Góđ og mikilvćg stađfesting

Neyđarlögin voru nauđsynleg og hafa nú hlotiđ stađfestingu ESA. Ţar međ er óvissu eytt.

Sagan mun líka dćma ţá ákvörđun vel ađ ríkiđ skyldi ekki dćla inn ţúsund milljörđum í bankana í október 2008.
Ţá stóđ til ađ setja um 500 milljarđa af erlendum eignum lífeyrissjóđana međ.
Auk ţess var kvartađ yfir ţví ađ lánalínur Seđlabankans vćru ekki nýttar í sama tilgangi sem skyldi.

Ţađ má ţakka Geir Haarde forsćtisráđherra og bankastjórn Seđlabankans undir stjórn Davíđs Oddssonar ađ ekki fór verr. Gott er ađ menn reyndu ekki ađ "bjarga málum" međ vonlausum björgunarpökkum í miđju hruninu.

Hér er svo stađfest ađ neyđarlögin standast skođun. Án ţeirra hefđi Ísland orđiđ óstarfhćft.
Ađ ţessu öllu ofangreindu er Ísland betur statt en Írland.


mbl.is Neyđarlögin ekki brot á EES-samningi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Ţorsteinsson

Neyđarlögin byggja á ţeirra ţjóđréttarlegu stöđu landsins, ađ Ísland er sjálfstćtt ríki. ESA á auđvitađ ekki annara kosta völ en ađ viđurkenna ţá stađreynd. Ríkisstjórnin lifir hins vegar í ţeim draumaheimi, ađ land og ţjóđ hafi nú ţegar veriđ lögđ undir yfirráđ Evrópuríkisins og ţví megi ekkert gera sem styggir lénshöfđingja nýlenduveldanna.

 

Eftir úrskurđ ESA, ríkir mikil sorg í herbúđum Sossanna ţví ađ lygar ţeirra um réttmćti Neyđarlaganna hafa veriđ afhjúpađar. Ekki er lengur hćgt ađ hóta međ refsingum frá dómstólum Evrópuríkisins, ef almenningur á Íslandi axlar ekki Icesave-klafann. Enginn trúir lengur ţeim heimskulegu fullyrđingum Icesave-stjórnarinnar, ađ Ragnarök blasi viđ ef forsendulausar Icesave-kröfurnar eru samţykktar.

 

Eftir niđurstöđu ESA (Eftirlitsstofnunar EFTA) er ekkert eftir af Icesave-málinu nema eindreginn vilji ríkisstjórnarinnar til ađ sökkva hagkerfi landsins í svartan sć. Jafnvel sérfrćđingar ESB eins og lögfrćđi-prófessorinn Tobias Fuchs, skrifa lćrđar ritgerđir um ţá heimskulegu fyrirćtlan ađ reyna ađ innheimta skuldir einkabanka hjá almenningi á Íslandi.

 

Međ áliti ESA var slćđunni lyft og nöturlegar blekkingar ríkisstjórnarinnar blasa viđ. Fullyrđa má ţví ađ Icesave-máliđ er komiđ á beinu brautina og hagsmunir almennings á Íslandi eru tryggđir, svo framarlega sem ríkisstjórnin verđur gerđ aftur-reka međ Icesave-samning III.

 

 

Loftur Altice Ţorsteinsson, 16.12.2010 kl. 11:45

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband