17.9.2008 | 07:40
$85b björgun AIG
Fyrst voru það bankarnir, svo íbúðalánasjóðirnir og svo núna risatrygginafélagið AIG.
Bandaríska ríkið (sem er ansi skuldugt) ætlar að bjarga AIG frá gjaldþroti með 85 milljarða dala láni.
Til að setja þetta í samhengi má deila í upphæðina með 1000 til að sjá hvað það væri á Íslandi:
85 milljónir dala eða um átta milljarðar, eða eins og ein Héðinsfjarðargöng.
16.9.2008 | 11:18
AIG næst?
Í morgun bárust fréttir um "downgrade" á AIG. Ef AIG fer yfir um getur það verið stærra mál en Lehman þar sem svo margir bankar eru með stöðu í skuldabréfum
Too big to fail?
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=amuMN6feT0kE&refer=home
15.9.2008 | 22:06
Svartur September - the madness of crowds
Dow Jones hrapaði meira en 500 punkta og hefur ekki fallið eins mikið síðan í september 2001 eftir 9/11.
Verðfall á mörkuðum vestanhafs er þó lítil miðað við 1987 eða þá 1929 þegar verðfallið var yfir 20% á einum degi og nálægt 90% þegar uppi var staðið.
Heildarlækkun frá hæstu hæðum er um 25% en á Íslandi hefur lækkunin verið mun meiri eða meira en 50% á tólf mánuðum. Verður slíkt að kallast hrun.
Reyndar hafa flest þessi "kröss" verið um haust eða ýmist í september eða október. Annars er hegðun fjármálamarkaða kapítuli út af fyrir sig enda löngu ljóst að fjárfestar eru ýmist yfir sig bjarsýnir eða þunglyndir og svartsýnir.
![]() |
Reyna að róa bandaríska sparifjáreigendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2008 | 14:37
Margir eru Lehmans bræður
Sjaldan er ein báran stök - því miður í þessu tilviki. Skuldsetning Lehman varð þeim að falli og þau fyrirtæki sem hafa ekki efni á vöxtunum munu mörg hver verða minningin ein.
Skuldsettar yfirtökur hafa verið ein arðbærasta atvinnugreinin síðust ár. Á Íslandi var skuldsetningin kölluð "útrás". Nú virðist vera komið víða að skuldadögum og má minna á að forsvarsmenn Lehmans sögðu að "það versta væri að baki" fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Nú ríður á að menn takist af fullri alvöru við þessari holskeflu í fjármálageiranum.
![]() |
Lausafjárkreppan versnar hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.9.2008 | 07:04
Tveir risabankar kvöddu um helgina
Það er ekki tíðindalaust á vesturvígstöðvunum í fjármálaheiminum um þessar mundir.
Lehman Brothers gjaldþrota.
Merril Lynch yfirtekið af BOA.
Kannski er þetta uppstokkunin sem þurfti til að hreinsa reikningana?
Eða veldur þetta enn frekari óróa?
Nú er að sjá hvernig markaðurinn bregst við í dag.
![]() |
Lehman Brothers gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.9.2008 | 21:06
Lehman í gjaldþrot?
Samkvæmt fréttum Bloomberg eru líkur á að Lehman Brothers bankinn fari í þrot. Jafnvel nú fyrir miðnætti.
Ef svo fer er það eitt stærsta bankagjaldþrot síðustu áratuga.
14.9.2008 | 11:56
Ríkisvæðing bankanna
Roskilde bank, Fannie & Freddie, Northern Rock og fleiri smærri bankar eiga eitt sameiginlegt; þeir eru ríkisvæddir. Þá var björgunaraðgerð vegna Bear Stearns ákveðin ríkisábyrgð.
Einkavæðing síðustu áratuga í Evrópu bliknar í samanburði við hraða ríkisvæðingu síðustu vikna.
Menn verða að horfast í augu við það sem úrskeiðis hefur farið. Ísland er hér engin undantekning.
Nú þegar fjármálakrísan er orðin eins árs vakna spurningar um framhaldið. Á hvaða leið erum við? Tekst markaðnum að ráða fram úr sínum málum án kerfisbreytinga?
13.9.2008 | 12:34
Stærsta verkefnið
Geir leggur áherslu á að ná verðbólgunni niður og um það hljóta menn að vera sammála. Verðbólga er í raun aukinn kostnaður sem minnkar hagnað fyrirtækja og hækkar skuldir allra. Fjölskyldur finna illilega fyrir þessum stórfelldu hækkunum sem nú verður að linna.
Verðbólgan er eins og krabbamein sem vex og það er ekki sársaukalaust að vinna bug á henni. Undanfarna áratugi hefur hinn vestræni heimur verið að mestu laus við verðbólgu, en nú er hún vaxandi um heim allan. Vandinn á Íslandi er sá að gengislækkun krónunnar ber upp á sama tíma og heimsverðbólgan eykst. Háir stýrivextir duga ekki einir til að hefta verðbólguna, enda er hagkerfið galopið. Það er því ekki vandalaust að ná tökum á verðbólgunni eins og hún er samansett.
Nú reynir á aðila vinnumarkaðarins og ríkið að vinna bug á verðbólgunni. Óþörf og sjálfkrafa útgjöld verður að hefta og þar þurfa sveitarfélög og ríki að ganga á undan með góðu fordæmi. Ég er viss um að Geir er vel meðvitaður um þessi mál enda hámenntaður hagfræðingur. Besta ráðið til að bæta stöðu þjóðarbússins til lengri tíma er svo að auka útflutningstekjur og bæta framleiðni.
![]() |
Ekki rétt að tala um kreppu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.9.2008 | 23:54
Fjölbreytni, metnaður og valfrelsi í skólamálum
Háskólastigið hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu árum eftir að samkeppni varð til á háksólastigi. Fleiri stunda nám og metnaður er meiri.
Grunnskólarnir eiga sóknarfæri í þessum samanburði og mætti auka fjölbreytni og valfrelsi í skólamálum á grunnskólastigi.
Hjallastefnan hefur verið ferskur andblær á leikskóla- og grunnskólastigi og hafa nágrannasveitarfélög Reykjavíkur tekið upp samstarf við Hjallastefnuna.
Nú er komið að Reykjavík með grunnskóla. - Því ber að fagna.
Það á það sama við um grunnskóla og svo margt annað; fjölbreytni og valfrelsi eykur metnað og gæði.
![]() |
Nýr Hjallastefnuskóli í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.9.2008 | 10:37
Gengi forsetaframbjóðenda

Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.9.2008 | 10:02
Öflug uppbygging á háskólastigi - einkarekstur eflir þjónustuna
Tölurnar tala sínu máli og er Ísland með um 33% hærri útgjöld til fræðslumála en OECD að meðaltali. Þá ber að geta þess að landsframleiðsla Íslands er mjög mikil á íbúa.
Ein helsta ástæða þessarar hækkunar er sú mikla aukning sem hefur orðið á nemendum á háskólastigi.
Einkareknir háskólar hafa verið innspýting í háskólastarfið í landinu og bætt valfrelsi og bætt gæði með samkeppni.
Þetta hefur gerst undir stjórn Björns Bjarnasonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Af hverju eru menn svo hræddir við að fá einkaaðila inn í þjónustu eins og nú er talað um frumvarp heilbrigðisráðherra?
![]() |
Ísland ver mestu til skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 17:23
Þingið óvinsælla...
Laun heimsins eru vanþakklæti, eða það gætu þingmenn sumir hverjir hugsað. Forseti Bandaríkjanna er með 30.4% stuðning (job approval) en þingið er með 17.8% og eru því aðeins hálfdrættingar á við W. Bush í vinsældum.
73% eru óhressir með þingið. Er nema von að fólk kalli á breytingar hvar í flokki sem það stendur?
President Bush Job Approval
RCP Average
Approve30.4
Disapprove65.8
Spread -35.4
Congressional Job Approval
RCP Average
Approve17.8
Disapprove73.8
Spread -56.0
7.9.2008 | 19:57
Silfrið á ný
Fyrir áhugamenn um stjórnmál er kærkomið að fá Silfur Egils eftir sumarfrí. Þátturinn er helsti vettvangur fyrir umræðu um samfélagsmál á landinu og Egill í sérflokki.
Það var vel til fundið hjá Agli að fá Jónas Haralz í lykilhlutverki enda einn reyndasti fjármálaspekingur þjóðarinnar.
Afstaða Jónasar er skýr; við eigum að sækja um aðild að ESB og bíða með stóriðju.
Efnahagsmálin eru mál málanna og sýnist sitt hverjum.
Eitt eru þó allir sammála um; verðbólgan verður að minnka og það með fleiri ráðum en hækkun stýrivaxta.
Ríkisfjármálin skipta hér miklu máli, ekki síst rekstrarþátturinn.
Ríkisstjórnin hefur ærin starfa í vetur en mér sýnist stjórnarandstaðan vera ansi klofin, ekki síst í virkjannamálum. Reyndar virðist VG vera tvístígandi og jafnvel tvísaga hvað varðar rennslisvirkjanir eins og Guðni Ágústson benti á og uppskar eftirminnileg ámæli Steingríms J. Sigfússonar.
Það er að minnsta kosti engin ástæða til að vænta lognmollu í vetur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
7.9.2008 | 10:38
Hvað varð um faglegu ferlana?
Mér sýnist að Þórunn Sveinbjarnardóttir geti ekki farið með úrskurðarvald í málum Bjallavirkjunar eftir þessa yfirlýsingu. Kannski vildi hún það til að þurfa ekki að fjalla málið?
Mikil áhersla hefur verið á undanförnum árum og áratugum að auka og efla faglegan þá stjórnsýslunnar. Það hefur tekist að gera hana hlutlægari.
Nýlega hefur umhverfisráðherra úrskurðað með misvísandi hætti um heilstætt umhverfismat á Bakka og í Helguvík.
Auðvitað má ráðherrann hafa skoðanir, en er ekki nokkuð langt seilst að útiloka mögueikana fyrirfram?
![]() |
Segir Bjallavirkjun ekki koma til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2008 | 22:20
McCain vinnur á... með Palin
Sumir hafa líkt Söru Palin við Thatcher og reyndar sagði Michael Reagan sonur Ronalds Reagan að hann hefði séð föður sinn endurfæddan; sem konu. Sara Palin er búin að slá rækilega í gegn á örstuttum tíma. Ræða hennar í fyrradag sló út frábæra ræðu Obama. Og er þá mikið sagt.
Palin hefur verið hædd af mörgum undanfarið. Það hefur ekki stöðvað hana né vinsældir hennar og mælist hún nú vinsælli en bæði McCain og Obama ef marka má Rasmussen Reports (www.rasmussenreports.com)
McCain hefur góða möguleika á sigri þrátt fyrir háan aldur og þrátt fyrir óvinsælt stríð í Írak. Efhahagurinn er í samdrætti og atvinnuleysi er að aukast hratt. Það ætti því að vera auðvelt fyrir Demókrata (sem eru mun fjölmennari) að vinna kosningarnar. Reyndar átti það líka að vera auðvelt árið 2000 og ekki síður 2004.
Obama er mjög sterkur frambjóðandi og það er því með nokkrum ólíkindum að hann sé ekki með öruggt forskot núna 2 mánuðum fyrir kosningar.
![]() |
Metáhorf á ræðu McCain |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.9.2008 | 15:14
Sólarblettir að hverfa?
Eftir hlýtt sumar á Íslandi eru margir á því að nú sé hlýindaskeið framundan. Kanadískur fræðimaður hefur haldið því fram að á næstunni verði hnattkólnun (á plánetum sólkerfisins) vegna þess að sólblettum muni fækka.
http://www.dailytech.com/Solar+Activity+Diminishes+Researchers+Predict+Another+Ice+Age/article10630.htm
Nú eru stjarnfræðingar að skoða sólbletti og ágústmánuður var sérstakur að því leyti að þar var enga sólbletti að sjá!
Hér er línurit sem sýnir sólbletti síðust 400 ár.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2008 | 09:34
Svartir svanir - Taleb, Katrina og CDS á Íslandi
Fátt er jafn augljóslega óalgengt og svartir svanir. Þessa líkingu notar Nassim Nicholas Taleb bók sinni:
"The Black Swan: The Impact of the Highly Improbable"
Katrina er dæmi um slíkt. Gustav kannski. Fjármálakrísan "óvænta" er enn betra dæmi um mikil áhrif óvæntra atburða.
Mæli með henni:
http://www.amazon.com/Black-Swan-Impact-Highly-Improbable/dp/1400063515
![]() |
Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2008 | 17:42
www.ingushetiya.ru er niðri
Skyldi þetta dauðsfall standa í tengslum við það að þessi vefur er nú niðri....?
Network Error... | |
![]() |
Your requested host could not be reached.
![]() |
Lögregla skaut eiganda vefseturs til bana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |