Færsluflokkur: Lífstíll

Páll Óskar góður

brot af orðræðu Páls Óskars í Fríkirkjunni þar sem hann sagði frá reynslu sinni af erfiðum fjármálum. Páll Óskar hefur verið áberandi í auglýsingum BYRs sparisjóðs og núna getur hann miðlað af reynslu sinni. Það eru ótrúlega margt ungt fólk í sárum vegna skuldsetningar. Efnishyggjan gerir það enn erfiðara fyrir fólk en ella að horfast í augu við þennan vanda og vinna sig út úr honum.

Páll Óskar sagðist hafa orðið DJ vegna peningaskorts en áður fundist hann vera of fínn í skífuþeytingarnar.

Ég er ekki frá því að hann sé jákvæðari og sterkari persóna en nokkru sinni fyrr. Tek ofan fyrir Páli Óskari. - Batnandi manni er alltaf best að lifa.


Ný vídd í jafnréttisumræðunni?

Fréttir af Thomas Beatie og konu hans hafa vakið athygli að undanförnu. 

Af hverju? 

Hann er ófrískur: 

 

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/us_and_americas/article3628860.ece 

 

 

 


Góði hirðirinn

Kíkti í "Góða hirðinn" í Reykjavík, en þar er hægt að fá margt fyrir afar lítið. Erfitt er að hugsa sér betri endurvinnslu en að nota einfaldlega húsbúnað á nýjan leik. Svona endurvinnsla kallar ekki á mölun og þjöppun. Hluturinn fær einfaldlega nýjan eiganda. Eins og í gamla daga.

Þetta framtak SORPU er til fyrirmyndar, enda rennur hagnaður til líknarmála.


Skokkað og skoðað

Nú er aftur orðið þægilegt veður til að hlaupa utandyra. Ekki veitir mér af. Tók góðan hring í kring um Tjarnabyggð innan um votlendisfuglana. Verð að segja alveg eins og er að þetta er mun áhugaverðara en að þramma niður hlaupabrettið. Fyrir utan hvað loftið er tært og hressandi.

Í dag er svo opið hús í leikhúsinu auk margra annara dagskrárliða á Vorinu í Árborg.


Innbú úr Pakkhúsinu til sýnis (og sölu)

Sveitarfélagið Árborg keypti "Pakkhúsið" til niðurrifs, en það hýsti Pizza 67 og bar. Nú er verið að sýna innbúið og hægt að bjóða í það.

Þessi sýning er ekki á dagskrá hátíðarinnar "Vor í Árborg", en ber þó upp á sama tíma:

8.5.2008
Til sölu innbú úr Pakkhúsinu Selfossi/Pizza 67
Til sölu innbú úr Pakkhúsinu Selfossi og Pizza 67
Um er að ræða m.a. bar sem áður var á Hard Rock í Reykjavík; pizzaofn, uppþvottavél, ýmis eldunartæki, húsgögn, kæliklefa o.fl.
Innbúið verður til sýnis að Austurvegi 2b (Pakkhúsið) föstudaginn 9. maí og laugardaginn 10. maí kl. 14:00 - 16:00 báða dagana.
Hægt er að bjóða í staka hluti eða alla í einu.

Sjá á heimasíðu Árborgar   hér


Frítt í sund fyrir börn - eykur tekjur sundstaða

Hollywood hefur komist að þeim stórasannleik að börnum fylgja fullorðnir. Myndir á borð við Jaws og Taxi Driver hafa vikið fyrir barna- og fjölskyldumyndum eins og Harry Potter og Madagaskar. Aðsókn að kvikmyndahúsum byggist æ meir á slíkum myndum.

Sú leið að hafa frítt fyrir yngstu kynslóðina eykur á sama hátt aðsókn fullorðinna. Þau bæjarfélög sem hafa tekið upp á að bjóða frítt fyrir börn hafa séð þessa þróun.

Bæjarfulltrúar D-listans í Árborg lögðu fram ýmsar tillögur á síðasta bæjarstjórnarfundi. Ein þeirra var um frían aðgang fyrir börn og unglinga undir 16 ára aldri. Tillagan var felld af V, S og B lista. Skýringin var sú að "Miðað við þá aðstöðu sem nú er í Sundhöll Selfoss getur orkað tvímælis að fara í aðgerðir til að auka aðsókn að Sundhöllinni" Jú og mikið rétt V, S og B listi samþykkti nýverið 4% hækkun í sund. Sjálfsagt til að tempra aðgang. Kannski væri ráð að lengja opnunartímann...

Ætli við verðum ekki bara að leggja tillöguna aftur fram þangað til hún fer í gegn?


Jafnrétti í sundi

Eins og menn (konur eru líka menn) vita má ekki mismuna fólki eftir kyni. Það er samt sem áður gert t.d. varðandi baðfatnað kynjanna.

Fróðlegt er að fylgjast með þessari jafnréttisbaráttu hjá sænsku baráttukonunum eins og lesa má um hér

Þarf ekki að setja um þetta lög Kolbrún?


mbl.is Bannað að bera brjóstin í Hveró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

karlmennogkrabbamein.is

Gott og tímabært átak að vekja athygli á krabbameinum þeim sem leggjast á karlmenn. Krabbameinsfélagið hefur verið frumherji á heimsvísu í baráttunni við þögla óvininn og er ekki síst þakkarvert sem gert hefur verið í reykingavarnamálum og svo krabbameinum kvenna svo sem í brjóstum. Ég man vel þegar við Geir Þorsteinsson, Ari Matthíason og Andrés Magnússon vorum að berjast gegn reykingum í Hagaskóla. Það fól meðal annars í sér baráttu okkar við heimilisfólk sem reykti.

Við karlmenn erum ekki nógu duglegir að fara til læknis og förum oft of seint. Stundum viljum við vera "frískir og harðir" og "hörkum þetta af okkur". Staðreyndin er samt sú að það harkar enginn af sér krabbamein, en það getur skipt sköpum ef það finnst í tæka tíð.

Krabbamein í eistum og blöðruhálskirtli voru lengi vel feimnismál. Ég man vel eftir því þegar Andy Grove fv. forstjóri Intel braut þagnarmúrinn og lýsti baráttu sinni við krabba í blöðruhálskirtli. Það vakti marga til umhugsunar.

www.karlmennogkrabbamein.is er í anda gömlu reykingarverkefna fyrri ára. Fræðandi og skemmtilegt um leið.

Tökum vel undir með þessum þarfa boðskap.


Útivist

"Esjan eftir vinnu" er yfirskriftin á átaki Ferðafélags Íslands, en farið er upp Esjuna á miðvikudögum. Nú viðrar vel til útiveru enda margir á hjóli, hlaupandi eða gangandi á fjöll. Ingólfsfjall og Búrfell í Grímsnesi eru líka ákjósanleg til gönguferða fyrir þá sem ekki eru komnir mjög langt í fjallgöngum. Líkamsrækt á hlaupabrettum er góðra gjalda verð, en nú er rétta veðrið til að ganga á fell og fjöll.

Út að hlaupa

Ég er ekki einn um að hlaupa nokkra kílómetra á dag. Þetta virðist fara vaxandi hjá landanum. Stemmningin í kring um maraþonhlaupin er mikil og svo eru æ fleiri í hlaupahópum. Ég byrjaði að hlaupa fyrir alvöru fyrir ári síðan og tók þá malarafleggjarann við Hreiðurborg á morgnanna. það eru 3.2 km. Nú er ég að taka 5-10 km á dag, en er langt frá því sem margir jafnaldrar mínar geta í langhlaupum. Hlaup eru holl, sérstaklega í hófi. Margir vita sem er að fyrsti "maraþonhlauparinn hljóp með skilaboð frá Maraþon í Grikklandi hinu forna. Orrustan við Maraþon er reyndar ein sú frægasta í mannkynssögunni. Boðberinn náði að komast á leiðarenda, en sagan segir að þá hafi hann dottið dauður niður.

Allt er best í hófi.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband