Góðar og slæmar fréttir

Olían er ákveðinn hitamælir á ástand heimsins. Óttinn við samdrátt víkur að hluta til fyrir óttanum um verðbólgu. Greenspan nefndi síðustu bók sína "the Age of Turbulence" eða "Óróaskeið". Sveiflur á fjármálamörkuðum eru ekki tilviljun heldur eins konar jarðskjálftar vegna misgengis. Kína og Bandaríkin eru hér stærstu breyturnar enda mjög háð hvort öðru í ógnarjafvægi fjárlagahalla og vöruskiptaójafnaðar.

Það að olían sé komin yfir 70 bendir til verðbólgu enda er aukið peningamagn að segja til sín. Hitamælirinn segir ákveðna sögu. Þetta eru bæði góðar og slæmar fréttir. Heimskreppunni kann að vera að linna en jafnframt bendir þetta til verðhækkanna sem koma þeim verst sem minnst mega sín. 


mbl.is Olíuverð yfir 71 dal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það gæti vel verið að það komi önnur lægð - þegar bail-out peningarnir verða búnir.

Við tökum ekkert eftir þessu hér.  Við vorum enn á leið oní lægðina seinast þegar ég tékkaði.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.6.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Almenningur í ES og Arabalöndunum er eins og grindhvalir þegar hann bítur í sig kreppu, það er honum verður illa aftur snúið. Kreppan er byrjuð í ES. Sumir segja verri en 1929. Við megum búast við fallandi gengi og minnkandi sölu fiskafurða inn á markaði ES í ljósi reynslunnar næst 5-7 árin. Fiskur þykir dýrari en kjöt í ES. Alvarlegast er að semja við Breta í ljósi þessa. Maður semur ekki um hið ó-umsemjanlega. Trúverðugleiki samningsins feldi krónuna.

Bjartsýni kannski 20%. Svartsýni  80% eins og innflutningurinn. Eftir Brussell dansa limirnir. NY er NY. Búið mál fyrir Ísland.

Júlíus Björnsson, 10.6.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband