Ég trúi Steingrími

Ekki eru nema 3 dagar síðan fjármálaráðherra sagði gildar ástæður vera fyrir flýtimeðferð ríkisábyrgðarinnar en þær þurfi að fara dult. Hann staðfesti hins vegar það sem marga hefur grunað að "aðilar innan Evrópusambandsins hefðu haft uppi grímulausar hótanir gagnvart Íslendingum vegna Icesave málsins. Að samstarfsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í gíslingu vegna Icesave." eins og hermt var í fréttum Rúv í gær: http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item314835/

AGS segir annað.

Jóhanna segir annað.

 

Ég trúi Steingrími.


mbl.is Hótanir ekki frá ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við þurfum að komast framhjá þessu Icesafeskeri.

Það er augljóst að við verðum að hafa í huga að meiri hagsmunir eru að byggja upp atvinnulífið og bæta lánskjör erlendis. Við getum það aldrei nema með samningum við Breta, Hollendinga og þennan umdeild Alþjóðagjaldeyrissjóð. Lánshæfni okkar er mjög lélegt og það hækkar ekki nema við stöndum við þessa samninga.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.12.2009 kl. 12:00

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Eitt er víst: Þetta er hið versta mál.

Eyþór Laxdal Arnalds, 3.12.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Offari

Þetta er hið versta mál satt er það.  En mér finnst samt svo ótrúverðugt hjá Steingrími að hann skuli ekki verjast með kjafti og klóm gegn þessum hótunum.   Það hefur aldrei verið hans stíll að láta hótanir stjórna sér og fá hann til að framkvæma eithhvað gegn vilja sínum og þjóðarinar.

Offari, 3.12.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

er kallinn að "brenna" út Offari

Jón Snæbjörnsson, 4.12.2009 kl. 08:45

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég trúi honum líka, en viðbrögðin eru ekki traustvekjandi því virðast festa ofríkið í sessi frekar en hitt.

Það kallast óábyrgt á Meginlandinu að láta valta yfir sig, þeir sem það gera njóta engrar virðingar sem skiptir öllu máli í EU.  

Júlíus Björnsson, 5.12.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband