14.12.2009 | 13:55
Kosið um Icesave ríkisábyrgðina - í bönkunum...
Það verður að þakka Eyjunni(.is) fyrir lýðræðið en vefsvæðið stendur nú fyrir kosningu um Icesave-ríkisábyrgðina. Kosningin er rafræn og fer fram í heimabanka hvers og eins. Slíkt er nýjung og tryggir ákveðið öryggi. Reyndar er það viðeigandi að fólk kjósi um þetta mál í sínum heimabanka enda skuldin komin til vegna ólánlegrar bankastarfssemi og svo mun reyna á heimabudduna ef af ríkisábyrgðinni verður.
Að sjálfsögðu er þessi kosning ekki bindandi fyrir þingheim en ef þáttaka verður góð hlýtur niðurstaðan að vera leiðbeinandi eins og það er stundum orðað.
Frumvarp um þjóðaratkvæði er til meðferðar um þessar mundir en ólíklegt er að þjóðin fái að kjósa um mesta hitamál seinni tíma nema forsetinn synji ríkisábyrgðinni staðfestingar. Sem er ólíklegt.
Sem sagt: Nú fáum við að kjósa og það verður fróðlegt að sjá hvað kemur upp úr heimabönkunum...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 860799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- andres
- ellidiv
- hux
- hlf
- stebbifr
- bjarnihardar
- nielsen
- bingi
- jonvalurjensson
- sjalli
- villagunn
- hvala
- julli
- eyverjar
- borgar
- davidwunderbass
- otti
- eyglohardar
- austurlandaegill
- ranur
- baldvinj
- hrafnathing
- heimssyn
- gummisteingrims
- sinfonian
- seth
- dofri
- ingo
- kjarvald
- lubbiklettaskald
- fridjon
- hrafnaspark
- hlynurh
- harhar33
- viggo
- jonl
- ingibjorgelsa
- ekg
- zumann
- ural
- grazyna
- stefanthor
- agustolafur
- tommi
- jonasantonsson
- sveinnhj
- kiddip
- skotta1980
- beiker
- svenni71
- kolgrimur
- kristinhrefna
- vefritid
- almal
- arnith2
- satzen
- hilmarb
- thorbjorghelga
- sarcasticbastard
- rs1600
- ragnarna
- arnih
- nonniblogg
- pallvil
- margretsverris
- joningi
- juliusvalsson
- agny
- siggith
- jorunnfrimannsdottir
- ottarfelix
- havagogn
- sveinnt
- gummibraga
- baldurkr
- ellyarmanns
- maple123
- phoenix
- 730
- haukurn
- ahi
- godsamskipti
- dullur
- sigfus
- bofs
- omarragnarsson
- gattin
- sigjons
- gudrunmagnea
- jakobsmagg
- prakkarinn
- doddinn
- deiglan
- ragnar73
- postdoc
- sij
- bergrun
- noosus
- vild
- predikarinn
- davidg
- landsveit
- sigurjonsigurdsson
- sailor
- framsoknarbladid
- morgunbladid
- andriheidar
- mullis
- organisti
- iceman
- frisk
- eyjapeyji
- laugatun
- doriborg
- kjartanvido
- smali
- fannarh
- kolbrunb
- lth
- hafstein
- thoragud
- skodunmin
- gthg
- latur
- don
- ingabesta
- hannesgi
- turilla
- bjorgvinr
- alit
- gun
- partners
- binnag
- tharfagreinir
- isdrottningin
- brelog
- erlaosk
- bondakall
- tolliagustar
- konur
- domubod
- olinathorv
- koala
- gudjonbergmann
- karisol
- killerjoe
- marinogn
- vitinn
- kosningar
- id
- theodorn
- grimurgisla
- tryggvih
- jonarni
- dolli-dropi
- viktorbk
- zsigger
- zeriaph
- siggiulfars
- ver-mordingjar
- sigurjonth
- kiddirokk
- villithor
- gudfinna
- killjoker
- jonmagnusson
- hallurmagg
- vestfirdir
- bonham
- orri
- skarfur
- heiddal
- eyvi
- antonia
- heidathord
- reynir
- trainn
- ljonas
- bergurben
- haukari
- golli
- hannesjonsson
- jonaa
- rattati
- gesturgudjonsson
- elinora
- snorribetel
- gudni-is
- islandsfengur
- jaj
- ktomm
- arh
- gudbjorng
- uthlid
- halldorjonsson
- bleikaeldingin
- astamoller
- hector
- geiragustsson
- altice
- vilhelmina
- presturinn
- odinnth
- palmig
- skinkuorgel
- komment
- bene
- alfheidur
- isleifur
- thorsteinnerlingsson
- birkire
- oddgeire
- hjolagarpur
- sigurdurkari
- birgir
- hrolfur
- gisliivars
- geislinn
- unnar96
- steinig
- doktorper
- handsprengja
- millarnir
- perlaheim
- audureva
- photo
- jonasegils
- okurland
- hallarut
- saethorhelgi
- blekpenni
- addni
- silfrid
- rustikus
- sirrycoach
- manzana
- steffy
- gammurinn
- johnnybravo
- hugsanir
- ellasprella
- siggikaiser
- eythora
- villialli
- markusth
- kaffi
- kuriguri
- dvergholar
- glamor
- goldengate
- sigurjonb
- kht
- skallinn
- limped
- hemmi
- gullilitli
- almaogfreyja
- einarlee
- olafurthorsteins
- ziggi
- audbergur
- johannp
- fjola
- stormsker
- steinnbach
- ingolfur
- sigvardur
- hvitiriddarinn
- malacai
- hvirfilbylur
- sign
- lostintime
- hlekkur
- minkurinn
- 3englar
- rosaadalsteinsdottir
- mogga
- credo
- armannkr
- fannarg
- jon-o-vilhjalmsson
- ketilas08
- runirokk
- tulinius
- gotusmidjan
- hugs
- helgi-sigmunds
- must
- kje
- nkosi
- neytendatalsmadur
- vestskafttenor
- maggi270
- jonsnae
- solthora
- steinibriem
- gorgeir
- himmalingur
- askja
- liberal
- braids
- snorristurluson
- va
- baldvinjonsson
- tilveran-i-esb
- esb
- brv
- vibba
- saltogpipar
- sjonsson
- ibvfan
- arniarna
- fhg
- fsfi
- suf
- olijoe
- eho
- wonderwoman
- gunnarpalsson
- ljosmyndarinn
- mal214
- brandarar
- tilfinningar
- maggibondi
- gerdurpalma112
- brobba
- tori
- mummiskula
- kreppan
- taoistinn
- rynir
- lucas
- 170341
- arijosepsson
- gonholl
- valgeir
- juliusbearsson
- haddi9001
- sjalfstaedi
- saedishaf
- robertvidar
- carlgranz
- thorolfursfinnsson
- heim
- mis
- thorsteinnhelgi
- jonsullenberger
- axelaxelsson
- hinrikfjeldsted
- tibsen
- kerubi
- hjaltisig
- gylfithor
- drum
- jamesblond
- pjeturstefans
- kjoneden
- hallurg
- eggmann
- erla
- fletcher
- egill
- sigurjon
- obv
- gudjon
- asabjorg
- nonninn
- salvor
- toj
- sonurhafsins
- gudruni
- sax
- eythoringi
- hlynur
- jobbisig
- olofnordal
- lydur
- heidistrand
- einarstrand
- aglow
- herdis
- vga
- egillg
- ordid
- maggaelin
- gmaria
- tomasha
- agbjarn
- jakobk
- gunnaraxel
- toddi
- jax
- gudmundurmagnusson
- sigmarg
- halkatla
- bet
- seinars
- tofraljos
- kari-hardarson
- johannalfred
- eurovision
- heringi
- bbking
- gumson
- arnorbld
- athb
- bardi
- benediktae
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- brahim
- braskarinn
- eggman
- ejk
- jari
- einarbb
- emilkr
- erlendurorn
- evropa
- frjalshyggjufelagid
- morgunn
- gauisig
- gunnargunn
- noldrarinn
- vinaminni
- gustafskulason
- ammatutte
- hhraundal
- minos
- haddih
- daliaa
- stjornun
- jonarnarson
- bassinn
- josefsmari
- kuldaboli
- kij
- krist
- holmberg
- kristjangudm
- larahanna
- loftslag
- ludvikludviksson
- magnusg
- magnusthor
- martagudjonsdottir
- gmc
- svarthamar
- iceland
- rafng
- ragnargeir
- reni
- samstada-thjodar
- fullveldi
- lovelikeblood
- joklamus
- siggifannar
- siggigretar
- siggisig
- sisi
- nr123minskodun
- zunzilla
- luther
- lehamzdr
- summi
- svanurmd
- spurs
- saedis
- saemi7
- tomasellert
- tryggvigislason
- valdimarjohannesson
- villidenni
- thjodarheidur
- thorrialmennings
- tbs
- nautabaninn
Um bloggið
Eitt og annað
Bækur
Bókaskápurinn
Nokkrar góðar...
-
Josef Joffe: Uberpower (ISBN: 0-393-06135-3)
Josef Joffe ritstjóri Die Zeit hefur kennt við Harvard og skrifað mikið í Foreign Affairs. Hér skoðar hann möguleika bandaríska heimsveldisins út frá sögunni. Joffe metur möguleika BNA út frá mismunandi valdahlutföllum sögunnar og bendir á hvernig þau gjörbreyttust um jólin 1991 við fall Sovétríkjanna. Í dag standa BNA á krossgötum sem skipta okkur öll máli. Uberpower er með bestu bókum um þetta efni.
***** -
Philip Ball: Critical Mass (ISBN: 0-09-945786)
Frábær bók sem tengir saman eðlisfræði fyrri og seinni tíma við mannlega hegðun og tölfræði. Vel læsileg og frjó vísindabók.
*****
Tenglar
Nokkrar heimasíður Íslendinga
fáeinar heimasíður einstaklinga á Fróni
- Birgir Ármannsson
- Egill og silfrið Púlsinn á pólítíkinni
- Aldís í Hveragerði Bæjarstjóri til fyrirmyndar
- EKG Góður og skeleggur málsvari Vestfjarða
- Þorsteinn J Alltaf góður
- Illugi á netinu Eldklár og skemmtilegur penni. Mætti gjarnan setja frábærar greinar sínar á vefinn.
- Helgi punktur is Mætti blogga meira. Gaman að Helga.
- www.bjorn.is Skrifar af einlægni og slær ekki slöku við
- eyþór punktur is gamla góða heimasíðan mín
- Össur skarpi Hinn eiginlegi formaður Samylkingar
Heimsóknarinnar virði
Fróðlegar vefsíður. Sumu er ég sammála - öðru ekki.
- Tvöföldun Suðurlandsvegar! Hér var yfir 25 þúsund undirskriftum safnað til að berjast fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
- Tíkin pólítíkin í öllu sínu kvennaveldi
- Deiglan Ein öflugasta pólítíska vefsíðan á Íslandi
- Frjálshyggjufélagið ómissandi vinkill í umræðuna
- Ahmadinejad bloggar líka.. Forseti Írans tjáir sig á vefnum.
- XD í Árborg
- Suðurglugginn á netinu Glugginn - sunnlenskt vikurit á netinu
- Suðurland punktur net Fréttasíða af suðurlandi með Dagskránni á pdf formi
- Suðurland punktur is Lifandi fréttasíða af suðurlandi
- Heimssýn Góð síða um Evrópusambandið og fullveldi Íslands
- Drudge Vinsæl bloggsíða um stjórnmál og dægurmál
- Hagstærðir og fleira gott. Hlekkjasafn um hagstærðir
- CIA factbook Góð síða til að fá stutt yfirlit um helstu hagstærðir ríkja.
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
...svo er að sjá hverjir nýta sér þennan möguleika, því auk þess eru margir eldri borgarar sem geta ekki nýtt sér þetta o.s.frv.....
en gott mál að eitthvað sé gert í þessum kosningarmálum...
Viskan (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 15:35
Það væri góð lending ef þessi "þjóðaratkvæðagreiðsla" yrði til þess að breyta kúrsinum á þingi. Sú niðurstaða sem fæst þar er hins vegar uppsafnaður atkvæðastyrkur lýðræðislega kjörins meirihluta og á að standa.
Við tveir kjósum kannski ekki þá stjórnmálaflokka sem nú sitja í samsteypustjórn, erum á því að athafnamenn eigi að þrífa eftir sig skítinn, og svo framvegis. En þingræði merkir það að gjörðir þings, lögin sem löggjafarsamkundan samþykkir, eiga að öðlast gildi uns annar þingmeirihluti ákveður annað.
Forsetinn á ekki að vera einhvers konar Tarzan eða Súpermann sem hægt er að "etja á hrekkjusvínin"!
Flosi Kristjánsson, 14.12.2009 kl. 15:40
Þar ég græði ekkert á því persónulega að taka ábyrgð á mig sem einkaframtakinu var borgað fyrir. Tel stjórnvald hafa skaðað mig eignalega með sofandahætti eða fávisku, fer ég fram á millifærslu í formi afskrifta á fasteignláninu mínu. Í ljósi bólguvísitölu sem átti ekki að fara úr böndum ef launkröfum yrði stillt í hóf eins og samið var um á sínum tíma við þjóðina.
Sú ábyrgð er eldri og réttlátari en Icesave.
Eins ég ber ábyrgð á minni mínum kennitölum eiga allir aðrir að bera ábyrgð á sínum kennitölum.
Ég er fylgjandi einkaframtaki þar se, ábyrgðarkröfunni er fylgt eftir út í ystu æsar. Menn fá borgað fyrir á byrgð fyrirfram oft á tíðum. Þann hluta þóknunar á að endurgreiða af hálfu þeirra sem, þáðu en stóðu ekki undir ábyrgðinni, kemur greindarskortur því ekki við.
Ég treysti ekki meðalgreindum fulltrúum úr hópi almennings á Alþingi sem telja sig ekki haft vit fyrir þeim sem eru greindari og reynslumeiri.
Í ljósi þess hversu mikill hlut tekna almennings fer í hendur almenningsfulltrúanna, er greinlegt að kjósendur þurfa að vanda valið í framtíðinni til að fyrirbyggja aðra eins skömm á alþjóða mælikvarða .
Júlíus Björnsson, 14.12.2009 kl. 17:49
Júlíus, ríkisábyrgð VAR VEITT hér á langflestum bankainnistæðum allra íslenskra banka - nema sumra útibúa. Svo við erum þegar búin axla ábyrgð á "skuldum einkafyrirtækja", ef við kjósum að kalla bankainnistæður svo, sem við trúðum einkabönkum fyrir.
Ég reit um þetta á www.bloggheimar.is/einarkarl
Einar Karl, 14.12.2009 kl. 22:41
Þetta er enginn fjandans "kosning" þarna. Þetta er bara skoðanakönnun. Ef þetta væri kosning þá ættu niðurstöður hennar að hafa einhverjar afleiðingar. En svo er ekki. Niðurstaðan verður bara "birt" og búið mál.
Dexter Morgan, 15.12.2009 kl. 00:46
Indefence kosningin á að duga og það á ekki að vera að blanda bönkunum inn í málið, þessi kosning á Eyjunni er þvílíkt til skammar að það hálfa væri nóg, að reyna að gera lítið úr Indefence skoðana könnuninni. Það verða bæjarstjórnarkosningar í vor þá er hægt að bæta inn kjörseðlum um málið.
Lárus Baldursson, 15.12.2009 kl. 01:16
Einar, nútímasamfélag, táknar í mínum huga tækniframfarir. Nútíma bókhaldsfrelsi [frá um 1990]opnaði dyrnar fyrir óþroskuðum kapítalistum: hinum til ágóða.
Hverju hentar það best hinum greindarmeiri og gamalgrónu sem taka aldrei neina áhættu kynslóðum saman. Allir vissu það fyrir 30 árum að Þýskir bankar gera 30 ára plön til að tryggja sína áhættulausu vexti.
Sparifé [Solid cash] almennings á að endurlána almengi með trygg veð. Minni fyrirtækja einingar með hátt eiginfjárhlutfall taka betur við í kreppum, spara stjórnsýslu kostnað.
Fjármálakreppur eru regla sem aldrei hefur verið hægt að brjóta. 30 ár er meðaltalið, sviðað og flest íbúðalán á meginlandinu. Þennan lánaflokk á ekki að lána áhættufjárfestum. Þá þarf ekki að leiðrétta höfuð stól með bólgu vísi.
Íslenskir fábjánar fóru að fjárfesta í upphafi kreppunnar um 1986. Þess var hægt að kaup allt hér fyrir eiturpappíra.
Nú eru lánadrottnar út í heimi sem halda sig við gamla siði að hirða allt til baka til að byrja upp á nýtt.
Ríkissjóður á vernda sína sína skattgreiðendur sér í lagi þá sem vega þyngst í allri innlandslána starfsemi. Verndin hefði einungis átta að takmarkast við áhættufríar innstæður.
Svo hljómar það ekki vel að þeir sem treystu orðum launþegasamtaka og ríkistjórna að í lagi væri að tengja bólguvísir við höfuðstóla íbúðalána, eigi ekki að sitja við sama borðið og erlendir lánadrottnar bankanna, heldur eigi þeir sem geta að borga 40% áhættuálag en hinir fái það leiðrétt [fellt niður] að því marki að þeir skrimti.
Má ungafólkið ekki eignast íbúðir hér nema fæðast með silfurskeið í munninum. Eiga allir að vera á okurkaupleigum kjörum. Skuldaþrælar.
Í þessari efnahagshryðjuverka árás gegn yngri hluta þjóðarinnar, voru híbýlin ekki sprengd í loft upp heldur millifærð í hendur lánadrottna. Hvernig er þetta með þessi 20% þjóðarinnar sem geta geta ekki sofnað á nóttina af öryggisleysi, um að standa á götunni. Ekki meirihluti í kosningum. Þetta fólk íþyngir öðrum 60% og veldur þeim áhyggjum það gera 80% sem er mikill meirihlut sem er búin að fá nóg af vitfirringunni í stjórnsýslunni. Sá hluti þjóðarinnar sem eru virkur í flokkunum er ekki stór.
Gera almennt tjón að leikspili stjórnmálaflokka er til skammar. Almennar alhliða aðgerðir sem ekki er beit hér eru einu aðgerðirnar sem að á beit í þessum aðstæðum sem hér ríka. Þær þarf að ekki réttlæta fyrir minnahlutanum.
Það átti að leiðrétta alla óeðlilega höfuðstóla. Eiturpappírarnir hefðu svo tryggt fleiri fyrirtæki í samkeppni hverra greinar.
Þeir sem áttu fasteign hefðu getað keypt litlar rekstrareiningar þegar risarnir hefðu fallið fyrir eigin blekkingum.
Júlíus Björnsson, 15.12.2009 kl. 04:17
Júlíus ég held að skattgreiðendur ættu hreinlega að halda aftur skattfé sínu og neita að taka þátt í þessari vitleysu.
Það má líkja störfum þessarar ríkisstjórnar við mannréttindabrot. Þau hafa nú þegar gerst sek um stjórnarskrárbrot, og sína gildandi lögum og reglum litla sem enga virðingu. Samfylkingin ætlar að gera hlutina "their way".
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 09:59
Okurlög voru talin óþörf þar sem virki samkeppni á heiðarlegum markaði átti að tryggja lægri vexti.
Okur ríkistjórnin á gera sér grein fyrir að hér er stunduð skipulögð eigna upptaka, svo druslur sem voru keyptar á 1.000.000 er lánið komið upp í 3.000.0000-
Hvers vegna eru okurlög ekki tekin upp þegar markaðurinn virkar ekki í þágu fjöldans.
ICEsave voru markaðsettir utan Ísland okurlangtíma ávöxtun var lofuðuð neytendum sem lögðu inn varaforða sinn í evrum eða pundum.
Íslenskum neytendum var ekki boðið upp á sambærilega gjaldeyrisreikninga.
Icesave virti ekki markmið Englandsbanka um stöðuleika. Það var ekki verið að lána krónur.
Júlíus Björnsson, 15.12.2009 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.