Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.4.2009 | 23:47
21 þúsund vilja breytingar á lífeyriskerfinu - vilja færri ESB?
Undirskriftasöfnun Helga í Góu um lífeyrismál skilaði 21 þúsund manns. Vonandi er að Jóhanna Sigurðardóttir taki þetta alvarlega. Fyrir tveimur árum safnaði ég 27 þúsund undirskriftum án auglýsinga þar sem skorað var á Alþingi að tvöfalda Suðurlandsveg. Ég nefni þetta tvennt til samanburðar við þá 10 þúsund sem nú hafa skrifað undir manifesto ESB sinna "sammála" sem hefur verið auglýst víða meðal annars með heilsíðu auglýsingum. Samt eru endurbætur á lífeyriskerfinu ekkert sérstakt kosningamál hjá flokkunum.
Þó ESB sé mikilvægt mál til að ræða brenna önnur og meira aðkallandi mál á fólkinu í landinu. Raunverulegar aðgerðir í þágu heimilanna og fyrirtækjanna á Íslandi þola enga bið. Vonandi tekur ný ríkisstjórn fast á þeim málum.
Eitt er víst að meiri álögur þola heimili og fyrirtækin ekki. Össur Skarphéðinsson á hrós skilið fyrir að taka af öll tvímæli um að skattbyrðar á fyrirtæki eins og kom fram í þættinum "Hvernig á að bjarga Íslandi" sem sýndur var á Stöð 2. VG hafa verið að draga í land með eignaskatta en segja nú "hins vegar fullum fetum að ekki stendur til að leggja eignarskatt á venjulegt fólk og þeirra eðlilegu eignir." Spurningin er hvað er "venjulegt" og "eðlilegt" og hver leggur dóm (og skatt) á það?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2009 | 10:14
Verum ekki sammála um að vera ósammála
Á erfiðum tímum er þörf fyrir samstöðu. Á endanum erum við nefninlega á sama báti - eða að minnsta kosti á sömu eyjunni.
ESB er nú enn og aftur að spretta upp sem klofningsmál enda ganga sjónarmið manna þvert á flokkslínur. Mikil hætta er á að nú fari í hönd óvissa í úrlausnum á meðan tekist er á um ESB málin. Á sama tíma eru fyrirtækin og heimilin að brenna. Vonandi geta stjórnmálamenn í öllum flokkum sammælst um góð mál eftir kosningar.
Heiftin sem einkennir umræðuna núna skilar engu góðu. Það er vel skiljanlegt að margir séu reiðir enda hafa allflestir lent í miklu tjóni. Sjálfstæðismenn eru margir svo reiðir að þeir ætla að skila auðu.
Reiðin er hins vegar varasöm enda gera menn margt í bræði sem þeir annars myndu ekki gera. Það er því mikilvægt að við reynum að vera sammála um það sem við getum verið sammála um en einblínum ekki um of á það sem sundrar íslenskri þjóð.
20.4.2009 | 21:19
Fyrir hvað stendur vinstri stjórnin?
Þeir sátu saman þeir Björgvin G. og Atli Gíslason og voru spurðir um lykilmál eins og álver í Helguvík og ESB. Eins og annar þeirra orðaði það voru þeir "sammála um að vera ósammála". Nýlega samþykkti Alþingi fjárfestingarsamning Norðuráls en stjórnin var klofin og það í margar fylkingar. En stóra málið er ESB:
Björgvin setti VG úrslitakosti. Atli hafnaði þeim í beinni.
Þessir tveir flokkar sitja nú í minnihlutastjórn og sitja áfram í meirihluta ef marka má skoðanakannanir. En hvað ætla þeir að gera þegar þeir eru svona ósammála? Þarf ekki núna samstíga stjórnvöld sem geta tekið ákvarðanir?
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.4.2009 | 10:12
Framtíð Íslands út frá aldurssamsetningu (..og vandi ESB)
Í MBA náminu var hópurinn minn hjá Pedro Videla að skoða framtíð Íslands. Eitt af því sem við skoðuðum var aldursamsetningin og bað ég Hjálmar Gíslason hjá Datamarket að gera aldurstré fyrir Ísland, ESB og Bandaríkin 2008, 2030 og 2050. Myndirnar segja mikið enda er aldursamsetning Íslands og Bandaríkjanna mjög góð útfrá lágum meðaladri og hárri fæðingartíðni (yfir 2). Evrópa er klárlega í miklum vanda þar sem fæðingum hefur snarfækkað. Eina lausn Evrópu er stórfelld aukning ungra innflytjenda en um þá leið er ekki sátt.
Þegar haft er í huga að Ísland er með öfluga lífeyrissjóði (þrátt fyrir allt) en Evrópa er með lífeyrisskuld sem á að greiðast af komandi kynslóðum verður ljóst að staða okkar í þessum mikilvægu efnum er firnasterk og þarna eigum við ekkert sameiginlegt með vinum okkar í ESB. Þetta er eitt af þeim málum sem við þurfum að meta þegar við myndum okkur stefnu til framtíðar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (49)
15.4.2009 | 07:08
Sóknarfæri
Íslendingar ferðast meira innanlands og felast sóknarfæri í því fyrir svæði eins og Árborgarsvæðið. Verslunarbærinn Selfoss hefur hér mikið færi en ekki síður menningartengd ferðamannaþjónusta á Stokkseyri og á Eyrarbakka.
Við fulltrúar D-listans erum með tillögu um að farið verði í markvissa vinnu af hálfu sveitarfélagsins í þjónustu- og ferðamannamálum. Sameiginlegar kynningarmál skipta hér miklu sem og það að byggja á þeim viðburðum sem þegar eru til staðar að sumri og vetri. Jólabærinn Selfoss er hér einn þáttur með jólasveinunum úr Ingólfsfjalli sem og Sumar á Selfossi, Jónsmessuhátíð á Eyrarbakka og Bryggjuhátíð á Stokkseyri. Tillagan verður rædd á bæjarstjórnarfundi í dag - og vonandi verður hún samþykkt samhljóða.
14.4.2009 | 12:41
Stóru viðfangsefni næstu ríkisstjórnar
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2009 kl. 07:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 12:18
Okurvextir - fyrir hverja?
Jón Helgi Egilsson skrifar ágætan pistil þar sem hann veltir fyrir sér rökstuðningi Seðlabankans við ákvörðun stýrivaxta. Eða eins og segir í pistlinum:
"Í gær þegar heimsmet í stýrivöxtum fyrir þjóð á barmi gjaldþrots var réttlætt, spurði Björgvin Guðmundsson blaðamaður MBL, seðlabankastjórann hvernig lægri vextir geta veikt krónuna.
Svarið var stórundarlegt. Blaðamanninum var svarað þannig að Ísland hefði verið með viðskiptahalla s.l. 15 ár - fjármagnað af öðrum ríkjum. Síðan var bætt við: "That debt burden is now being served by the economy".
Virðist manni helst að háir vextir séu eins konar skaðabætur. Eru þetta þá Versalavextir?
Hér má lesa grein Jóns Helga.
9.4.2009 | 17:29
Monsters vs. Aliens
Það var gaman að fara á 3-víddarmynd með krökkunum og hverfa úr hversdagleikanum í veröld skrýmsla og geimvera.
Mæli með bíóferð. ..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2009 | 08:23
Bjarni bregst fljótt og rétt við
Þá ákvað Bjarni ennfremur að upplýsa um alla háa styrki á árinu áður en ný lög um fjármögnun stjórnmálaflokka tóku gildi þó ekki sé nein lagaskylda til þess. Málið var rætt á hjá okkur á fyrsta fundi nýrrar miðstjórnar og var einsýnt að við þessu þyrfti að bregðast skjótt. Mikilvægt er að upplýst sé um alla málavöxtu.
Það er fróðlegt að bera saman þessi vinnubrögð við loðin svör Samfylkingarinnar um hverjir styrktu framboðið.
Svo ekki sé minnst á Framsókn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.4.2009 | 11:26
15,5%
Þegar verðbólgan var sem mest á Íslandi hefði verið hægt að rökstyðja 15,5% stýrivexti en núna þegar samdráttur er gríðarlegur er það furðulegt að stýrivöxtum sé enn haldið í tveggja stafa tölu.
Almennir vextir eru að sjálfsögðu hærri og má hér nefna nýju óverðtryggðu vexti Landsbankans sem eiga að vera með 1,5% álagi á stýrivexti Seðlabankans. Þeir eru þá 17% vextir og næst vaxtaákvarðannadagur verður í sumar.
Mikið lá á að skipta út stjórn Seðlabankans og setja á nýja skipan peningamála. Til hvers?
Því er síðan haldið fram aftur og aftur að þetta sé stefna til að styrkja gengi krónunnar en í staðinn hefur krónan lagst á sóttarsæng og veikst stöðugt frá því.
Þann 28. febrúar var þetta haft eftir bankastjóranum:
"Brýnustu verkefni Seðlabanka Íslands nú snúa að styrkingu krónunnar og endurskipulagningar bankakerfisins." Þetta segir Norðmaðurinn Svein Harald Øygard, nýr bankastjóri Seðlabanka Íslands."
Síðan þá hefur krónan veikst um 13%.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)