Færsluflokkur: Sjónvarp
3.8.2008 | 14:19
Ólafur Ragnar, McCain, Obama, Britney og....Móse
Umræða um nýjan forseta hafa verið miklar undanfarið í fjölmiðlum hérlendis. Þó ekki forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson sem nú var settur í embætti í fjórða sinn heldur kosningabaráttunnar í BNA, en 100 dagar eru í kjördag.
Sumir hafa sagt að ef forsetakosningarnar snúist um McCain, þá muni Barack Obama hljóta sigur. Þeir sömu halda því fram að ef valið verði um Obama verði John McCain næsti forseti BNA. Mikið hefur verið fjallað um auglýsingar McCain sem líkir Obama við Paris Hilton og Britney Spears. Það er ekki síður athyglisvert að sjá auglýsingar McCain þar sem hann líkir Obama við Móse (og jafnvel Messías).
Auglýsingarnar eru ekki birtar í sjónvarpi heldur aðeins á netinu:
Frambjóðendur hnífjafnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 17:23
Lalli Johns í auglýsingu um öryggi
Lalli Johns er vanur að vera fyrir framan kvikmyndavélarnar og nú í vikunni tók hann þátt í auglýsingaherferð sem er meðal annars fyrir sjónvarp og varðar öryggi. Verður fróðlegt að sjá hvernig Lalli Johns kemur út í þessu hlutverki, en samnefnd mynd sem Þorfinnur Guðnason gerði var frábær. Heyrst hefur að herferðin komi á óvart, enda sé ekki allt sem sýnist.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2007 | 09:13
Klofið kaffibandalag í Kastljósi
Kastljósið í gær var fróðlegt, en það var í beinni frá FSu á Selfossi. Fulltrúar stjórnar og stjórnarandstöðu tókust á um landbúnaðar og utanríkismálin. Kastljósið beindist frekar að stjórnarandstöðunni, enda eru ólíkust sjónarmið þar og morgunljóst að kaffibandalagið býður fram margklofið í stórum málum. Samfylkingin og Frjálslyndir hafa einangrast og var sláandi að finna hvernig Samfylkingin er ein eftir í landbúnaðarmálum og var í raun upp við vegg gagnvart öllum öðrum framboðum. Almennt er sátt um landbúnaðarmálin, enda hafa þau þróast neytendum í hag. Árni M. Mathiesen orðaði það vel þegar hann benti á að nú væri markaður fyrir allar framleiðsluvörur bænda. Það er vert að minnast smjörfjallsins og kindakjötsgarðanna sem hlóðust upp á árum áður.
Utanríkismálin voru tekin fyrir á hlaupum og skautað yfir tvö atriði: Innflytjendamál og ESB.
Frjálslyndir virðast alveg einir í innflytjendamálum. Það mun skila þeim einhverjum atkvæðum, en virðist munu halda þeim úr ríkisstjórn sama hvernig kosningar fara. Geir H. Haarde afgreiddi innflytendaumræðuna í fyrradag með því að minna á að faðir hans er norskur að uppruna. Valgerður Sverrisdóttir minnti á að hún á erlendan mann. Vandi Frjálslyndra í þessari umræðu er að það eru engin veruleg vandamál sem hægt er að tengja við innflytendur í dag. Atvinnuleysið sem er helsta uppspretta óánægju með innflytjendur er ekki til á Íslandi.
Enginn flokkur er með ESB aðild á stefnuskránni. Þeir sem lengst ganga vilja skoða og mögulega kanna og þá fá þjóðina til að ákveða, en enginn vill taka beina afstöðu með ESB inngöngu. Ekki einu sinni Samfylkingin. En hvernig getur framboð sem kallar sig Íslandshreyfinguna vilja ganga lengt í átt til inngöngu í ESB? Íslandshreyfingin vill fara í ESB viðræður og kanna aðild strax og unnt er. Það skýtur skökku við af hálfu flokks sem vill tryggja náttúruauðlindir og kennir sig við Ísland, enda væri forræði okkar yfir náttúruauðlindum stórlega skert ef við færum í ESB. Árni Þór Sigurðsson frambjóðandi VG benti á að fullveldið væri verðmætt og blés á væntingar um varanlegar undanþágur okkur í vil. Þorgerður Katrín súmmeraði málið upp þegar hún benti á að enginn ábati er að aðild.
Til hvers þá að afsala sér sjálfstæði og ganga í samband sem enginn veit hvert er að fara?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 18:29
Eurovision eða þingkosningarnar?
Eurovision og alþingiskosningar verða sama dag: 12. maí 2007. RÚV mun að sjálfsögðu sjónvarpa frá Eurovision keppninni, enda er keppnin haldin af evrópskum ríkissjónvarpsstöðvum. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Eiríkur Hauksson standi sig vel í Eurovision og þjóðin verður með honum í anda. Rauða hárið verður amk. á sínum stað.
Stöð 2 verður hins vegar með alla athyglina á kosningasjónvarpinu. Eitthvað gæti orðið flókið að stýra þessu saman á RÚV, enda tveir stórir sjónvarpsatburðir á sama tíma.
Hvort kýs fólk að horfa á:
Kosningasjónvarp vegna þingkosninga?
Kosningasjónvarp Eurovision?
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2007 | 14:05
300
Nei ég er ekki að tala um bíómyndina, heldur umdeildan afmælisþátt Spaugstofunnar. Það er flestum ljóst að í gær hafa verið brotin lög um þjóðsöng Íslendinga.
Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni.
3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:
,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.
Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.
24.3.2007 | 18:01
Hin fagra list - erótík í boði hins opinbera
Sagt hefur verið að stjórnmál sé list hins mögulega. Í kvikmyndalist takast á fantasíur og raunveruleiki. Ég sé að gamli góði Fjalakötturinn er enn að sýna valdar kvikmyndir. Japönsk erótík er þar í aðalhlutverki. Sumir muna eftir Min Tanaka listamanninum sem dansaði hálf nakinn árið 1980 á listahátíð Reykjavíkur. Það þótti gróft.
En nú er öldin nokkuð önnur, enda eru sýndar erótískar myndir í boði Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins eins og sjá má á lista yfir styrktaraðila. Myndirnar þóttu "opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar" eins og segir í auglýsingu.
Við erum víst orðin umburðarlynd og víðsýn þjóð.
Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 25.3.2007 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2007 | 23:34
Atómríallinn, Jericho og 24
Á seðlinum er Ajatóla Kómeini og atómtáknið. Góð blanda, eða hvað? Atómríallinn verður stöðug áminning almennings í Íran um kjarnorkuáætlun ríkisins. Á sama tíma framleiða Bandaríkjamenn þætti eins og 24 og Jericho þar sem kjarnorkusprengjur eru í aðalhlutverki í sjónvarpsþáttum.
Hafa menn gleymt Hirósíma?
Íranskur peningaseðill undirstrikar kjarnorkuáætlanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)