3.10.2009 | 10:34
Varasamar skotgrafir
Árásir á heimili fólks og fréttir af sýruárás á Rannveigu Rist vekja upp spurningar á hvaða leið við séum sem samfélag.
Persónulegar árásir einkenna umræðu og skrif.
Á sama tíma er Ísland eina landið í Evrópu sem viðhefur gjaldeyrishöft og er engu líkara en einangrunin sé frekar að aukast á þeim 12 mánuðum sem liðin eru frá hruni bankanna. Það sem núna þarf eru nýsköpun starfa og opnun Íslands.
Allir áttu von á því að leitað yrði að blórabögglum eftir hrunið en skotgrafahernaðurinn er að fara langt með að koma okkur sem þjóð í langvarandi kreppu.
Iðnaðurinn á Íslandi er máttarstoð á krepputímum. Vaxtarbroddar byggðir á orkunotkun eru helsta von okkar á næstu árum. Það er sjálfsblekking ef menn halda að hér sé hægt að lifa á bankastarfssemi og opinberum störfum.
Ekkert er eins mikilvægt þjóðhagslega og gjaldeyrisskapandi störf. Reynum að forðast skotgrafir sem grafa undan framtíðinni. Stöðugleikasáttmálinn var viðleitni til að ná sáttum. Honum er núna ógnað og hann verður að verja. Hér gegna SA og ASÍ lykilhutverki ásamt ríki. Nú ríður á að sóknarfærin séu varin af aðilum vinnumarkaðarins og ríkið hlusti vel á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.10.2009 | 23:48
Álögur á iðnað = útsæðið soðið
Það er sagt að það sé skammgóður vermir að pissa í skóinn sinn. Jafnframt er það talið frekar slappur búskapur að sjóða útsæðið þó lítið sé til í kotinu. Ísland þarf fleiri störf ekki færri. Þess vegna er furðulegt að skoða fjárlagafrumvarpið þar sem nýir skattar eru kynntir til leiks. Og það engir smá skattar.
Það er í sjálfu sér rannsóknarefni hvernig sama fjármálaráðuneytið getur unnið að frumvarpi um nýja skatta á iðnað (orku, auðlinda, kolefnis) og á sama tíma reiknað með nýframkvæmdum og fjárfestingu.
Ég hélt að menn væru hættir að verða "ríkir í excel".
1.10.2009 | 08:39
Fjármál sveitarfélaga
Í dag hefst fjármálaráðstefna sveitarfélaga en staða þeirra sumra er afar slæm. Reynar er staða sveitarfélaganna mjög mismunandi. Kreppan hefur ekki látið sveitarfélögin ósnert og hafa þau sem skuldsettust eru farið illa. Ríkið er ekki aflögufært til að hlaupa undir bagga og því blasir niðurskurður við.
Á ráðstefnunni verður fróðlegt að vita hver möguleg úrræði eru og hvort löggjafinn muni auka sveigjanleika sveitarfélaga. Mikið af útgjöldunum er bundið í lögum og samningum og því þarf að óbreyttu að ganga lengra í niðurskurði á þeim liðum sem óbundnir eru.
Á þessum tímapunkti er reyndar rétt að huga að því hver tilgangur sveitarfélaga sé og hvaða kjarnastarfssemi þurfi að verja. Á uppgangstímum fóru mörg sveitarfélög í hin ólíklegustu verkefni og í stað þess að greiða niður skuldir í góðæri jukust þær víða.
Loks verða sveitarfélög að standa vörð um atvinnusköpun ekki síst þegar ríkið leggur á hærri álögur og boðar jafnvel nýja skatta á ný atvinnutækifæri. Hér þurfa sveitarstjórnarmenn að gæta þess að nýsköpun verði ekki hindruð eða jafnvel stöðvuð. Nýsköpun atvinnu er stærsta velferðarmálið enda þarf störf til að greiða útsvar og skatt. Laun til að greiða velferðargjöld.
30.9.2009 | 23:33
Plan B
Ögmundur Jónasson talaði um Plan B í Kastljósinu í kvöld.
Það fælist í að rísa upp gegn kúgun.
Mér lýst vel á það.
30.9.2009 | 12:19
Nýir skattar drepa ný störf
Svíar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn glíma við samdrátt. Eitt helsta ráðið er fólgið í skattalækkunum til að örva atvinnulífið og fjölga þannig störfum. Þessu meðali beita þessar þjóðir og fleiri til.
Hér á Íslandi er verið að hækka skatta.
En hér ganga menn svo langt að talað hefur verið um nýja skatta á atvinnulífið. Skattar sem eiga að leggjast á sölu raforku líkt og áfengisgjald á áfengi og sykurskatturinn leggst á óáfenga drykki. Tilgangur slíkra skatta er að minnka neyslu.
Rafmagnsskattur á Íslandi er til þess fallinn að ný verkefni sem nú eru á teikniborðinu verði ekki að veruleika.
Slíkur skattur væri því í raun nýsköpunarskattur sem myndi draga úr nýjum störfum.
Helsti vonarneisti í uppbyggingu atvinnulífs fellst í orkufrekum iðnaði. Ekki bara álverum, heldur líka kísil, sólarkísil, gagnaverum og aflþynnuframleiðslu. Ný verkefni á öllum þessum sviðum eru á borðinu en geta líka öll fallið út af borðinu ef nýir skattar eru lagðir á.
Það er ekki bara upphæðirnar sem myndu valda tjóni heldur ekki síður þau neikvæðu skilaboð sem kæmu frá Íslandi.
Getur verið að Alþingi samþykki skatta á nýsköpun í atvinnulífi á sama tíma og mesta kreppa lýðveldistímans er í algleymi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.9.2009 | 11:01
Fram og aftur blindgötuna?
Margt bendir til þess að við séum komin að krossgötum enda er fyrirsögn fréttar Bloomberg: "Iceland can´t wait for IMF"
Ekki er hægt að lesa skýra stefnu út úr viðtali við forsætisráðherra á Bloomerg en þó er ljóst að við erum á biðreit eða jafnvel á byrjunarreit.
Fróðlegt er að sjá hvernig forsætisráðherra kvíðir því að treysta á ríkisstjórnarflokkana í þinginu:
I would be concerned if parliament has to debate the Icesave matter again, Sigurdardottir said. Obviously, that would call for a majority with the coalition parties, as we cant rely on the opposition.
Þarna segir forsætisráðherra vera "concerned" (áhyggjufull) yfir því að þurfa að reiða sig á meirihluta ríkisstjórnarflokkanna. - Kannski er kominn tími á þjóðstjórn?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.9.2009 | 11:03
Fyrirheit félagsmálaráðherra
Árni Páll Árnason boðar lækkun afborgana á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Mikill þrýstingur hefur verið á stjórnvöld að beita sér fyrir leiðréttingu á þeirri miklu hækkun lána heimilana sem varð við efnahagshrunið. Árni Páll hefur áður sagt að ekki sé svigrúm fyrir leiðréttingu en boðar núna lækkun afborgana og afskrift síðar. Þetta vekur vonir hjá mjög mörgum.
Nú verður fróðlegt að sjá hvernig útfærslan verður á þessum fyrirætlunum.
27.9.2009 | 18:09
Bubbi byggir
Einn vinsælasti barnaþáttur seinni tíma gengur út á "Bob the builder" eða "Bubbi byggir". Þátturinn er 10 ára gamall og hefur farið sigurför um sjónvarpsheiminn á sama tíma og byggingarkranar hafa verið áberandi. - Kannski er þetta ekki tilviljun.
----
Nú þegar talað er um hvernig við eigum að vinna okkur út kreppunni og byggja upp að nýju er vert að skoða áherslurnar.
Í dag verið að byggja mjög veglegt og dýrt tónlistarhús og einhverja stærstu skólabyggingu í Evrópu í Öskjuhlíðina. Þá hefur umræða um byggingu hátæknisjúkrahúss verið endurvakin og er verðmiðinn áætlaður 50 milljarðar.
Sameiginlegt eiga þessar framkvæmdir allar að vera hvorki gjaldeyrisskapandi né arðsamar. Auðvitað er hægt að reikna sig upp í það að þær séu það í einhverjum skilningi en ekki þegar horft er til atvinnulífisins sem nú þarf að lifa við verðbólgu og háa vexti.
Á sama tíma er talað um nauðsynlegan niðurskurð til menntamála, menningarmála og til heilbrigðismála. Eitthvað finnst mér skorta á samhengið á milli þessara byggingarframkvæmda og rekstrargrundvöll þeirra. - Kannski hefur mér yfirsést eitthvað augljóst.
26.9.2009 | 12:18
Ekki er sopið vatnið þó í flöskuna sé komið...
Umhverfismálin eru ekki einföld jafna. Hreint vatn getur þótt mengandi ef umbúðirnar og flutningurinn vegur þungt.
Frægur er samanburður á Hummer jeppa og hybrid bíl sem gerð var í háskóla en þar voru borin saman heildarmengunáhrif beggja á líftímanum. Niðurstaðan var að hybrid bíllinn ylli meiri umhverfisspjöllum en það er einkum vegna rafgeymisins sem er mjög stór.
Þegar Gro Harlem Brundtland vann að stefnumörkun í orkumálum og umhverfismálum fyrir Sameinuðu Þjðirnar var ein af niðurstöðunum að kjarnorka ylli hvað minnstum spjöllum. (Þetta er ekki síst rökstutt í ljósi hnattrænnar hlýnunar).
Stóriðja á Íslandi er grænasti iðnaður sinnar tegundar í heiminum. Framlag Íslands til minnkunar á heildarlosun á CO2 er því helst fólgin í nýtingu orkuauðlinda hér enda ætti þá að minnka notkun á kolum annars staðar.
Ekkert er einfalt þegar kemur að þessum efnum. Ekki einu sinni "sykurskatturinn" sem á að stýra neyslu fólks frá sykurdrykkjum en það er önnur saga. . .
![]() |
Vatn á flöskum bannað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2009 | 10:31
Blað allra landsmanna
Morgunblaðið hefur löngum verið helsta blað á Íslandi. Það hefur notið trausts hjá meirihluta landsmanna og á ég ekki von á öðru en svo verði áfram. Ekkert blað hefur verið jafn opinn vettvangur fyrir ólíkar skoðanir með margar síður undir aðsendar greinar á hverjum degi auk lesendabréfa og launaðra pistlahöfunda. Þá hefur enginnn miðill náð eins miklum árangri á Netinu og Morgunblaðið með mbl.is og blog.mbl.is
Lýsing Davíðs Oddssonar ritstjóra um fjölmiðlun á vel við: Blað gengur út á að koma gagnrýnisröddum að svo allir geti komist að eigin niðurstöðum þegar öll sjónarmið hafa fengið framgang,"
Er ekki rétt að gefa nýjum ritstjórum tækifæri á að sýna hvað í þeim býr?
Ég óska þeim farsældar í nýju starfi.
![]() |
Nýir ritstjórar til starfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2009 | 18:18
Þá er bara að gerast áskrifandi á ný...
...en undanfarið höfum við látið nægja að lesa Morgunblaðið á netinu á heimilinu. Mér sýnist nú á öllu að það verði áhugavert að fá Moggann á morgnanna á næstunni. Ég er búinn að hringja í 5691100 og fá pappírsáskrift. Mæli með því.
Auðvitað er erfitt að reka blað í dag og það er örugglega erfitt að þurfa að fara í miklar uppsagnir. En það verður spennandi að fylgjast með umræðunni á næstunni og lítil hætta verður á lognmollu.
![]() |
Davíð og Haraldur ritstjórar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 21:30
Skattar sem stýritæki
Sykurskatturinn var rökstuddur sem neyslustýring enda myndu færri kaupa það sem væri skattlagt hærra. Þetta er rétt sjónarmið frá hagfræðilegu sjónarhorni.
Af sömu ástæðum er mikilvægt að nýjar atvinnugreinar fái samkeppnishæft umhverfi svo störfum verði fjölgað og gjaldeyrir verði til.
Ef skattar eru of háir þá gengur á forðann. Sumir segja það eins og að slátra mjólkurkúnni og aðrir nefna það að borða útsæðið. Þótt slíkt kunni að vera freistandi þegar illa árar er það ekki lausn út úr vandanum.
Það hljóta að vera vonbrigði að ekki verði að rannsóknum og vinnslu að svo stöddu. Menn hljóta að endurskoða skattlagninguna.
![]() |
Skattarnir afar íþyngjandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 01:08
Selfoss í úrvalsdeild
Sigur Selfoss á Skagamönnum innsiglaði hið óumflýanlega: Selfoss keppir í úrvalsdeild karla næsta vor.
.
Þetta þýðir margt fyrir bæjarfélagið og samfélagið:
Afrekstakmark áratuga hefur náðst.
"Það er í tísku núna á Selfossi að ná árangri" (eins og Ingó orðaði það á slúttinu).
Heimaleikir verða aðdráttarafl þeirra sem eru í sumar- og heilsársbústöðum.
Selfoss fær frábæra kynningu á nafni sínu og styrk.
Og reyndar gekk vel í öllum aldurshópum og stelpurnar stóðu sig frábærlega
Þegar fátt er um góðar fréttir og fáar fréttir þykja jafnvel góðar er hressandi fyrir samfélagið hér við ána að fagna þessum árangri.
Til hamingju Selfoss.
15.9.2009 | 14:26
Ferð til fjár?
Nú er búið að leggja inn umsókn inn í ESB og mikil vinna framundan að svara spurningum þess. Engu líkara er en að það sé keyrt á ESB sem heildarlausn Íslands og ekki sé neitt B-plan. Afar litlar líkur eru samt sem áður á að viðunandi samningar náist og innganga eigi sér stað. Á sama tíma er ástandið á Íslandi alvarlegt; atvinnuleysi mikið, verðbólga viðvarandi og skuldsetning gríðarleg.
Í þessari stöðu hefði ég talið nauðsynlegt að skoða leiðir sem ekki kunni að vera blindgata.
![]() |
Fleiri andvígir en hlynntir ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.9.2009 | 11:57
Animal spirits -hjarðhegðunarheilkennið
Greiningardeildir og fjölmiðlar kepptust við að spá áframhaldandi hækkun hlutabréfaverðs og aukningu kaupmáttar. Þegar uppsveiflan var sem mest var bjartsýnin mest. Nú þegar kreppir að keppast sömu aðilar um að vera sem svartsýnastir.
Í raun er þörf fyrir alveg annars konar sýn: Varúð í uppgangi og bjarstýni í svartnættinu.
Framtíðin er óljós og vel getur kreppan dýpkað ef skattar hækka og skuldir vaxa áfram í verðbólgu. Hitt er annað mál að okkur er sem þjóð í sjálfsvald sett hvort við reynum að vinna okkur út úr vandanum eða ekki. Ef fjárfesting er lítil og heimilin skuld- og skattsett er lítil von. En ef framleiðsla og framleiðni eykst höfum við alla burði í okkar gósenlandi til að reisa okkur við.
Greiningardeildir og fjölmiðlar ættu að sýna meiri styrk í uppgangi og niðursveiflu og stjórnast ekki um of af hjarðhegðun. Animal spirits kallaði Keynes þessa tilhneigingu en hana má líka kalla extraordinary popular delusions and the madness of crowds.
![]() |
Spá kreppu hér næstu árin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2009 | 08:56
Sögulegur dagur fyrir Selfoss
Aðeins tvö ár eru síðan Selfoss fór upp um deild. Nú er draumurinn orðinn að veruleika og Selfoss búið að tryggja sig í úrvalsdeild. Liðið hefur verið einbeitt allt tímabilið en leikurinn í gær var einstaklega eftirminnilegur.
Jafntefli hefði dugað en í staðinn var þetta hörkuleikur. Afturelding skoraði fyrsta markið en Selfoss fór eldsnöggt með leikinn í 2:1. Síðan kom hvert snilldarskotið og markið þar til sigurinn var í höfn 6:1!
Til hamingju Selfoss.
![]() |
Selfyssingar komnir í úrvalsdeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2009 | 08:08
Svei ykkur Bretar
Þetta er sama ríkisstjórnin og setti hryðjuverkalög á Ísland.
Þetta eru sömu menn og töldu Íslendinga bera siðferðislega skyldu til að greiða þeim stríðsskaðabætur vegna einkarekinna banka.
Sama ríkisstjórn og ábyrgist innistæður á stóru eyjum Bretlands en ábyrgjast ekki Guernsey og Isle of Man og sakar svo Ísland um að mismuna eftir staðsetningu útibúa banka.
Þetta eru sömu ráðherrar og misbeittu AGS og ESB í að innheimta skuld sem íslenska ríkið bar ekki ábyrgð á.
Nú kemur í ljós að þeir hafa sleppt eina manninum sem var dæmdur fyrir Lockerbie fjöldamorðin til að tryggja stöðu breskra olíufyrirtækja.
Og að þeir reyndu að hylma yfir og segja ósatt.
Svei.
![]() |
Viðskiptahagsmunir höfðu áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.9.2009 | 12:33
Kemur ekki á óvart
Ákvörðun forsetans að synja fjölmiðlalögunum var fordæmalaus.
Ég hafði enga trú á því að forsetinn myndi synja lögunum staðfestingar.
![]() |
Forsetinn staðfestir Icesave-lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |