Opið málefnastarf

Aukin krafa um opið málefnastarf er einn liður í umbótum á stjórnmálunum. Lítill hópur á ekki að ráða hvert stór flokkur stefnir. Þetta á jafnt við í "stóru" málunum eins og "litlu" málunum. Landsmálunum jafnt sem sveitarstjóranrmálunum.

Í gær vorum við með einn af þremur opnum málefnafundum sem D-listinn í Árborg heldur þessa vikuna. Fundurinn var öllum opinn og allar hugmyndir settar niður til frekari úrvinnslu. Þessir fundir eru mikilvægur liður í að vinna áherslur og málefnaskrá okkar fyrir kosningarnar. Auk þessara funda förum við frambjóðendur og hittum starfsfólk bæjarins á öllum starfsstöðvum þess. Eingöngu með þessari aðferð getum við byggt skýra sýn sem er unnin í samstarfi við fólkið sjálft.

Sama leið er að vissu leyti farin nú í málefnastarfi Sjálfstæðisflokksins með opnum málefnafundum. Efnahags- og skattanefnd hélt opinn vinnufund 10. apríl síðastliðinn og var ég með þann hóp sem fjallaði um gjaldmiðilinn. Nefndin hefur fengið marga sérfræðinga til sín á fundi nefndarinnar en þessi leið að hafa galopna vinnufundi er frábær leið til að ná fram ólíkum sjónarmiðum og rökræða kosti og galla. Mæli með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Sæll Eyþór

Hvert ertu Árborgingar að fara?

Ég var mjög virkur sjálfstæðismaður er ég bjó á Selfossi, bæði fyrir Selfoss og Suðurland.

En hvert viljið þið stefna? Hingað til hafið þið Sjálfstæðismenn í Árborg með fulltingi framsóknarmanna - selt samfélagið ætluðum hæstbjóðanda ef líðandi kjörtímabil gæti gefið góða fjárhagslega skammtímalausn.

Eru stefnur flokksins eingöngu ætlaðar til þess að blekkja (framsóknarmennska)?

Þær stefnur sem hingað til hefur verið fylgt eru einungis ætlaðar til skamms tíma og eru í raun sjálfeyðandi.

Árborg er samfélag sem hefði átt að vera tiltölulega arðbærlegt ef  það hefði haldið í sína sjálfbærnisþætti.

Jón Örn Arnarson, 21.4.2010 kl. 10:31

2 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sæll Jón. Ég legg áherslu á að sveitarfélagið sé fjárhagslega sjálfbært en það er það ekki núna. Það væri gaman að fara yfir þessi mál með þér við tækifæri.

Eyþór Laxdal Arnalds, 22.4.2010 kl. 09:11

3 Smámynd: Jón Örn Arnarson

Aldrei að vita Eyþór

Ég er að vísu löngu hættur öllu grasrótarstarfi - en hver veit sína æfi...

Jón Örn Arnarson, 22.4.2010 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband