Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.4.2010 | 16:51
Páskadagur
Upprisan gerir Páskadag einhvern mesta hátíðisdag í kirkjuhaldinu. Í morgun var fjölmennt í messu og létt yfir fólki. Kreppan margumrædda hefur minnt marga á það sem mikilvægast er í lífinu eins og Sr. Óskar kom ágætlega inn á í predikun sinni.
Páskarnir brjóta upp skammdegið með ljósi.
Mæli með Páskunum.
2.4.2010 | 10:28
Þörf er lesningin
Passíusálmarnir eru holl lesning í einrúmi eða í kirkju. Orð Hallgríms eiga jafnvel við og áður. Nútíminn hefur dekrað margan manninn og þakklætið gleymist mörgum. Þrátt fyrir bankahrun hafa Íslendingar það ótrúlega gott í dag og fyrir það ber að þakka.
Hér eru fyrstu erindin sem brýna lesanda sálmanna:
1. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil.
2. Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.
3. Ljúfan Jesúm til lausnar mér
langaði víst að deyja hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.
4. Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.
5. Sál mín, skoðum þá sætu fórn,
sem hefur oss við guð, drottin vorn,
fordæmda aftur forlíkað.
Fögnuður er að hugsa um það.
6. Hvað stillir betur hjartans böl
en heilög drottins pína og kvöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en herrans Jesú blóðug mynd?
Passíusálmar lesnir í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
31.3.2010 | 22:14
Þetta er Ísland!
Það er engu líkt að fylgjast með eldgosinu í ljósaskiptunum. Við vorum nokkur saman með Gunnari Egilssyni pólfara í gærkvöldi og fórum víða um gosstöðvarnar. Þetta gos er ægifagurt og tilfinningin er mikil að vera á staðnum. Ótrúlega margir voru á Fimmvörðuhálsi fram yfir miðnætti og komu á vélsleðum og jeppum í hundraða ef ekki þúsunda tali. Gosstöðvarnar eru sífellt að breytast og nú í dag er komin fram ný sprunga. Ég mæli með því við alla sem geta að láta þetta sjónarspil ekki fram hjá sér fara. Sumir grilluðu sér SS pylsur en þær voru örfáar sekúndur að verða heitar í gegn. Gufustrókarnir voru þéttir svo ekki sást handaskil þegar þeir fóru yfir fólk. Margs er að gæta og mildi að enginn hafi meiðst. Fólk er greinilega mjög áhugasamt að fá að sjá náttúruna í sinni hráustu mynd. Eldgos er engu að síður hættulegt og því þarf að gæta vel að sér.
Frelsið er mikið að vera á jökli og horfa á eldgos. Það er lífið. Þetta er Ísland!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2010 | 22:04
Stærra Litla-Hraun
Dómsmálaráðherra hefur upplýst að yfir 300 manns bíði nú eftir vistun og ljóst er að auking verður á þeim biðlista á næstu misserum. Þá verða fangelsismál ræddi í næstu viku í ríkisstjórn enda ljóst að við þetta ástand verður ekki búið.
Af öllum þeim kostum sem mögulegir eru hlýtur stækkun á Litla-Hrauni að vera ákjósanlegastur. Fangelsið hefur góða stækkunarmöguleika og er stutt frá Reykjavík. Þá er þekking og reynsla til staðar auk þess sem hagkvæmara hlýtur að vera að samnýta ákveðna þætti í rekstrinum.
Sem bæjarfulltrúi vil ég sjá viðræður milli ríkis og sveitarfélagsins Árborgar um hvernig best er að standa að því að stækka Litla Hraun. Sveitarfélagið getur komið að þessu verki sem landeigandi enda á það að beita sér af krafti til að láta þetta mál verða að veruleika. Umræða um þetta mál á sér langa sögu en nú er ljóst að ákvörðun verður að taka á næstunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.3.2010 | 14:11
Löng er legan
VG er á móti ESB en Samfylkingin vill ekkert annað sjá. VG vill tefja iðnaðaruppbyggingu en Samfylkingin slær úr og í. VG var á móti AGS og greiðslu Icesave framan af en sneri svo við blaðinu. Svona má lengi telja og öllum hefur verið ljóst nema forsætisráðherra að því er virðist.
Það sem kemur mér hins vegar á óvart er það verklag að skammast út í samstarfsflokkinn á sama tíma og stjórnarsamstarfið gengur erfiðlega. - Slík verkstjórn er ekki líkleg til árangurs.
En þetta með stjórnarandstöðuna og að hún sé ekki nógu leiðitöm þá er rétt að minna á að næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn kom Jóhönnu í forsætisráðherrastólinn með því að verja bráðabirgða stjórnina með sérstöku samkomulagi. - Ekki er Jóhanna þakklát Framsókn þarna.
Þá hefur stjórnarandstaðan stuðlað að samstarfi um viðunandi samning vegna Icesave sem Jóhanna ætti að þakka fyrir. - Án þess værum við í enn verri málum öllsömul.
Ekki virðist hvarfla að Jóhönnu að óvinsældir Samfylkingarinnar séu í tengslum við áherslur Samfylkingarinnar?
Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað...
Ósamstaða VG veikir stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2010 | 08:23
Könnun Fréttablaðsins
Í dag er birt könnun um fylgi flokka og stuðning við ríkisstjórn. Niðurstaðan er nokkuð önnur en verið hefur í síðustu könnunum þótt vísbendingar hafi verið í þessa átt. Nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 40% og stuðningur við ríkisstjórnina mælist 39%.
Í frétt Fréttablaðisins segir að könnunin sé gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá en áður hafi blaðið notast við símaskránna. Vera má að þessi breyting hafi einhver áhrif en ég treysti þjóðskránni betur sem mengi en símaskránni þegar verið er að kanna hug kjósenda.
Hitt er svo morgunljóst að stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað hratt og verður erfitt fyrir stjórnarflokkana að takast á við verkefnin með svona lítinn stuðning. Ekki síst þegar litið er til þess að verkefnin eru erfið og lítil samstaða er á milli stjórnarflokkanna um leiðir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2010 | 01:27
Góður hópur - verk að vinna
Það var til fyrirmyndar að þeir 12 frambjóðendur sem gáfu kost á sér voru saman með kosningaskrifstofu. Þáttakan í prófkjörinu var gríðargóð og gefur framboði sjálfstæðismanna mikinn byr í seglin. Mikill hljómgrunnur með málflutningi þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu mun án efa skila sér í kosningunum. Lætur nærri að fimmti hver kosningabærra mana hafi tekið þátt í að móta listann með því að kjósa í prófkjörinu og er 63% þáttaka mjög hátt hlutfall. Þetta veit á gott.
Eyþór sigraði í Árborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.3.2010 | 15:26
Álögurnar sliga fólk og fyrirtæki
Margur verður í Excel ríkur gæti máltækið sagt í dag. Reynslan hefur sýnt okkur hvernig víkingar síðari tíma urðu moldríkir "í Excel" þar sem þeir framreiknuðu hagnað, fengu lánað eftir því og greiddu sér vænan hagnað.
Nú er í brennidepli stjórnmálamenn sem skera lítið sem ekkert niður en auka álögur ("tekjustofna") á fólk og fyrirtæki. Hærri álögur á sykur, bensín og áfengi skila miklum tekjuauka - í Excel. Nú bregður svo við að fólk minnkar við sig þær vörur sem hækka mikið og er samdráttur í öllum þessum flokkum. Þessi samdráttur var víst ekki hafður með í reikningum og því er hætta á að tekjustofnarnir verði ekki nýttir sem skyldi heldur ofnýttir og gætu þá skroppið saman eins og þorskstofninn við Nýfundnaland.
Í Árborg hafa álögur hækkað og má ætla að meðalfjölskylda borgi um 100 þúsund krónur meira nú en áður. Er hér horft til fasteignagjalda, leikskólagjalda og annara þátta. Á sama tíma hafa skattar hækkað hjá ríkinu hvort sem um er að ræða neysluskatta eða tekjuskatta. Útkoman getur ekki verið góð enda sligast fólk undan of þungum byrðum. Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að leggja á klárinn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2010 kl. 11:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.3.2010 | 22:17
Heppin með hlýindin
Snjómokstur hefur verið afar lítill í vetur í Árborg enda veturinn mildur - þótt miðað væri við Evrópu. Fyrir 10 dögum gerði talsverða ofankomu og vegna þess að snjómokstur fór hægt af stað lokuðust götur og bílar voru víða fastir eða innlyksa. Í viku voru vandamál víða og erfitt að komast um fyrir gangandi vegfarendur. Talsverð og eðlileg óánægja hefur verið með þetta ástand.
Nú var talsverð snjókoma um helgina og eitthvað var mokað. Það sem bjargaði þó deginum voru hlýindin því lítið festist á götum og snjórinn bráðnaði víða.
Við megum þakka fyrir hlýindin.
6.3.2010 | 22:38
1,6% sögðu JÁ - ríkisstjórnin er umboðslaus
Þetta er meiri munur en menn óraði fyrir - svipaður munur á NEI og JÁ og þegar samþykkt var að segja sig frá Dönum en þá greiddu 97% atkvæði með sjálfstæðinu. Þegar aðeins er tekið tillit til þeirra sem sögðu JÁ og NEI miðað við tölurnar nú sögðu 98% NEI og minna en 2% JÁ.
Þáttakan var með allra mesta sem þekkist þegar þjóðaratkvæðagreiðslur eiga sér stað og allt tal um slaka kjörsókn er slappur spuni. Þeir sem ekki taka svona skýra afstöðu alvarlega ekki heima í stjórnmálum.
Viðsemjendur Íslands vissu það fyrir að ríkisstjórnin hefur ekki umboð til að semja án frekari stuðnings stjórnarandsöðu eða þjóðarinnar.
Ég er sammála Styrmi Gunnarssyni sem skrifar góða grein í dag. Þetta gæti verið upphafið af auknu beinu lýðræði.
Nær allir segja nei | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)