17. júní 2009 framundan

Lýðveldið er ekki gamalt. Reyndar vorum við lengi að fá sjálfstæðið og fengum það í skömmtum yfir hálfa öld. Nú er vegið að sjálfstæði Íslands (eins og oft vill verða þegar á bjátar hjá þjóðum). Fullt sjálfstæði fengum við loks þegar Þjóðverjar hernámu Danmörku. Lausnin við hvers kyns vanda okkar nú segja sumir felast í inngöngu í ESB.

Frelsi fylgir ábyrgð og því höfðu margir gleymt. "Ég vil meira frelsi" söng technobandið Mercedes. "Frelsið er yndislegt" sagði Nýdönsk og svo voru fyrirframgreidd símakort ýmist kölluð "Frelsi" eða "Talfrelsi". - Samtíminn varð einnota og allt var til sölu.

Á morgun er fyrsti þjóðhátíðardagur eftir hrun. Það er gott að nota hann í að íhuga vel hvað við getum gert betur. Án þess að gefast upp. Tækifærin fyrir Ísland eru meiri en fyrir langflest ríki heims. Illa ígrundaðir samningar við erlendar þjóðir eru ekki það sem við þurfum. Mikilvægast er að efla atvinnuvegina og til þess höfum við alla burði. Eitt það mikilvægasta er að ná ríkissjóði og sveitarfélögunum hallalausum því þegar hið opinbera sogar til sín mest allt lánsfé verða vextir óhjákvæmilega háir áfram og allt þarf það að greiðast af sköttum framtíðarinnar.

Gjaldeyrisskapandi framleiðsla er það mikilvægasta í stöðunni til að við náum að vaxa á ný. Og umfram allt verður að varast að gefast upp. Það reynir fyrst á í mótlæti og þá er mikilvægt að við sjáum ljósið og vinnum saman í að efla undirstöðurnar. Skyndilausnir IMF, ESB, lánalínur og Icesave kúlulán leysa ekki þau mál þótt einhverjir samningar kunni að vera ill nauðsyn.

Ný lán leysa ekki skuldir nema í skamman tíma. Öll þessi lán sem er verið að taka hjá þessum aðilum þarf víst að greiða á endanum og það verður ekki gert nema með gjaldeyri fengnum með útflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Lýðveldið er ekki gamalt eins og þú segir og ekki hefur vel tekist til á Íslandi.  Spilling, vankunnátta, reynsluleysi og stjórnlaus græðgi og eiginhagsmunasemi tröllríður öllu hér.  Íslenska lýðræðið þjónar fyrst og fremst hagsmunum valdaklíkunnar og ekki hins almenna borgara.  Hvað er svo hræðilegt við það ef við værum enn í sambandi við Dani? Væri hin venjulega íslenska fjölskylda ekki betur stödd?  320,000 manns geta kannski séð um sig sjálf þegar vel árar og lyngt er í sjó en í þeim öldugangi sem nú ríður yfir er erfitt að sjá hvernig dæmið gengur upp nema fyrir hina útvöldu sem gera allt til að halda völdum. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.6.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Hefur lýðveldið ekki verið rekið, eða réttara sagt rúllað áfram á lánum? Hefur þetta svokalla sjálfstæði (sem er orðið ansi afstætt hugtak) verið til góðs. Hafa íslensk stjórnvöld sýnt að þau séu fær um að stjórna þessu landi? Hvað þá að meðhöndla auðlindir þess.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.6.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Kári Harðarson

Það eru tvær leiðir út úr kreppunni.  Icelandair og Iceland Express...

Þetta sagði einhver gárúngi í vor, og þetta situr svolítið eftir í mér, verð ég að viðurkenna.

Kári Harðarson, 16.6.2009 kl. 10:58

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Áfram konungsinnar. Rís upp og enduheimtum vora drottningu.

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.6.2009 kl. 11:23

5 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Gleymdi: Við viljum minni vinnu og meiri velferð!

Þorri Almennings Forni Loftski, 16.6.2009 kl. 11:25

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Því stærri stjórnarskrá því minna  frelsi sú stærsta hingað til kallast Lissabonn samningurinn.

Íslenska elítan er eftirbátur ES elítunar. Flótti frá Íslensku spillingunni yfir í þá í ES. Er að fara úr öskunni í eldinni. Við missum tækifærið að leiðrétta ranglætið hingað til. 

Við viljum minni vinnu og meiri velferð!

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 18:18

7 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Er einhver þjóð mikilvægari en önnur þegar um samvinnu eru að ræða. 

Eru þjóðverjar og hagsmunir þeirra 33 sinnum mikilvægari  en hagsmunir íslendinga?

Það hlítur að vera því við fáum einungis 3 þingmenn til að tala máli  íslendinga og þjóðverjar fá 99 þingmenn til að tala máli sinna þegna. 

Þetta er lýðræðið í ESB, (eða mun verða) eftir samþykki Lissabonsáttmálans.

Höfum við ekki vitað að minnihlutaríkisstjórn hér á Íslandi, í gegnum elsta alþingi Evrópu, hefur haft nánast ekkert með ákvarðanir að gera.

Það sama mun gerast í ESB. Það mun verða valtað yfir þessa þrjá þingmenn okkar íslendinga í allri ákvarðanatöku sambandsins. Íslensk sjónarmið og skoðanir munu ekkert hafa að segja, þ.e. ef þær séu í andstreymi við hagsmuni Þýskra, Franskra, Spánskra íbú. 

Þetta er lýðræðið, sem Samfylkingin vill okkur íslendingum. Að gefa okkur engan sjéns um að stýra eigin framtíðarmöguleikum.

Eggert Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 21:21

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Baskar, Skotar. Íslenska vægið er 0.06% og búseta er ekki forsenda krata [Samfo] fyrir vægi atkvæða. Hvenær verða alþjóðakratar einráðir innan ES? Á kratísku eru meðlimaríki Evrópu Sameiningarinnar alþjóðasamfélagið.  Forn menningar skilningur Lénsherranna.

Hinsvegar er ES 9% alþjóðsamfélagsins. Innlimun því ekkert annað en einangrun á alþjóðamælikvarða.

Júlíus Björnsson, 16.6.2009 kl. 21:29

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Á morgun er 17 Júní og kannski er þetta okkar síðasti Fullveldisdagur sem við höldum uppá,því kannski í svipaðri hátíð á næsta ári verður kannski blár fáni með gulum stjörnum inní sem verður flaggað en ekki okkar Fullveldis fáni Íslands ef þessi landráða stjórn fær að halda áfram að ráða............Áfram Ísland

Marteinn Unnar Heiðarsson, 16.6.2009 kl. 23:16

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fimm fyrstu innleggin hér eru frá uppgjafarsinnum og mönnum sem niðra þessu lýðveldi þjóðarinnar. Við þurfum vaska menn og hugrakka, ekki úrtöluraddir og meðmælendur erlendra yfirráða.

Það er bjartur hljómur í rödd Eyþórs Arnalds, hann vegur ekki í eigin knérunn þjóðar sinnar, heldur hvetur menn áfram og styður.

.

Við höfum tekizt á við erfiðari verkefni, við fögnuðum fullveldi landsins fyrir rúmum 90 árum þrátt fyrir sára fátækt margra, Kötlugos, frostaveturinn mikla og mannskæða drepsótt.

Svo vilja sumir gefast upp og segja sig til sveitar hjá þessu Hrörnunar- og ofríkisbandalagi Evrópu sem krefst þá æðsta löggjafarvalds yfir landinu okkar fagra!

Gleðilega þjóðhátíð, og látum nú til okkar heyrast.

Jón Valur Jensson, 17.6.2009 kl. 01:32

11 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Erum við ekki öll Evrópumenn Jón? Þjóðarhugtakið er löngu úrelt. Eins og þjóðríkið, öfgafullt þjóðrembuafturhaldshjal þitt. Kemur það ekki einu sinni til greina í endurvinnslu Sorpu á hraðferð sinni á öskuhauga sögunnar. Ykkar sjálfstæðispíp er allra hugsandi manna helsi.

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 05:05

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erum við ekki öll Evrópumenn Jón?

Þetta er alkunn útvíkkun á þjóðarhugtakinu. Hvað varðar meginlands Evrópubúa.

Þjóð í yfirstéttar og sagnfræðilegum skilningi fer eftir skilningi. Vér tölum [skiljum ] eina tungu og eru því ein þjóð. Lokuð landamæri nýtast sem sóttvarnir á öllum tíma.

Þjóðhollustu grunnur meðlimaríkjanna á meginlandi Evrópu er sá grunnur sem stjórnarskrá og samningar Sameiningarinnar byggja á. Hollustu grunnur ES-Borgarans.

Mottói : Sameinuð í fjölbreytileika.

Við eru ekki öll eins : þorri almennings á Íslandi sýnir hollustu gagnvart alþjóðasamfélaginu  og veit við erum öll eins í aðalatriðum.

Júlíus Björnsson, 17.6.2009 kl. 16:45

13 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Þegar nútíma þjóðríki urðu til í núverandi mynd eins og t.d. Frakkland va þjóðarhugtakið nokkur á reiki, og er enn. Samkvæmt tölum þá töluðu aðeins um helmingur borgara Frakklands það sem hægt er að kalla frönsku. Og aðeins 13% ,,rétta" frönsku samkvæmt skilgreiningu Parísarvaldins. Svo má lengi halda áfram. Hitt er svo annað mál að margt annað en tungumál getur sameinað borgara þjóðríkja. Þá þarf stundum að finna eitthvað upp, mynda nýjar mýtur o.s.frv. Skilgreiningin á Íslandi er nokkkuð skýr þar sem við erum afmörkuð af hafinu sem umlykur okkur. En ekki nenni ég að fara út í fjölmenningar þvæluna sem brúkuð er til að réttlæta fjöldainnflutning er óhjákvæmilega skapar ný vandamál. En er ekki fjölmenn fræðingarstétt til að fást við þau?

Þorri Almennings Forni Loftski, 17.6.2009 kl. 20:48

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Parísar Franska [Sorbonne] er ríkismál Frakka. Tungur eins og Sænska, Norska og Danska þegar þær koma fram í Ítalíu eða Frakklandi eða Spáni þá flokkast þær sem málýskur. Rómanska er á Ítalíu.

Í Biblíum [mismunundi eftir þjóðartungum] kristinna manna er Nation samhljóða að mestu leyti orðinu Þjóð.  Ríkið eða "State" vísaði svo tli einvalda sem ríktu yrir mörgum þjóðum. Þetta hefur alltaf verið á reiki hjá illa menntuðu fólki. Árinni kennir illur ræðari.

Mennirnir reistu sér Turn byggðan á babli [Byrjunar afli ]: T: orgi B: orgar Babílon. Það markaði upphaf tungumálanna. Öll mál mannkyns byrja á sama lykil borði: Kítap eða key table. Eða upphaf kristnu kynþáttanna til að byrja með.

Stjórnmálalega séð þegar verið var að innlima þjóðirnar þá spruttu upp falsfræðingar þá eins og nú. 

Það er ekkert nýtt undir Sólunni. Það er hollustan við það sem kemur manni best til langframa sem skiptir máli á öllum tímum. Enginn elskar mann meira en maður sjálfur.

Það eru tvær þjóðir á Íslandi í dag og mörkin eru skýr. Kratíska er algjörlega ný tegund  af Íslensku. ES sé Alþjóða samfélagið. Almenningur á Íslandi eigi að borga vaxtaskatta til alþjóðlegra fjárfesta og bera ábyrgð á alþjóða glönnum, óreiðumönnum og landráðamönnun af því að þjóðin er svo skyld innbyrðis?

Júlíus Björnsson, 17.6.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband