Bankarán Hollenskra stjórnvalda?

eða hvað?
mbl.is Hollensk stjórnvöld þjóðnýta bankastarfsemi Fortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orustan um Ísland

Þegar allt gengur vel sjá fáir vandamálin fyrir. Hjarðhegðun verður til þess að allir sjá ljósið í sólinni og enginn sér það þegar dimmir.

Það sem hver þjóð þarf er forystufólk sem varar við í þenslu og sér fyrir endan á vandanum.
Sumir fræðimenn hafa gengið of langt í að mála skrattann á vegginn á mjög viðkvæmum tímum.

Að mörgu leyti erum við sem þjóð í orustunni um Ísland og þá mega herforingjar aldrei tala í uppgjafatón.


mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varnarbarátta - samstaða er lykilatriði

Margt bendir til að eftirlit með ört stækkandi bönkum og "útrás" hafi verið takmarkað. Að mínu viti þarf að endurskoða eftirlit með fjármálafyrirtækjum og hugsa upp nýtt og sjálfstæðara hlutverk endurskoðenda.

Margir efnahagsreikningar fyrirtækja eru stórir en fullir af "viðskiptavild" sem eigið fé.

Það er rétt hjá forsætisráðherra að bankar heyi núna mikla varnarbaráttu. Á fáum stöðum er hún jafn stíf og hér í dag. Nú er öldin önnur og minnir meira á þá 19. en síðustu áratugi. Peningar eru núna dýrir og ábyrgð stjórnenda mikil.

Á næstu dögum og vikum er brýnast að ná tökum á atburðarrásinni og þar þurfa allir að standa saman. Hér eru mörg tækifæri til verðmætasköpunnar sem þjóðin á að nýta. Fyrst þarf að verja heimilin og fyrirtækin hruni og tryggja að unga fólkið í landinu  velji Ísland áfram.


mbl.is Glitnisaðgerð ekki endapunktur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárlagafrumvarpið

Margt bendir til að fjárlagafrumvarpið kunni að taka breytingum í meðferð Alþingis. Ríkisútgjöld hækka verulega og svo er hallinn meiri en Maastricht leyfir.

Í núverandi ástandi étur verðbólgan eignir heimilanna, vextir þrengja að fyrirtækjum og svo eru það erlendu lánin. Ríkið getur styrkt samfélagið með arðbærum fjárfestingum og framkvæmdum, en útþensla stjórnkerfis og aukinn rekstrarkostnaður orkar tvímælis. Þá hlýtur það að vera umdeilanlegt hvort rétt sé að hækka álögur vegna bifreiða, eldsneytis, tóbaks og áfengis, enda eru þessar vörur að stórhækka vegna gengisbreytinganna. Þessir liðir koma allir inn í verðbólguna sem ríkisstjórnin er að kljást við.

Fjárlögin hljóta að beinast að því að ná tökum á verðbólgunni ekki satt?

Svo er stóra spurningin: Eru forsendurnar óbreyttar eftir tíðindi síðustu daga?


Hlutabréf í íslenskum bönkum hjá Bloomberg

Það er athyglisvert að sjá lista Bloomberg yfir veltu mestu hlutabréfin þessa dagana. Landsbanki, Glitnir, Kaupthing og Straumur eru þar meðal efstu fyrirtækja:

 

EUROPE MOST ACTIVE BY VOLUME
 PRICE% CHANGEVOLUME
UNICREDIT SPA2.918.58377592626
LANDSBANKI ISLAN20-1.96353450775
VODAFONE GROUP125.051.92287368850
GLITNIR BANKI HF4.672.64241308575
ROYAL BK SCOTLAN1800.56178618921
HBOS PLC148.124.18166718283
TELECOM ITALIA S1.050.01129113866
BP PLC4640.00120730956
LLOYDS TSB GROUP25010.38112621314
STRAUMUR-BURDARA7.82-6.35111132738

 

 


O tempora o mores

Staðlar og fátækir lækka lánshæfi ríkis og ríkisbanka. Það er að segja Glitnis.
Ríkisjóðir sjóða björgunarsúpur sem hluthafar súpa um víða veröld.

Glitnir farinn.

Hver er næstur?


mbl.is Lækka einkunn Glitnis og ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lánakaup ríkisins

Nú er útlit fyrir um að þverpólítísk sátt hafi náðst í Washington um uppkaup bandaríska ríkisins á vondum lánum. Heildarkostnaður má vera 700 þúsund milljónir dala.

Til að glöggva sig á stærðinni er ágætt að kíkja á samanburð við fyrri "beilát" sögunnar sem skoða má hér.

Það er athyglisvert að þetta frumvarp er rökstutt sem fjárfestingaraðgerð en ekki eyðsla ("not a spending program").

Nú er að sjá hvernig morgundagurinn verður...

...og svo hlýtur að vera eitthvað fréttnæmt af Fróni.


Fortis að falla?

Sögusagnir um að Fortis bankinn sé að falla ganga nú manna á milli. Staða Fortis hefur þótt sterk, en ef eitthvað er að marka síðustu vikur getur verið stutt frá svona orðrómi yfir í gjaldþrot. Þannig var það með Norhern Rock, Bear Stearns, Lehman Brothers, Freddie, Fannie og AIG.

fortis

Lækkun hlutabréfa og óttinn gera svona sögur oft að raunveruleika.

Fortis er fyrsti stóri evrópski bankinn  sem lendir í þessu en hann er með höfuðstöðvar í Belgíu.

Þetta eykur pressuna í Washington.


Styrkur Kaupþings

Þrátt fyrir erfitt árferði er Kaupþing í sóknarhug. Það er styrkur Kaupþings að geta lækkað vexti með þessum hætti. Það er líka styrkur að fá nýjan öflugan hluthafa inn á erfiðum tímum þegar slegist er um hlutafé í alþjóðabönkum.
mbl.is Kaupþing lækkar vexti á íbúðalánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er gott að viðurkenna mistök

Það er sagt að styrkleikamerki að þekkja veikleika sína. Afneitun er alltaf slæm.

Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á hrós skilið fyrir að ganga fram fyrir skjöldu og viðurkenna það sem aflaga hefur farið. Enginn getur verið ánægður með 14% verðbólgu og fallandi gengi krónu. Með því að viðurkenna það sem aflaga hefur farið er hægt að takast á við vandann.

Með því að horfast í augu við staðreyndir getum við tekist á við vandann.
Eins og Illugi bendir á er mikilvægt að ná böndum á ríkisrekstrinum, enda þarf ríkið - og reyndar sveitarfélög líka -  að ganga á undan til að ná tökum á verðbólgunni. Óþarfa útgjöld ættu menn að forðast eins og heitan eldinn.  

Annars er hætta á aframhaldandi eignarýrnun heimilanna og gjaldþrotum fyrirtækjanna.


Árborg getur gert betur

Niðurstöður könnunar Gallup eru sláandi skýrar. Þegar efstu sveitarfélögin eru skoðuð kemur í ljós að þar er hreinn meirihluti eins flokks; það er að segja Sjálfstæðisflokks í Seltjarnarnesi, Garðabæ, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum og svo hreinn meirihluti Samfylkingar í Hafnarfirði sem mælist í fimmta sæti.

Sveitarfélögin tvö sem neðst mælast; Reykjavík og Árborg hafa bæði þurft að þola óvinsæl meirihlutaskipti á tímabilinu en þess ber að geta að þegar könnunin er gerð er Ólafur F. Magnússon borgarstjóri  í Reykjavík.

Ekki virðist vera skýr fylgni milli þess hvort sveitafélag sé stórt eða lítið, vaxandi eða með fólksfækkun.  Þjónustan er þess vegna það sem menn eru í raun að mæla og styrkir það trúverðugleika könnunarinnar.

Árborg á að vera miklu ofar að mínu mati og er þar verk að vinna.


mbl.is Minnsta ánægjan með þjónustu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki algalið hjá Helga...

Sú hugmynd að selja virkjanir hljómar ekki vel á sama tíma og frjáls markaður er að missa trúverðugleika sinn í einhverri mestu ríkisvæðingu sögunnar. Víst er að margir hrökkva við þessa hugmynd í fyrstu. 

Hugmyndin sem Helgi reifar byggir á því að mannvirkin séu seld tímabundið eða til jafns við gildistíma raforkukaupasamnings. Vatnsréttindin verði áfram í eigu Landsvirkjunar. Þetta er í raun framvirkur samningur sem gæti losað um sjaldséðan og eftirsóttan gjaldeyri með hagstæðari hætti en á almennum skuldabréfamarkaði. Raforkusamningar eru í erlendri mynt sem sárvantar í íslenskt hagkerfi í dag.

Kannski þarf ríkið að feta þessa leið á næstu misserum?


mbl.is Sóknarfæri að selja virkjanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Selfoss á uppleið...

Þetta segir nokkuð hve miklir kraftar voru á ferð. Tröllaukin orka jarðarinnar er að verki í Suðurlandsskjálfanum sem nú er sem betur fer að baki án alvarlegra slysa. Selfoss er greinilega á uppleið...
mbl.is Selfoss færðist í skjálftanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostnaður við utanríkisráðuneytið

Á erfiðum tímum er mikilvægt að ríkið og sveitarfélög fari hóflega með skattfé. Mér sýnist utanríkisráðuneytið fara með um milljarð á mánuði á þessu ári eða 12 milljarða á árinu.

Ekki er líklegt að seta í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna verði til að lækka útgjöldin.

Læknar eru nú að fara fram á hækkun launa. Aðrar stéttir fylgja eftir. Verðbólgan er víða.

Er ekki sóknarfæri að skera þarna niður?


mbl.is Tala fyrir framboði Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögin sem eiga að bjarga heiminum frá fjármálahruni:

Hér eru drögin sem Bush stjórnin lagði fyrir þingið fyrir helgi:

LEGISLATIVE PROPOSAL FOR TREASURY AUTHORITY

TO PURCHASE MORTGAGE-RELATED ASSETS

Section 1. Short Title.

This Act may be cited as ____________________.

Sec. 2. Purchases of Mortgage-Related Assets.

(a) Authority to Purchase.--The Secretary is authorized to purchase, and to make and fund commitments to purchase, on such terms and conditions as determined by the Secretary, mortgage-related assets from any financial institution having its headquarters in the United States.

(b) Necessary Actions.--The Secretary is authorized to take such actions as the Secretary deems necessary to carry out the authorities in this Act, including, without limitation:

(1) appointing such employees as may be required to carry out the authorities in this Act and defining their duties;

(2) entering into contracts, including contracts for services authorized by section 3109 of title 5, United States Code, without regard to any other provision of law regarding public contracts;

(3) designating financial institutions as financial agents of the Government, and they shall perform all such reasonable duties related to this Act as financial agents of the Government as may be required of them;

(4) establishing vehicles that are authorized, subject to supervision by the Secretary, to purchase mortgage-related assets and issue obligations; and

(5) issuing such regulations and other guidance as may be necessary or appropriate to define terms or carry out the authorities of this Act.

Sec. 3. Considerations.

In exercising the authorities granted in this Act, the Secretary shall take into consideration means for--

(1) providing stability or preventing disruption to the financial markets or banking system; and

(2) protecting the taxpayer.

Sec. 4. Reports to Congress.

Within three months of the first exercise of the authority granted in section 2(a), and semiannually thereafter, the Secretary shall report to the Committees on the Budget, Financial Services, and Ways and Means of the House of Representatives and the Committees on the Budget, Finance, and Banking, Housing, and Urban Affairs of the Senate with respect to the authorities exercised under this Act and the considerations required by section 3.

Sec. 5. Rights; Management; Sale of Mortgage-Related Assets.

(a) Exercise of Rights.--The Secretary may, at any time, exercise any rights received in connection with mortgage-related assets purchased under this Act.

(b) Management of Mortgage-Related Assets.--The Secretary shall have authority to manage mortgage-related assets purchased under this Act, including revenues and portfolio risks therefrom.

(c) Sale of Mortgage-Related Assets.--The Secretary may, at any time, upon terms and conditions and at prices determined by the Secretary, sell, or enter into securities loans, repurchase transactions or other financial transactions in regard to, any mortgage-related asset purchased under this Act.

(d) Application of Sunset to Mortgage-Related Assets.--The authority of the Secretary to hold any mortgage-related asset purchased under this Act before the termination date in section 9, or to purchase or fund the purchase of a mortgage-related asset under a commitment entered into before the termination date in section 9, is not subject to the provisions of section 9.

Sec. 6. Maximum Amount of Authorized Purchases.

The Secretary’s authority to purchase mortgage-related assets under this Act shall be limited to $700,000,000,000 outstanding at any one time

Sec. 7. Funding.

For the purpose of the authorities granted in this Act, and for the costs of administering those authorities, the Secretary may use the proceeds of the sale of any securities issued under chapter 31 of title 31, United States Code, and the purposes for which securities may be issued under chapter 31 of title 31, United States Code, are extended to include actions authorized by this Act, including the payment of administrative expenses. Any funds expended for actions authorized by this Act, including the payment of administrative expenses, shall be deemed appropriated at the time of such expenditure.

Sec. 8. Review.

Decisions by the Secretary pursuant to the authority of this Act are non-reviewable and committed to agency discretion, and may not be reviewed by any court of law or any administrative agency.

Sec. 9. Termination of Authority.

The authorities under this Act, with the exception of authorities granted in sections 2(b)(5), 5 and 7, shall terminate two years from the date of enactment of this Act.

Sec. 10. Increase in Statutory Limit on the Public Debt.

Subsection (b) of section 3101 of title 31, United States Code, is amended by striking out the dollar limitation contained in such subsection and inserting in lieu thereof $11,315,000,000,000.

Sec. 11. Credit Reform.

The costs of purchases of mortgage-related assets made under section 2(a) of this Act shall be determined as provided under the Federal Credit Reform Act of 1990, as applicable.

Sec. 12. Definitions.

For purposes of this section, the following definitions shall apply:

(1) Mortgage-Related Assets.--The term “mortgage-related assets” means residential or commercial mortgages and any securities, obligations, or other instruments that are based on or related to such mortgages, that in each case was originated or issued on or before September 17, 2008.

(2) Secretary.--The term “Secretary” means the Secretary of the Treasury.

(3) United States.--The term “United States” means the States, territories, and possessions of the United States and the District of Columbia.

 

Nýjustu fréttir herma að Demókratar vilji bæta við þessi lög aðstoð til húseigenda í vanskilum.
Eins og svo oft eru stjórnmálamenn sammála um að "verja fjármunum" til "góðra mála"

Nú er að sjá hver talan verður að lokum....


mbl.is Biðja um 700 milljarða dollara fjárveitingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur

Það er ekki annað hægt en að óska Vestmanneyingum til hamingju með sigurinn. Það er þó ekki síður ástæða til að benda á frábæran árangur Selfoss í deildinni en félagið fór upp um deild síðast og áttu fáir von á því að félagið væri í toppbaráttunni. Sú var raunin í allt sumar.

Þegar horft er á úrslitin er ljóst að ÍBV, Stjarnan og Selfoss skera sig úr. Þá er Selfoss með flest mörk og sýnir það vel hvernig sóknarbolta liðið lék.

Hér er svo lokataflan sem sýnir þetta ágætlega: 

         L  U J T          Mörk             Stig
1.ÍBV22162443:1750
2.Stjarnan22145347:2247
3.Selfoss22144454:3646
4.KA2295831:2732
5.Víkingur R.2285932:3029
6.Haukar22841036:4228
7.Leiknir R.22751033:4026
8.Þór22741131:4225
9.Fjarðabyggð2259831:3724
10.Víkingur Ó2259819:2924
11.Njarðvík22471126:4219
12.KS/Leiftur22191217:3612

 

Í gær var árangrinum fagnað á árlegu slútti í Hótel Selfoss. Ég er viss um að Selfoss fer upp næst enda hugur í fólki. Nú þarf að tryggja stuðning og aðstöðu til jafns við árangur og íþróttastarf.


mbl.is ÍBV fagnar sigri í 1. deild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðustu dagar W

Síðustu dagar George W. í embætti ætla að verða sögulegir. Fjármálakreppan er einstök og bandaríkjastjórn fer þá leið að koma ákveðnum fjármálafyrirtækjum til bjargar.

Nú berast fréttir af mögulegri yfirtöku slæmra húsnæðislána. Það væri aðgerð sem ekki á sinn líka.

....svo eru bílaframleiðendurnir eftir....


mbl.is Bush fundar með ráðgjöfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kapítalisminn er í kreppu - kommúnisminn til bjargar?

Kínversk yfirvöld eru nú ein helsta von ýmissa bankastofnanna. Ríkisvæðingin er á fullu. Í dag er verið að ræða um kaup kínverja á stórum eða öllum hlut Morgan Stanley. Á sama tíma ætlar China Investment Corp. sem er "ríkissjóður" með 200 milljarða dala í umsýslu að kaupa hlut í nokkrum stærstu bönkum Kína sem skráðir eru á hlutabréfamarkað og reyna að rétta af 60% lækkun það sem af er ári. 

Kína hefur verið með jákvæðan vöruskiptajöfnuð við BNA um talsvert skeið og á sama tíma verið iðið við að kaupa ríkisskuldabréf. Þannig hefur Kína lækkað vöruverð (minnkað verðbólgu) í BNA og fjármagnað hallarekstur ríkisins. Nú þegar eyðsluklóin ameríska er búin að taka út "eigið fé" sitt úr húsnæðinu og bankahrun er í algleymingi er það kínverska ríkið sem hleypur undir bagga. Kína þarf á BNA að halda eins og BNA þarf á Kína að halda.

Ógnarjafnvæginu er ekki haldið uppi með kjarnorkuvá heldur skuldum og viðskiptahalla. 

Kapítalisminn er í kreppu. Kommúnisminn kemur til bjargar! 

Hver hefði trúað því?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband