Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
30.1.2009 | 19:55
Nú vandast málið...
Oft er spurning um hvað sameini fólk og sama á við um stjórmálaflokka. Nær allir Íslendingar hafa verið á móti "ástandinu" og allir eru sammála um að úr því þurfi að bæta. Spurningin er hins vegar um hvernig eigi að bæta úr því eða með öðrum orðum; "leiðir".
VG og Samfylkingin eru sammála um að gera seðlabankastjóra brottræka þótt slíkt sé ekki heimilt nema með lagabreytingu og væri hér um stærstu pólítísku brottvikningu síðari tíma.
Hvalveiðar hafa ekki stuðning stjórnarinnar - en Framsókn er líkleg til að styðja þær.
Icesave-samkomulag var gert að hluta í fráfarandi ríkisstjórn Samfylkingar en Framsókn vill endurskoða málið.
Þá vill VG endurskoða IMF/AGS prógrammið ef marka má orð varaformanns VG í samtali við Financial Times.
Og svo eru það atvinnumálin þar sem ólík sjónarmið takast á.
Framsókn hefur boðist til að verja stjórnina vantrausti en lofar ekki hlutleysi. Þess vegna er eðlilegt að Framsókn vilji fara yfir tillögur stjórnarflokkanna tilvonandi. Annað væri ábyrgðarlaust.
Kannski kom þetta vinstri flokkunum á óvart, að minnsta kosti var sérkennilegt að heyra verðandi forsætisráðherra boða fundi og blaðamannafundi í dag sem frestuðust fyrst til morguns og verða svo eftir helgi. Kannski.
Nú reynir á...
![]() |
Telur forsendur fyrir stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2009 | 16:17
Jóhanna og Obama
Nú taka þau við Jóhanna og Obama við erfiðar aðstæður í sínum löndum. Bæði brjóta þau blað hvort á sinn hátt en jafnframt eru bundnar gríðarmiklar væntingar til þeirra. Jóhanna hefur vakið heimsathygli vegna kynhneigðar og Barack Obama hefur á sinn hátt látið draum Marin Luther King rætast. Bæði eru þau afar vinsæl og hafa því mikið "pólítískt kapítal" eins og það er kallað til að takast á við erfið verkefni. Bæði vilja þau efla samfélagsþjónustu á sama tíma og minna er um fjármagn. Obama er að vísu nýbúinn að vinna kosningar en Jóhanna er að hefja sína kosningabaráttu fyrir vorið. Þótt ólík séu af mörgu leyti er freistandi að sjá hvað er sameiginlegt með þeim.
Nú er að sjá hvernig til tekst. . .
![]() |
Jóhanna vekur heimsathygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.1.2009 | 20:49
Marx spámaður...
Karl Marx 1867:
"Owners of capital will stimulate the working class to buy more and more of expensive goods, houses and technology, pushing them to take more and more expensive credits, until their debt becomes unbearable. The unpaid debt will lead to bankruptcy of banks, which will have to be nationalized, and the State will have to take the road which will eventually lead to communism. (Das Kapital, 1867)
Hvað varðar skuldir heimilanna hefur spádómurinn rætst.
Á Íslandi eru nú 6 ríkisbankar 3 gamlir og 3 nýir.
Í Bretlandi og í Bandaríkjunum er ríkið að yfirtaka fjármálakerfið að mestu.
Spurning um framhaldið...
27.1.2009 | 14:19
Augu og eyru heimsins eru á Íslandi
Mikið er fjallað um stjórnarkreppuna á Íslandi og afleiðingar hennar meðal annars í The Financial Times þar sem talað er við Þórunni Sveinbjarnardóttur og Katrínu Jakobsdóttur. Horft er til Íslands og hvort ríkið muni standa við samkomulagið við IMF eður ei en í FT segir meðal annars:
Katrín Jakobsdóttir, vice- chairman of the Left-Green party, said: "We are sceptical about several parts of the deal with the IMF, given its track record. I understand the package is open for revision every three months and this is something we would seek to do."
Icesave málið virðist auk þess enn óleyst og kemur þá í hlut nýrrar ríkisstjórnar að fást við þetta mál.
Miklar væntingar eru til Jóhönnu Sigurðardóttur og VG um úrlausn vanda heimilanna og fyrirtækja hjá mörgum.
Vonandi gengur þeim vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.1.2009 | 18:15
Forsetinn tekur völdin - Björgvin áfram ráðherra?
Þegar Geir Haarde fór af fundi Ólafs Ragnars Grímssonar var ljóst að ekki yrði af þjóðstjórn og stjórnarmyndunarumboðið varð eftir á Bessastöðum. Forsetinn hélt langa stefnuræðu um sjónarmið sín við stjórnarmyndun og veit ég ekki dæmi um slíkt fyrr eða síðar.
Annað og minna mál: Björgvin G. Sigurðsson sagði af sér sem ráðherra í gærmorgun og baðst lausnar. Forsetinn veitir honum hins vegar ekki lausn þar sem ríkisstjórnin hefur í raun beðist lausnar í heild og er nú starfsstjórn. Var Björgvin aðeins of seinn?
![]() |
Skapa þarf samfélagslegan frið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2009 | 13:26
Kveðjukossinn - flokkadrættir framundan...
Þá er þessi ríkisstjórn fallinn. Ekki svo óvænt en er stórfrétt engu að síður og hennar getið um allan heim.
Ingibjörg Sólrún hefur verið undir miklum þrýstingi frá Samfylkingarfólki enda ólíkir flokkar sem standa að Samfylkingunni ekki ósvipað og hjá R-listanum. Þar eins og nú er það Ingibjörg Sólrún sem límdi saman flokksbrotin. Nú er hún að kljást við erfið veikindi ofan á allt saman og því erfitt um vik. Geir sagðist hafa lokað stjórnarsamstarfinu með kossi líkt og það hófst. Geir ber Ingibjörgu vel söguna sem ábyrgs stjórnmálaforingja.
Nú er að sjá hvert við stefnum enda er þetta upphafið að sérkennilegu ferli sem enginn veit hvernig fer. Verst er að nú stefnir í flokkadrætti og kapphlaup um vegtyllur. Prófkjör og kosningar setja mikin þrýsting á þá sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn á næstu vikum og mánuðum. Einmitt þess vegna er reynt að kjósa á fjögurra ára fresti. Þar sem mikið er um stjórnarslit er oft mikil upplausn í stjórn ríkja. Á Ítalíu hafa verið um 1 ríkisstjórn á ári frá stríðslokum.
Stöðugleiki í stjórnmálum er nú farinn. Er þá hvorki efnahagslegur né stjórnmálalegur stöðugleiki á Íslandi. Ekki er það nú gott fyrir ímynd Íslands og tefur uppbyggingarstarfið. Vonandi rísa menn upp úr skotgröfunum fyrr en seinna og láta flokkadrættina ekki vera ráðnadi. Sennilegast er þjóðstjórn heppilegust í þessari stöðu fyrir kosningar þar sem þjóðarheill er í veði.
![]() |
Stjórnarsamstarfi lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.1.2009 | 20:56
Ákvörðun Björgvins - þröng staða Ingibjargar
Óvæntar fréttir eru að verða að normi þessa daganna. Afsögn Björgvins G. Sigurðssonar er ein þeirra frétta. Ekki það krafa um afsögn hafi ekki legið fyrir en tímasetningin vekur nokkrar spurningar.
Í fyrsta lagi er óvanalegt að menn haldi blaðamannafundi á Sunnudagsmorgnum en þennan ákveðna dag töldu margir að örlög ríkisstjórnarinnar myndu ráðast síðdegis.
Almennt hefur ekki þótt eftirsóknarvert fyrir ráðherra að segja af sér, en í stöðunni nú fær Björgvin prik fyrir ákvörðunina. Meira að segja hálft prik frá Steingrími J.
Margt bendir til þess að endurnýjun sé í farvatni forystu Samfylkingarinnar og kannski sér Björgvin leið í þessari afsögn?
Svo er það þrýstingur á Sjálfstæðisflokkinn.
Sumir segja að boltinn sé hjá Sjálfstæðisflokknum en margt bendir til að hann sé frekar hjá formanni Samfylkingarinnar. Uppreisn varaformannsins á meðan formaðurinn var á sjúkrabeði var ósmekkleg. Grasrótin í flokknum virðist vera búin að stilla Ingibjörgu upp við vegg og kallar á stjórnarslit. Ætla má að þetta varði fjármál ríkisins og þann niðurskurð sem þarf að ráðast í. Niðurskurður hjá ríkinu er alltaf óvinsæll en þó sérstaklega í harðæri í aðdraganda kosninga. Báðir stjórnarflokkarnir hafa undirgengist áætlun IMF sem kostar aðhald til að jafnvægi náist. Kosningar eru í farvatninu og eru allir flokkar sammála um það. Vandinn er hvað gerist héðan í frá og að kosningum; Vandamálið er hvaða ábyrgi stjórnarmeirihluti tekur við þegar stjórnin fer frá. Í þessari stöðu verður að skoða þjóðstjórn sem valkost.
23.1.2009 | 20:23
Sorgleg tíðindi
Þessi óvæntu fréttir hafa komu verulega á óvart. Það á ekki af þjóðinni að ganga. Nú eru báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar að kljást við erfiða sjúkdóma og svipaða sögu var að segja af forvígismönnum síðustu ríkisstjórnar.
Þetta er ekki einleikið: Halldór, Davíð, Ingibjörg og nú Geir!
Hugur allra er hjá Geir og fjölskyldu enda eru þetta váleg tíðindi. Vonandi nær Geir fullum bata fljótt.
Sú ákvörðun hans að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins er vel skiljanleg. Hlutverk forystufólks í íslenskum stjórnmálum er ekki öfundsvert. Mikið hefur mætt á Geir og hann hefur tekið á sig þungar byrðar möglunarlaust. Yfirvegun Geirs hefur oft verið aðdáunarverð.
![]() |
Geir: Kosið í maí |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
22.1.2009 | 12:05
Er Samfylkingin 4. stærsti flokkur landsins?
Ef marka má þessa könnun felast í henni nokkur skilaboð. VG eru með 28%, D með 24%, B með 17% og svo S með 16% eða minna fylgi en Framsókn. Stökk Framsóknar og fall Samfylkingar eru tíðindi.
Turnarnir eru því tveir: VG og D.
Háhýsin eru tvö: S og B
Könnunin er gerð á sama tíma og Samfylkingin klofnar í afstöðu sinni til landsmálanna.
Vika er langur tími...
![]() |
Framsókn með 17% fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.1.2009 | 22:28
Misvísandi skilaboð - uppreisn varaformannsins?
Staða ríkisstjórnarinnar er afar erfið svo ekki sé meira sagt. Engin önnur trúverðug stjórn er í spilunum með núverandi þing. Veikindi formanns Samfylkingarinnar virðast líka vera alvarlegri en útlit var fyrir í upphafi. Varaformaðurinn og fjölmennur félagsfundur Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar gengur þvert á yfirlýsingar forsætisráðherra og samtal hans við sjálfan formann Samfylkingarinnar í dag. Hverjum á að trúa? Uppreisnarástandið í þjóðfélaginu er farið að hafa veruleg áhrif á þingmenn.
Það er í raun staðfest með þessu að á Íslandi ríkir ekki bara fjármála- og gjaldeyriskreppa, heldur líka stjórnarkreppa.
![]() |
Samþykktu ályktun um stjórnarslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)