Ekki batnar það

Í kvöld var samþykkt fjárhagsáætlun 2010 fyrir sveitarfélagið Árborg með 5 atkvæðum vinstri meirihlutans gegn 4 atkvæðum okkar. Áætlunin gerir ráð fyrir 629 milljóna króna tapi af rekstri árið 2010. Tapið er svipað og á yfirstandandi ári en það er áætlað 640 milljónir.

Samkvæmt áætluninni verður eigið fé neikvætt um 264 milljónir. Í raun er því lögð fram hér áætlun þar sem stefnir í tæknilegt gjaldþrot bæjarsjóðs um mitt næsta ár þegar eigið fé bæjarsjóðs verður upp urið. Það sem gerir málið enn verra er að ekki hefur tekist að stöðva tap fyrir fjármagnsliði en það eykst um 58% og er nú áætlað 147 milljónir.

Uppsafnað tap fyrir árin 2008-2010 er samkvæmt þessari fjárhagsáætlun 2480 milljónir á þremur árum eða meira en 2 milljónir hvern einasta dag. 

Ekki er útlit fyrir greiðsluþrot á árinu 2010 miðað við að það takist að fá 530 milljónir í ný lán á árinu. Meiri óvissa er með 2011 og hvernig unnt verður að tryggja fjármagn og forðast greiðsluþrot bæjarsjóðs.

Síðasta haust hófum við sameiginlega vinnu við fjárhagsáætlun. Við bæjarfulltrúar D-listans lögðum strax fram nokkur lykilatriði eins og að ekki væri tap af rekstri fyrir fjármagnsliði. Það og margt annað hefur ekki náð fram að ganga og því gátum við engan veginn samþykkt áætlunina. Það verður svo að bíða nýrrar bæjarstjórnar að vinna sig úr skuldasöfnuninni.

Það verður hvorki auðvelt verk né öfundsvert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Eyþór komu þið með niðurskurðar tilögur til að mæta þessu eða tekju öflun á móti?

Voru þið ekki með tilögur á kjörtímabilinu um byggingu á fjölnota íþróttahúsi og það væri byggt af fasteignarfélagi og síðan leigt?

Auðvita er þetta sárt að geta ekki skilað fjárhagsáætlun með 0 eða + en til þess þarf alltof mikinn niðurskurð á einu bretti svo ásættanlegt sé en það getur samt orðið að gera það.

Þá er það félagsþjónustan og Strætó og önnur þjónusta sem ekki er lögbundin sem þarf að hverfa.

En mín ósk er sú að allir setjist niður og vinni saman að lausn hún verður ekki auðveld eða öfundsverð það vita allir og þá er ekki til neitt sem heitir yfirboð það eiga allir að taka á og finna bestu leiðnina.

Ég hefði vilja sjá frá ykkur í D listanum markvissar leiðir og þannig stæðu allir saman í því sem betur má fara ekki sýndarmennsku við erum núna á árinu 2009 og senn kemur 2010  þá eru önnur gildi í gangi en 2007. 

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 17.12.2009 kl. 18:33

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón, var að koma frá New York og sá athugasemd þína. Ég er 100% sammála því að nú eru aðrir og breyttir tímar.

Ég get ekki tekið undir það að við séum að sýnast. Við gerðum einkum tvennt í vinnslu fjárhagsáætlunarinnar. Annars vegar forsendur þar sem meðal annars var gengið út frá því að reksturinn væri ekki neikvæður fyrir fjármagnsliði á þessu ári og svo frekari viðmið varðandi næstu 3 ár. Hins vegar lögðum við fram 12 tillögur sem flestar sneru að sparnaði. Ein af þeim var sala á félagslegu húsnæði en sveitarfélagið á yfir 100 félagslegar íbúðir.

Ég hef eins og þú haft efasemdir um Strætó eins og hann er rekinn og fleira sem ekki er lögbundið. Eins og þú veist lögðums við gegn ýmsum útgjaldaliðum eins og kaupum á Pakkhúsinu og fleiru. Það er laukrétt hjá þér að við vildum sjá fjölnota íþróttahús rísa á Selfossi og lögðum til að einkaframkvæmd yrði skoðuð. Ef það hefði bæst við halla af rekstri og aðrar fjárfestingar væri það enn frekari baggi. Aðhald í rekstri hefði þurt að fylgja þessari ákvörðun.

Dýrastir eru þeir peningar sem hverfa í rekstrarhalla og skilja ekkert eftir sig af eignum. Það sem við höfum sagt er að rekstrarkostnaður hefur verið of hár. Fjárfestingar hafa ekki verið stærsta vandamálið. Í raun er ótrúlega lítið seim situr eftir af fastafjármunum eftir kjörtímabilið þó að skuldir haf tvöfaldast. Þá hafa íþróttamál fengið lægra hlutfall af skattekjum en hjá viðmiðunarsveitarfélögum (með lágar skattekjur) en félagsmál eru hér ansi stór útgjaldapóstur.

Eyþór Laxdal Arnalds, 19.12.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband