Jóhanna og sumarið

Það er svo sannarlega kærkomið að fá þennan góða árangur í Eurovision. Og sumarið komið. Það hafa linnulaust dunið á okkur daprar og neikvæðar fréttir núna í meira en hálft ár. Þessi helgi er sú besta í langan tíma. Jóhanna gerði mikið fyrir þreytta þjóðarsál.

- Nú þarf bara að klára þessi Icesave, IMF, EU og fjárlagamál...en það er önnur saga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hrafn Guðmundsson

Talandi um það, ertu alveg hættur í músíkinni?  Leyfi mér að efast um að tónlistargyðjan hafi sleppt tökunum svo létt.  :o)

Snorri Hrafn Guðmundsson, 17.5.2009 kl. 22:28

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já Eyþór það er satt hjá þér,þetta var stórkostleg helgi,allavega hér fyrir austan fjall,það var stórkostlegt veður,enda grillaði maður mjög góðan mat,og fékk sér ein ískaldan og skellti sér svo fyrir framann skjáinn,og horfi á stórkostleg útslit,það sem þjóðarstoltið fór allvel með mann,maður var mjög montinn að vera íslendingur og þakklátur að eiga norðmenn að sem frændur,meiriháttar kvöld,og mjög góður sunnudagur flott veður og prinsessan okkar hún Jóhanna G að koma heim,þarna gleymdi maður allvel kreppunni og vandamálum þjóðarinnar,allavega fram á mánudag, Ég er innilega sammála Eyþóri þarna.en svona í leiðinni ætla ég að ítreka spurninguna hans Snorra,Eyþór ætlar þú ekki að syngja aftur fyrir þjóðina,??eða allavega syngja þig inn á þing næst,???hver veit, kær kveðja,konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 17.5.2009 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband