Hvað varð um ESB kröfuna?

Um síðustu áramót (sem ekki voru fyrir löngu síðan) sagði formaður Samfylkingarinnar að ríkisstjórnarsamstarfinu væru "sjálfhætt ef samstarfsflokkurinn samþykki ekki umsókn um ESB".

Nú er Samfylkingin aftur í ríkisstjórn með öðrum flokki.

Gleymdist eitthvað að ræða þetta við VG, eða var þetta alltaf blekking?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Alltaf eykst trúverðurleiki Samfylkingarinnar. 

Smjerjarmur, 8.2.2009 kl. 23:41

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hugsa VG sér ekki gott til glóðarinnar innan ESB með öðrum vinstri krötum. Er ekki Fylkingin ný-frjálshyggju [neo-liberalism] eins og VG. Ganga menn þar ekki milli flokka eins og drekka vatn.  

Nútíma stjórnmál ganga þau ekki út á góða markaðssetningu , eitt val í mörgum afbrigðum og vinsældir kjósenda með lélegt skammtíma minni.

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 02:19

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Samfylkingin náði sínu fram með ESB-kröfunni, stjórnarslit.

Hjörtur J. Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 12:48

4 identicon

Ekkert hægt að gera í evrópumálum á 80 dögum. Ok, það segir mér að Samfylkingin hugsar sér ekki lengra samstarf með VG en það. Þau náðu greinilega ekki samstöðu um það, munið þetta tók hátt í viku að klambra verkefnaskránni saman, en Samfó bakkaði með þetta til að tryggja sér áframhaldandi setu í stjórn.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já mikið rétt,  þessi ríkisstjórn er EINGÖNGU mynduð út frá þeirri þráhyggju ISG og Össurar að bola Davíð úr Seðlabankanum.  Og nú er allt í hnút.

Allt annað situr á hakanum og málefnasamstaða VG og SF er engin, nákvæmlega engin.  Eftir 2 starfsdaga voru uppi á borðinu 3 veigamikil ágreiningsmál.

ESB krafan er horfin, enda 60% þjóðarinnar á móti ESB aðild.

Eitthvað segir mér að Sjálfstæðisflokkurinn vinni góðan sigur í kosningunum í vor. 

Sigurður Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 22:03

6 identicon

Það er ekkert hlaupið í aðildarviðræður áður en nokkur atriði varðandi stjórnarskrána eru komin í lag. Það er ákvæði um þjóðaratkvæði og auðlindir Íslands skilgreindar sem þjóðareign. Að fara í alþjóðlegt samstarf án þess að vera búin með undirbúningsvinnuna er fláræði.

Í stjórnarsáttmála Vinstri Græna og Samfylkingarinnar stendur

"Stjórnarflokkarnir eru sammála um að aðild að Evrópusambandinu verði aldrei ákveðin nema í þjóðaratkvæði". 

Þetta er atriðið sem íhaldið þurfti heilan landsfund til þess að ákveða. Þarna eru líka þau tvö orð sem Sjálfstæðismenn óttast mest Evrópusamband og Þjóðaratvkvæði.  

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:45

7 identicon

...Þjóðaratkvæðagreiðslu".

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 22:46

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

ESB þarf ekki að innlima okkur fyrr en það vill þökk sé ESS og hans efnahagsþvingunum.

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 22:50

9 identicon

Nú óttast Sjálfstæðismenn sjálfan óttann meir en annað.

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband