innflutningur alls fob 39.091231.248
Vöruskiptajöfnuður    2.332-24.407

 

Hallinn á fyrri helmingi ársins var um 24 milljarðar og slagar því þessi hallabúskapur í júlí upp í allan halla ársins hingað til.

Hér eru að togast á ólíkir kraftar þar sem hrávöruverð hefur hækkað og olían ein er að valda miklum búsifjum annars vegar og svo aukinn útflutningur vegna stóriðju. Án þess útflutnings væri hallinn mun meiri.

Það er alveg sama hvort við verðum með íslenska krónu, Evru, bandarískan dal eða norska krónu; alltaf þurfa undirstöðurnar að vera í lagi í hagkerfinu okkar. Vöruskiptahallinn þarf einfaldlega að hverfa og verða okkur í vil. Þetta gerist með því að auka framleiðslu Íslands á ýmsum sviðum. Til þess höfum við alla burði; orku, ungt fólk og vel menntað og litlar skuldir ríkis og lífeyrisgreiðenda.

Nú þarf að ná þjóðarsátt um aukna framleiðslu og bætta framleiðni. Það er eina leiðin til að varðveita og endurheimta kaupmátt fólksins í landinu.  


mbl.is Óhagstæð vöruskipti í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll frændi.

Mjög góður pistill hjá þér.

Vona að við förum að draga úr innflutningi á ýmsum varningi sem við getum verið án. Ég var alveg gáttuð á öllum þessum verslunum sem voru að selja barnadót og nú eru þær liðnar undir lok eins og fleiri spilaborgir.

Guð veri með þér og blessi verk handa þinna.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.8.2008 kl. 15:34

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ertu að segja að það hafi verið flutt svona mikið inn í Júli ef svo er þá hlytur að vera um skipa eða flugvélakaup að ræða ekki er almenningur að standa í þessu. Geturðu nokkuð frætt okkur á hvaða liðir eru svona háir.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvernig væri að afnema kvótakerfið og fara aftur að veiða þorsk eins og Íslendingar gerðu á síðustu öld?  Þó það væri ekki gert nema að hluta til myndi það duga til að hleypa lífi í atvinnulífið.

Sigurður Þórðarson, 7.8.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Eyþór það eru nokkrar staðreyndavillur í blogginu hjá þér. Las gott blogg frá Hrannari Baldurssyni sjá:

 http://don.blog.is/blog/don/entry/607750/

Sigurður Þorsteinsson, 7.8.2008 kl. 07:49

5 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Sigurður - hvaða villur ertu að vísa í?

Eyþór Laxdal Arnalds, 7.8.2008 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband