Tími til að breyta

Um næstu helgi er tækifæri til breytinga.

Valið er skýrt: Óbreytt ástand húsnæðiskreppu og samgönguvanda eða aukið framboð á hagstæðum byggingarsvæðum og stórátak í samgöngumálum. Höfuðborgin hefur sofið á verðinum og verið aðal gerandi í húsnæðisskorti með því að útvega ekki lóðir. Það litla sem hefur verið byggt hefur fyrst og fremst verið á lóðum bankanna.

Borgin hefur verið með fyrirætlanir sem hafa ekki gengið eftir. Þessu viljum við breyta strax að loknum kosningum.

Einfalda stjórkerfið og spara þar fjármuni sem nýtast í þjónustu við íbúana. 

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50%. Það er mikil kjaraskerðing fyrir þá sem kaupa eða þurfa að leigja íbúð. Leggst þyngst á láglaunafólk. 

Útsvarið er hæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það leggst á laun fólks. - Fasteignaskattar hafa hækkað um 50%. Það vegur þungt. 

Þessu ætlum við að breyta á fyrstu 100 dögum eftir kosningar. 

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn.

X við D er öruggasta leiðin til að breytt verði um kúrs.
Það er kominn tími til að breyta í borginni. 


mbl.is Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Hann hefur orðið vegna þess að meirihlutinn í Reykjavík hefur vanrækt skyldur sínar að skipuleggja hagkvæmar lóðir.

Búið er að sýna þúsundir af glærum. 
Búið að gefa "vilyrði" fyrir lóðum - oft með fyrirvörum. 
Allt of lítið hefur verið byggt í Reykjavík á síðustu fjórum árum.

Afleiðingarnar eru alvarlegar:

(1) Húsnæðisverð og þar með leiguverð hefur snarhækkað
(2) Sífellt fleira ungt fólk kemst ekki úr foreldrahúsum. 
(3) Fjölgun er meiri í öðrum sveitarfélögum, byggð dreifist og umferð hefur þyngst.

Þrjú dæmi um ástandið í Reykjavík:

(A) 55m2 íbúð kostar 200 þúsund krónur á mánuði í leigu
(B) 10m2 "íbúð" 75 þúsund krónur á mánuði í leigu
(C) Þakíbúð við Hafnartorg mun kosta yfir 400 milljónir til kaups samkvæmt fréttum.

Já 400 milljónir.

Samfylkingin kennir sig við jafnaðarmennsku. Hún hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár.

Við viljum einfalda stjórnkerfið 
- Úthluta hagstæðari lóðum
- Hætta að okra á byggingarrétti
- Skipuleggja Keldur, Örifirisey og BSÍ strax í sumar
- Og að í Reykjavík rísi 2.000 íbúðir á ári

Þannig náum við jafnvægi og Reykjavík verður raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk á ný.

Það er kominn til til að breyta!
XD


Reykjavíkurborg spilar á Hörpu

Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun.

Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu.

Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið.

Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar.

Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu.

Það er falskur tónn í þessari hljómkviðu borgarinnar. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband