Sönnun þess að Mickael Moore er smekklaus tækifærissinni

Moore hefur atvinnu sína af því að gera pólítískar heimildarmyndir og notar hvert tækifæri til að auglýsa þær. Fellibylir eru dauðans alvara og því engin ástæða fyrir nokkurn mann að fagna þeim.

Ekkert frekar en menn myndu hér á landi fagna snjóflóðum, jarðskjálftum eða eldgosum.


mbl.is Segir Gústav sönnun þess að Guð sé til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm barna móðir varaforsetaefni McCain

Sarah Palin verður að öllum líkindum varaforsetaefni McCain. Sarah er 5 barna móðir frá Alaska og hefur verið ríkisstjóri þar. Reyndar verður hún þá eini frambjóðandi stóru flokkanna sem hefur stjórnað ríkissjórn þar sem allir hinir (McCain, Obama og Biden eru þingmenn).

Sarah Palin lísir sjálfri sér sem "hockey-mom" með tilvísun til "soccer-moms".

Ég er ekki frá því að McCain hafi hér valið betur en Obama.

 


Sögulegur dagur

Fyrir 45 árum hélt MLK fræga ræðu og nú er komið að Barack Obama að halda sögulega ræðu er hann tekur við útnefningu sem forsetaefni Demókrata.

Talið er að um 80 þúsund manns muni vera á íþróttaleikvangi í kvöld að hlusta á Obama.

Sá forseti sem síðast hélt "acceptance" ræðu utandyra var JFK. Þá hlýddu um 40 þúsund manns á ræðuna á staðnum.

Það er vel við hæfi hjá McCain að samfagna þessum merku tímamótum.

Spennan fer vaxandi fyrir forsetakosningarnar sem eru í nóvember. McCain virðist vera á siglingu þrátt fyrir að Demókratar séu vinsælli og fleiri. Þá er Georg W. Bush mjög óvinsæll og samdráttur er í efnahagslífinu. Já og svo er fellibylurinn Gustav sem minnir óþægilega á Katrina...Samt sem áður nær frambjóðandi Rebúblíkana að halda í við Obama í könnunum.

Svo er það spurningin um varaforsetaefni McCain. Skyldi hann ná að koma fólki á óvart?


mbl.is McCain hrósar Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurbjörn Einarsson

Fyrir mér var Sigurbjörn Einarsson alltaf Biskup þjóðarinnar. Frá því ég var strákur og fram á fullorðinsár mín var Sigurbjörn Biskup Íslands. Ræður hans og predikanir voru innihaldsríkar og manneskjulegar. Alla tíð fram á þennan dag var hann afkastamikill og áhrifamikill. Það er sjónarsviptir fyrir íslenska þjóð að missa hann, en ævistarfið lifir; mikið, margþætt og merkilegt.

Ég votta aðstandendum samúð mína. Blessuð sé minning Sigurbjörns Einarssonar.


Árborg missti af eigin sýningu

Mánuði eftir síðustu kosningar lagði Þorsteinn G. Þorsteinsson formaður Landbúnaðarnefndar Árborgar fram tillögu um landbúnaðarsýningu árið 2008.

“ Landbúnaðarnefnd Árborgar leggur til við Sveitarfélagið Árborg að halda landbúnaðarsýningu á árinu 2008. Þá verða 50 ár síðan sýningin 1958 var haldi og 30 ár síðan sýningin 1978 var haldin. Aðeins einu sinni hefur verið haldin landbúnaðarsýning síðan, í Reykjavík 1987. Lagt er til að sveitarfélagið vinni að undirbúningi sýningarinnar með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi, þ.e. Búnaðarsambandi Suðurlands, Landbúnaðarstofnun, Landbúnaðarháskóla, Landbúnaðarráðuneyti og fleiri aðilum tengdum landbúnaði. Nauðsynlegt er að hefjast strax handa og skipa starfshóp með aðilum landbúnaðarins á Suðurlandi og fulltrúum sveitarfélagsins til að sjá hvort þetta verði gerlegt.”

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Hálfu ári síðar sprengdi Framsóknarflokkurinn samstarfið við D-listann og stofnaði til þriggja flokka samstarfs með VG og Samfylkingu.

Ekki varð framhald á hugmyndum á að halda landbúnaðarsýningu á Selfossi, en menn tóku boltann áfram og fóru í undirbúning að landbúnaðarsýningu..... á Hellu.


mbl.is Landbúnaðarsýningin vel sótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason í HR

Í gær var ég í tíma hjá Gerard Seijts í Háskólanum í Reykjavík í MBA náminu. Kennt er með dæmum (cases) og var fjallað hér um breytingar í lögreglumálum undir stjórn dómsmálaráðherra. Karl Steinar Valsson stundaði MBA nám í HR og vann að þessu dæmi fyrir Gerard og Ivey háskólann í Kanada. Til að standa fyrir svörum voru þeir Björn Bjarnason, Stefán Eiríksson og Sveinn Magnússon sem var formaður landssambands lögreglumanna á þeim tíma sem dæmið tekur til. Breytingarnar fólu meðal annars í sér fækkun á lögregluembættum úr þeim 26 sem þau voru í upphafi. Markmið Björns var að fækka þeim í 5-7 en farin var millileið í upphafi breytinga. Nú standa yfir frekari breytingar sem hníga að upphaflegu markmiði um fá og sterk embætti.

Bekkurinn var mjög áhugasamur (eins og oft vill verða) og var fróðlegt að heyra svör frá ólíkum sjónarhornum þeirra Björns, Stefáns og Sveins. Björn lýsti vel hvernig hann kortlagði hagsmunaaðila og hvernig hann vann að því að ná fram sínum markmiðum. Björn fjallar um heimsóknina í dagbók sinni eins og lesa má hér

Vel kann að vera að dæmið verði kennt annars staðar er aldrei að vita nema breytingar í skipan lögreglumála á Íslandi verði kennslubókardæmi um breytingar og leiðtogavinnu annars staðar en í Háskólanum í Reykjavík.


Til hamingju með Ólympíusilfrið!

Silfur er sigur. Þetta er sennilegast mesti árangur Íslendinga í íþróttum fyrr og síðar.

Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu sigurliði Íslands í Peking. Líkamlega og tæknilega eru þeir frábærir, en það sem mér fannst eftirtektarverðast var hvernig þeir voru innstilltir andlega. Það var þeirra sterkasta vopn. Einbeitingin var algjör eins og sást vel í sögulegum sigurleik gegn Spáni.

Í dag eru allir stoltir af því að vera Íslendingar.


Veruleg lækkun - nú er að halda verðbólgunni niðri

Þetta eru gleðifréttir (þótt þær falli í skuggann fyrir handboltasigrinum).
Eldsneytisverð er eitt af því sem verðbólgubálið nærist mest á.
Þetta er því kærkomin lækkun fyrir þá sem nota bíl (nær allir), þá sem kaupa vörur sem fluttar eru (allir) og þá sem eru að fá á sig verðbólguna í formi verðbóta (mjög margir).

Nú ríður á að menn haldi vöku sinni ásamt því að stjórnvöld á öllum stigum séu samtaka í að auka verðmæti útflutningstekna okkar.

Það ber að hrósa því sem vel er gert.


mbl.is Eldsneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnaður sigur

Landsliðið náði ótrúlegum árangri. Það er stórkostlegt að sjá þennan mikla árangur og sem betur fer voru væntingarnar ekki of miklar hjá almenningi og því er þetta enn sætari sigur.

Það verður spennandi að fylgjast með úrslitaleiknum á Sunnudagsmorgni, en eitt er víst; Ísland er í verðlaunasæti.

Til hamingju...


mbl.is Íslenska þjóðin fagnar sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Selfoss!

Selfoss lagði Njarðvík 4-1 í kvöld og er nú með 40 stig í öðru sæti. Þetta er frábær árangur hjá strákunum en þetta er fyrsta árið í 1. deild og stefnir að óbreyttu í það að liðið verði komið í úrvalsdeild áður en langt um líður. Alveg frábært.

Nú er það svo að margt þarf að bæta í aðstöðu í íþróttamálum á Selfossi enda kallar fjölgun íbúa á slíkt. Ef sú verður raunin að Selfoss fer upp um deild þarf aðstaðan að vera í takt við það sem KSÍ gerir kröfur til. Ekki er langt síðan bæjarstjórnarmeirihlutinn vildi byggja upp í svokallaðri Eyðimörk við flugvöllinn en nú hefur verið horfið frá því. Ekkert fjölnota íþróttahús er hér og svo þarf að skoða áhorfastúku svo dæmi séu tekin.

Af þessum sökum lagði ég fram fyrirspurn í bæjarráði um knattspyrnuaðstöðu:

Lögð var fram svohljóðandi fyrirspurn um knattspyrnuaðstöðu:

Hvernig hefur sveitarfélagið undirbúið aðstöðumál vegna knattspyrnu við Engjaveg?
Frábær árangur UMF Selfoss í 1. deild knattspyrnu karla vekur vonir um að félagið leiki í úrvalsdeild innan skamms. Eins og kunnugt er gerir KSÍ ákveðnar kröfur til aðstöðu og er því eðlilegt að fram komi á hvern hátt sveitarfélagið hefur undirbúið aðstöðumál við Engjaveg í samræmi við kröfur KSÍ.

Lagt var fram eftirfarandi svar í morgun:
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 13.03.08 tillögu um að endurnýja knattspyrnuvöllinn á íþróttasvæðinu við Engjaveg á Selfossi. Jafnframt kemur fram í tillögunni að fara skyldi „fram nánari útfærsla svæðisins í góðu samráði fulltrúa sveitarfélagsins og fulltrúa íþróttahreyfingarinnar...." og skipaður „...samráðshópur sem vinni með hönnuðum. Hópinn skipi íþrótta- og tómstundafulltrúi Árborgar, framkvæmdastjóri Framkvæmda- og veitusviðs, formaður ÍTÁ og einn fulltrúi tilnefndur af stjórn UMFS", eins og fram kemur í fundargerð. Á fundi samráðshópsins komu til álitsgjafar margir fulltrúar knattspyrnudeildar Umf. Selfoss og lauk vinnu hópsins með því að óskum knattspyrnudeildarinnar um tímasetningar og röð framkvæmda var fylgt og skrifað undir viljayfirlýsingu um það hvernig staðið yrði að málum.

Vonandi verður sómasamlega staðið að málunum enda má með sanni segja að strákarnir okkar séu að vinna stórvirki með árangri sínum.

Áfram Selfoss!

 


Sagan að endurtaka sig?

Rússar hafa endurheimt stolt sitt undanfarið. Þjóðernishyggja hefur farið vaxandi og aldrei hefur þjóðin verið jafn auðug. Moskva er sú borg heimsins sem flestir milljarðamæringar búa (í dollurum talið).

Nú virðist traust á milli Vesturlanda og Rússa fara ört þverrandi.

Skyldi sagan endurtaka sig?


mbl.is Munu ekki líða nýtt járntjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hanna Birna nýtur stuðnings - Dagur dalar

Það er ljóst að Hanna Birna hefur styrkt stöðu sína umtalsvert en innan við helmingur kjósenda (44%) vill sjá Dag sem borgarstjóra. Í janúar komst Hanna Birna varla á blað þannig að hún er greinilegur hástökkvari könnunarinnar og það er hin raunverulega frétt. Það er fróðlegt að bera þetta saman við stuðning við borgastjórnarmeirihlutann í könnun Fréttablaðsins. Þar eru eingöngu 26% sem styðja minnihlutann og 74% sagðir styðja meirihlutann. Sem sagt aðeins 44% af þeim 74% kjósenda sem sagðir eru styðja minnihlutann styðja Dag B. Eggertsson. Heil 30% kjósenda sem sagðir eru styðja minnihlutann vilja annan borgarstjóra og fær Hanna Birna stuðning 6% þeirra eða 12. hvern "stuðningsmann minnihlutans. Ég spái því að stuðningur við Tjarnartríó Dags, Svandísar og Ólafs F. muni minnka og stuðningur við Hönnu Birnu aukast enn frekar.
mbl.is Þriðjungur styður Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarmið Rússa

Ég þekki ágætt fólk í Moskvu og fékk meðal annars tölvupóst frá einum í fyrradag sem. Þar spyr hann mig hvernig mér finnist ástandið. Ég upplýsi hann um fréttaflutning á CNN, Fox, Sky og hér á mbl.is - Þá "leiðréttir" hann mig og segir

"At the moment we are not in georgia, we are on the boarder of it.
Georgia presenting a wrong info to the massmedia in order to get
faster to the EU."

Nú hafa sífellt fleiri staðfest viðveru og verk rússneska hersins innan landamæra Georgíu. Og það eftir að undirritað var vopnahlé.

Svona getur sjónarmið eins aðilans verið ólíkt fréttum þeim sem við horfum upp á.


mbl.is Fréttamaður skotinn í útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DB, VGSFB, DF og svo nú aftur: DB

Þá er hringnum lokað.

Samstarf D&B lista tók við af R-listanum. REI kallaði fram Tjarnarkvartettinn í 100 daga.
Þá kom Ólafur F.

Nú hafa borgarfulltrúar fært sig í fyrsta mynstrið: D og B.
Vonandi gengur þeim vel.

Hvað skyldi ákveðið með Bitru?


mbl.is Fjórir borgarstjórar á launum á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meirihlutaskipti og málskotsréttur íbúanna

Nú er komið að fjórða meirihlutanum í Reykjavík á þessu kjörtímabili. Borgarstjórar hafa verið 3 síðustu 2 árin. Allir starfað stutt og í raun er enginn að fara vel út úr svona sveiflum. Í öllu falli ekki íbúarnir.

Þó Reykjavík hafi verið mest í umræðunni þá hefur verið bent á að sjaldan hafi verið eins mikið um að meirihlutasamstarf í sveitarstjórn springi eins og á þessu kjörtímabili.

Í Árborg hafa 3 bæjarstjórar verið á launum að hluta síðustu 2 árin. Sá meirihluti sem nú situr hefur átt erfitt með að taka ákvarðanir og lítið hefur gerst frá því að hann tók við stjórnartaumunum fyrir nítján mánuðum síðan. Segja má að þar sé í raun sá meirihluti B og S lista sem var hafnað í síðustu kosningum en fékk framhaldslíf með stuðningi VG. Það má virða það við meirihlutann í Árborg að það er sjálfsagt erfitt að ná saman um mál þegar VG, Framsókn og Samfylking koma að málum. Meirihlutinn hefur til að mynda 2 bæjarráðsmenn af 3 en framboðin eru jú einu fleiri eða þrjú sem standa að meirihlutanum í dag.

Sumir hafa bent á nýverið að kannski sé lýðræðinu hollara að hægt sé að boða til kosninga við meirihlutafall. Þingrofsrétturinn er hjá forsætisráðherra en í sveitarstjórn er engum slíkum rétti til að dreifa. Það hlýtur að vera lýðræðislegt að hægt sé að skjóta málinu til kjósenda eins og þingrofsrétturinn býður upp á.

Dæmi um málskot er að finna til dæmis í Kalíforníu en þar geta íbúar krafist aukakosninga um ríkisstjóra eins og frægt varð þegar Gray Davis var felldur af Arnold Schwarzenegger.

Þessir atburðir sem nú hafa átt sér stað á kjörtímabilinu kunna að verða til þess að menn hugi að málskoti til kjósenda með rétti til nýrra kosninga.


Glæsilegur árangur

Selfoss er nýkomið í deildina og er nú í toppbaráttunni. Þetta er glæsilegur árangur og nú þurfa menn að vera þess fullbúnir að Selfoss fari í úrvalsdeild. . .
mbl.is Selfoss í humátt á eftir ÍBV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstaða um Suðurlandsveg

Það er ekki rétt að sveitarfélögin á Suðurlandi séu beinlínis að tefja málið. Hitt er rétt að það þarf að hraða umhverfismati og öðrum þáttum eins og kostur er á.

Það er aðeins stutt síðan að ákveðið var að fara í 2+2. Áður hafði ríkisvaldið og Vegagerðin haldið sig við 2+1 og samstaða var ekki næg um tvöföldun.

Tuttugu og sexþúsund skrifuðu svo undir áskorun á þingið fyrir jólin 2006 sem við Hannes Kristmundsson afhentum ásamt sveitarstjórnarmönnum á Suðurlandi og í kjölfarið var svo ákveðið að ráðast í 2+2 veg milli Selfoss og Reykjavíkur.

Ekkert mál skiptir Sunnlendinga eins miklu máli og bættar samgöngur um Suðurlandsveg. Allar tafir eru ólíðandi og vonandi verður ráðist í framkvæmdir á kaflanum milli Hveragerðis og Selfoss eins fljótt og verða má.

Lausnin felst þó ekki í að benda á hvern annan heldur að leysa þau mál sem óleyst eru.


mbl.is Sveitarfélög tefja vegabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill sigur

Eftir að hafa sigrað Rússa kom þessi sigur eins og himnasending. Þetta er frábær árangur. Enn og aftur sannast hvað Íslendingar geta náð langt í handbolta. Leikurinn var spennandi enda ótrúlegt að ná þessum sigri eftir að vera undir í upphafi.

mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband