1. des í Ráðhúsinu og í Pakkhúsinu

Því miður komst ég ekki á fullveldishátið Heimssýnar í Kópavogi þar sem hátíðarfundur bæjarstjórnar var haldinn í dag á sama tíma.  Fundurinn var haldinn vegna 10 ára afmælis Árborgar sem sveitarfélags auk þess sem ungmennaráð var formlegur þáttakandi fundarins. Fjölmenni var í salnum og var gaman að sjá Karl Björnsson fv. bæjarstjóra þar. Samþykkt var ályktun um aukið samstarf bæjarstjórnar og ungmennaráðs og að því loknu gengum við öll yfir í gamla Pakkhúsið þar sem vígt var langþráð ungmennahús. Meirihluti bæjarstjórnar stóð að því að kaupa þann hluta Pakkhússsins sem var undir öldurhús og var fyrirætlunin að rífa þetta sögufræga hús. Nú hefur verið horfið frá því - í bili - og það var vel við hæfi á fullveldisdaginn að við gátum samfagnað saman opnun nýja ungmennahússins. Vonandi fögnum við 100 ára afmæli fullveldis Íslands 2018 með endurheimtan efnahag, græna stóriðju og olíuvinnslu á Drekasvæðinu!

Það er alltaf vandasamt að velja nafn á miðstöðvar ungs fólks en nafnið sem valið var hljómar vel, sögulega og kunnulega: Að sjálfsögðu Pakkhúsið.

Lengi lifi fullveldið.
Lengi lifi Pakkhúsið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fór í Salinn, Styrmir var alveg glimrandi!

sandkassi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband