Norskur starfsmaður ráðinn í starf Seðlabankastjóra

Svein Harald Øygard er bankastjóri Seðlabanka Íslands en í stjórnarskrá Íslands segir svo: 

20. gr. Forseti lýðveldisins veitir þau embætti, er lög mæla.

 Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt. Embættismaður hver skal vinna eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni.

Látum það vera - en svo segir í fréttum RÚV: 

"Nú ber svo við að bráðabirgðabankastjórinn var aðstoðarfjármálaráðherra fyrir Verkamannaflokkinn í Noregi í fjögur ár í byrjun 10. áratugarins en Verkamannaflokkurinn er systurflokkur Samfylkingarinar það er flokks Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra."

Ekki er langt síðan talað var um að seðlabankastjóri ætti ekki að vera fv. pólítíkus en hér er maður með pólítískan feril að baki að minnsta kosti fjögura ára langan.

Fróðlegt væri að skilja þetta ósamræmi betur. - Annars óska ég bráðabirgðabankastjóranum velfarnaðar og vona að hann fái að lækka vexti sem allra fyrst. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Góðan daginn Eyþór, varstu að vakna maður - þetta var allt ákveðið snemma í dag  ertu búinn að ræsa félaga þína

Jón Snæbjörnsson, 27.2.2009 kl. 16:20

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er greinilegt að það var átt við allt aðra fyrrverandi stjórnmálamenn, ekki þennan

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2009 kl. 16:48

3 identicon

Þau fría sig með því að "setja" hann í embættið til bráðabrigðar en ekki "skipa" hann. Sterkari er stjórnarskráin ekki.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hann ekki evrópubandalagsinni líka. Væntanlega stendur plottið um það. Ísland er síðasta vígið sem þar að falla svo hægt sé að knésetja noreg.

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 18:36

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vona að hann hafi unnið eið að stjórnarskránni. Það sleppur hann ekki við, hvort sem hann er varaskeifa eður ei, sem reyndar er afar vafasamt og þyrfti lagalegan úrskurð um áður en hann er ráðinn, er það ekki? Undanþágur og túlkanir geta ekki verið svona geðþóttalegar. Þá væri illt um að lítast hér. Hvað segir Sigurður Norðdal um þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 27.2.2009 kl. 18:39

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Litlu verður Vöggur feginn. Það er gott að geta nöldrað yfir einhverju þegar maður hefur misst völdin. Minn gamli lærifaðir, Sigurður Líndal er lögvís maður. En lögspekingar eru ekki á einu máli í þessu efni. Ég tek undir óskir þínar um velfarnað til handa þessum setta bankastjóra og vonandi lækka vextirnir strax um mánaðamótin.

Sigurður Sveinsson, 28.2.2009 kl. 04:13

7 Smámynd: Hjalti Tómasson

Óvenjulegar aðstæður krefjast óvenjulegra lausna.....

Ef þessi ráðning er á gráu svæði þá má setja það til hliðar eins og fleiri mál sem í þann flokk falla og skoða þegar tími vinnst til. Nú skiptir meira máli að koma þeirri vinnu af stað sem okkur er nauðsynlegt að innt sé af hendi til að uppbyggingin geti hafist.

Hjalti Tómasson, 1.3.2009 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband