Geir stendur sig vel í erlendum fjölmiðlum

Það er eftir því tekið hve yfirvegaður Geir Haarde er í viðtölum sem birtast á öllum helstu sjónvarpsmiðlum Evrópu. Á SKY er fátt annað í fréttum og í dag voru viðtöl við Sunnlendinga eins og föður minn Jón Arnalds sem sagði einfaldlega "Bretar hjálpuðu okkur ekki. Af hverju ættum við nú að hjálpa þeim?". Allir voru sammála um að Brown hefði farið offari. Gordon Brown hefur farið offari í yfirlýsingum og margir eru farnir að sjá í gegnum þetta auma "Falklandsstríð" hans á hendur Íslendingum þar sem hryðjuverkalögum er misbeitt.

Geir er hógvær og jarðbundinn stjórnmálamaður sem svarar fréttamönnum af festu og yfirvegun. Sú ásýnd Íslands sem birtist í viðtölum við Geir var ekki ímynd ríkis sem væri ábyrgðarlaust heldur ábyrgt. Brown hinsvegar fór langt með að valda panikk sjálfur í Bretlandi

Margir horfa nú til Íslands og hafa sumir talið það vera kanarífuglinn í kolanámunni. Nú er það okkar að sýna það að við stöndumst áraunina. Nú þarf ríkisstjórnin að ná fullum tökum á atburðarrásinni sem á sér ekki hliðstæður í Íslandssögunni. Margt bendir til þess að það hefði mátt taka á þessu miklu fyrr.


mbl.is Brown gekk allt of langt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Það má heldur ekki gleymast að Geir talar mannamál í fréttunum, sem við venjulegir jónaroggunnur skiljum..

Gulli litli, 10.10.2008 kl. 18:54

2 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Það er rétt, Eyþór, við getur verið stolt af Geir. Hann stendur sig eins og hetja og ég verð að viðurkenna að Björgvin hefur vaxið í þessari raun. Jarpur (lesist Brown) er hins vegar vondur maður.

Emil Örn Kristjánsson, 10.10.2008 kl. 19:01

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Geir er ágætur og vel máli farin. Íslenskir ráðamenn mættu samt svara Bretum af meiri festu.

p.s. Ég skil ekki af hverju maður eins og Geir þarf lífverði. Hann er viðfeldinn og ég.þekki engan sem er í nöp við manninn.

Sigurður Þórðarson, 10.10.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þið ættuð ad drífa ykkur í heilaskimun strax á morgun. Og afkóunarnámskeið í framhaldinu.

Baldur Fjölnisson, 10.10.2008 kl. 22:47

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Það hefur alveg vantað að svara um hæl staðlausum staðhæfingum Breta með festu.    Ef ekki með viðtölum þá "statement" frá stjórnvöldum.

Sé það ekki gert strax þá virkar það ekki.  Við erum í  eldlínunni þessa dagana og klukkustundir.   Það er allt of seint að koma okkar hlið á framfæri þegar fókusinn verður annarsstaðar.  Þá mun enginn hafa áhuga á að heyra okkar hlið.

P.Valdimar Guðjónsson, 10.10.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Ja það er nú ekki það sem við þurfum mest á að halda í dag, að hann standi sig vel í viðtölum á Sky. Það vita allir hvernig hann hefur staðið við stjórnvölinn hér heima! Landið er rjúkandi rústir! Já já vel greiddur og allt það, en ummælin sem hann hafði um fréttamanninn á fundinum þarna um daginn ætla ég ekki að hafa eftir! Það er einmitt lýsandi dæmi um hrokann og drambið sem býr að baki sakleysislegrar ásjónu hans!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 11.10.2008 kl. 02:02

7 Smámynd: Þórarinn Sigurður Andrésson

ja ég held að engin ætti að vera hissa á látunum í bretum! Þeir vita sennilega ekkert frekar en Íslendingar hver er æðstur í ríkisstjórninni, er það Geir eða er það Davíð???? og svo er enginn starfhæfur fjármálaráðherra og hefur ekki verið í mörg ár ......

ekkert skrýtið þó að við séum kallaðir Hriðjuverkalandið!!!

Þórarinn Sigurður Andrésson, 11.10.2008 kl. 02:35

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Geir kemur vel fyrir og er vitaskuld einstaklega hæfur að tala um hagfræðileg mál á ensku við blaðamenn, en atburðir daganna eru afar krefjandi og ekki allt fengið með þessu. En þegar hann fær á sig skvetturnar frá einum Bretanum:

  • Their terrorist leader Geir bin Haarde is rumoured to be hiding in terrorist volcanic caves near Reykjavík, sleeping on a great big terrorist bed made of British money,

þá getið þið séð af samhenginu, að þetta er í gamanmálum mælt; hann tekur þeim væntanlega með breiðu brosi.

Jón Valur Jensson, 11.10.2008 kl. 03:09

9 Smámynd: Fairlane

Það er til í dæminu að vera kurteis... en að vera eins "kurteis" og Geiri hefur verið síðustu daga... á meðan hinn hrikalega óvinsæli  Gordon Brown hefur notfært sér það að eiga loksins alvöru óvin sem hann getur búið til milliríkjadeilu út af...

 Ég held að Geir H. Haarde yrði frekar fúll ef Gordon Brown kallaði eiginkonu Geirs "vafasama tík sem ætti ekki fyrir bót á rassinn á sér" - sem er eiginlega það sem Gordon Brown hefur kallað Ísland og Íslensku þjóðina.  En það er sorglegt að eiga svo duglausan forsætisráðherra sem þorir ekki að kalla þennan breska fávísa fauta... "fávísan fauta"... og með heigulshætti sínum hefur Geir gert alla íslensku þjóðina að skræfum.

 Hendum þeim báðum út - Geir með lýðræðislegum kosningum... G Brown með undirferli leynisveita Björns Bjarnasonar, dómsmála- og "leyniþjónustumálaráðherra".

Fairlane, 11.10.2008 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband