Vanhugsuð lausn

Kannski var greiðsluaðlögun einfaldlega kynnt á röngum forsendum. Þegar frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að hundruð þyrftu á þessu "úrræði" að halda en nú hefur annað komið í ljós. Þá voru allt of miklar væntingar gerðar til þess að greiðsluaðlögun leysti mál fólksins. Skjaldborg. Eftir því sem ég fæ best séð er gjaldþrotameðferð betri fyrir suma. Frestur er á illu bestur segir orðskviður en ég er ekki viss um að það eigi við um skuldir heimilanna.

Ég var því sammála Lilju Mósesdóttur í sjónvarpinu í gær um almenna niðurfellingu. Sértæk úrræði (eins og greiðsluaðlögun) verða alltaf seinvirk, huglæg og kostnaðarsöm. Almenn úrræði eru fljótvirk hlutlæg og kosta lítið í framkvæmd. Eina spurningin er hvort að afskrift núna sé dýrari en afskrift í gjaldþrota og greiðsluaðlögunarferlum. Ef svarið er nei er augljóst að það ber að fara í almennar aðgerðir.


mbl.is Á vanskilaskrá í greiðsluaðlögun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband