Vaxtalækkun - Tónlistarhús og gjaldeyriskostnaður í utanríkisráðuneytinu

Það er skynsamlegt að fara ekki í launahækkanir við þessar erfiðu aðstæður. Aðalatriðið er að sem allra flestir hafi vinnu og þeir sem missa vinnu fái vinnu sem allra fyrst á ný.

Vaxtalækkun hlýtur að vera framundan. Það er gott á þessu augnabliki að geta stórlækkað vexti en í Bandaríkjunum er lítið eftir að lækka þegar vextir eru 1,5% þar í landi. Ekki er úr miklu að spila þar. Á Íslandi eru þeir hins vegar gríðarháir eða heil 15,5% eða tíu sinnum vaxtastig USA.

Háir vextir dugðu þó lítið til að minnka eyðsluna og bruðlið sem varð okkur dýrkeypt en nú er brýnt að létta byrðarnar.  

Ríkið og sveitarfélögin verða nú að forgangsraða útgjöldum og forðast allt óþarfa bruðl sem hefur verið mikið á síðustu árum. Þetta verður ekki auðvelt en nú verðum við að vera skynsöm. Aðalatriðið er að fjölskyldurnar fái góða grunnþjónustu enda er fjölskylda hornsteinninn.

Þó ég hafi verið í tónlist um ævina sé ég enga glóru í að halda áfram með rískisrekið tónlistarhús á þessu augnabliki. Sjálfsagt þarf þó að koma því í fokhelt ástand.

Þá er það sannað fyrir mér að hið mikla net sendiráða sem Ísland hefur um heim allan er harla gagnlítið. Það kostar okkur dýran gjaldeyri og er því rétt að draga þar saman strax.

Utanríkisráðuneytið eyðir milljarði á mánuði og er mest af því gjaldeyrir sem nú er skammtaður fyrir mat og lyfjum.


mbl.is Endurskoðun kjarasamninga frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Mig langar að spyrja þig Eyþór - hvað réttlætir að starfsmenn utanríkisráðuneytis þurfi ekki að borga tékjuskatt - fá fría síma, fá fríar ferðir á milli landa ofl ofl á kostnað skattborgarans ? þetta mátti kanski réttlæta að einhvern hátt fyrir 20-30 árum en nú árið 2008 er flogið mörgum sinnum í viku - tölvur ofl ofl hefðu átt að losa okkur undan þessar "ánauð" Utanríkistáðuneytis sem virðist fá endalaust fé til sinna umráða - er ekki tími núna til stokka upp á nýtt og spara?

Jón Snæbjörnsson, 11.10.2008 kl. 10:48

3 identicon

Klárum tónlistarhúsið.  Ég get varla hugsað til þess að horfa á hálfkláraðan kofa næstu áratugina.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Talandi um sveitarfélög - staða Kópavogbæjar er svo döpur að hugsanleg er að þeir nái ekki að borga laun um næstu mánaðarmót - er þetta hugsanleg birjunin á falli sveitar og bæjarfélaga og þá sérstaklega hér á SV horninu - því kemur ríkið til með að þurfa að punga út stórum fjárhæðum úr ríkissjóð en hann er svo til tómur / af bankabókum landsmanna

Jón Snæbjörnsson, 11.10.2008 kl. 23:03

5 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Negldir þetta með sendiráðin.  Hvernig væri að nýta sem þau markaðstæki?  Almannatengsl eru mikilvæg á þessari stundu og við getum beitt þessum tækjum við að auka gjaldeyrisstreymi til landsins.

Ísland þarf öflugt PR net - sendiráðin eru kjörin til þess.

Snorri Hrafn Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband