Morgunblaðið

Þrátt fyrir að prentmiðlum hafi margendurtekið verið spáð dauða eru enn til dagblöð sem eru leiðandi í umræðunni. Þau hafa í reynd meiri vigt en margir ljósvaka- og netmiðlar. Þetta eru þau blöð sem hafa ristjórnarstefnu og skýra sýn. Þannig blað er Morgublaðið. Fyrir utan að vera morgunblað er Morgunblaðið með stærsta netmiðillinn á landinu; mbl.is og er þannig auk þess útbreiddasti fjölmiðillinn

En það sem gerir blaðið öflugt er ritstjórnarstefnan sem hefur reynst vera öflug stjórnarandstaða bæði á landsvíku og í Reykjavík. Hér á ég að tala um ritstjórnina síðustu tvö ár. Í mörgum stórmálum hefur blaðið leitt umræðuna frá upphafi til enda. Má hér nefna umræðuna um Icesave og ESB. Ristjórnin Það er hressandi að lesa blað á borð við Morgunblaðið og við Íslendingar værum fátækari (bókstaflega) ef svona blaði væri ekki til að dreifa. Mæli með Mogganum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Vigt, Eyþór minn, ekki "vikt"

hilmar jónsson, 11.9.2011 kl. 16:38

2 identicon

Já, og svo er ekkert verið að troða því inn um lúguna óumbeðið. Ég mæli líka með Mogganum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 16:43

3 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Takk Hilmar :)

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.9.2011 kl. 16:46

4 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Sammál Morgunblaðið er yfirburða dagblað á Íslandi í dag

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 11.9.2011 kl. 16:47

5 identicon

Ég var áskrifandi að Mogganum í rúm 30 ár.  Eftir að Matthías og Styrmir hurfu úr ritstjórnarstóli hefur blaðið tekið dýfu niður á við.  Gæðin hafa hrakað.  Góðir og reyndir blaðamenn fengu reisupassann og einhverjum tóku þá bjánalegu ákvörðun að hætta með Lesbók Morgunblaðsins.  Ætli Valtýr hafi ekki tekið nokkra snúninga í gröfinni þegar það gerðist.  Ég tók þá ákvörðun að segja upp áskriftinni að vel íhuguðu máli.  Blaðið einfaldlega gaf mér ekki góða og hlutlæga mynd af fréttnæmum atburðum heima og heiman.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 17:16

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem skiptir máli er, að hafa nægt fjármagn til að henda í própaganda.

Mogginn í dag er ekkert annað en própagandatæki ákv. hagsmunaklíku eða klíka á Íslandi. Þetta er ekki fréttamiðill í grunninn. Langt í frá.

það sem helst er merkilegt við fyrirbrigðið er, að própaganda virkar. Virkar í dag sem og í gær.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2011 kl. 14:41

7 Smámynd: Svavar Bjarnason

Ég var áskrifandi af Morgunblaðinu í 40 ár en sagði því upp þegar Davíð tók við. Þar rembist sjálfur hrunvaldurinn við að endurskrifa söguna, sér í hag. Hvað endast LÍÚ og gjafakvótaekkjan lengi við að gefa út dagblað sem rekið er með tapi upp á eina milljón hvern dag?

Svavar Bjarnason, 12.9.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband