Suðupottur

Ísland er orðið suðupottur átaka í mörgum skilningi þess orðs. Margir eru að upplifa á eigin skinni efnahagshremmingarnar. Nýjar fréttir af furðulegum viðskiptum þar sem milljarðatugir hafa farið út úr bönkunum rétt fyrir hrun þeirra vekur reiði. Í raun er kominn stabbi af eldsmat og farið að loga bál. Litlu má muna að upp úr sjóði og það er nauðsynlegt að almenningur finni farveg fyrir réttlætiskennd sína.

Kosningar eru mikið nefndar af mótmælendum og eru vissulega leið lýðræðisins en fleira þarf að skoða. Stjórnarskráin hefur staðið lítið breytt í meira en hundrað ár enda reynst okkur vel um margt. Stjórnlagaþing kemur vel til greina til að fara yfir þann grunn sem lýðveldið byggir á. Þá finnst mörgum undarlegt að enginn hefur hætt störfum hjá stofnunum eða í pólítíkinni nema Bjarni Harðarsson og þá fyrir óskyldar sakir. Allt þetta hefur byggt upp mikinn þrýsting og má litlu muna að ekki sjóði upp úr. Helst er bent á ESB sem heildarlausn þótt sú innganga feli í sér langa bið eftir óljósu marki. Eitt er víst að ESB aðild er engin syndaaflausn fyrir Ísland. Það er rétt hjá nýkjörnum formanni Framsóknar að önnur mál eru meira aðkallandi en aðildarumsókn. Ég heyri heldur ekki mikið hrópað á ESB utandyra á Austurvelli þótt margir óski þess innandyra. Endurmat og endurnýjun hlýtur að skipta hér miklu máli svo við getum unnið okkur upp úr öldudalnum sem þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir eru búnir að gleyma hvað forréttindi [tækifæri] felast í hugtakinu þjóð, á altari skammtíma sérhagsmuna. Ástandið í USA svipað og í upphafi kreppunnar miklu. USA fjárfestar fyrir mörgum vikum tryggðu sig fyrir hruni ESB. Á þýðir það á máli markaðarins?  Hver borgar reikninga fyrir velferðinni? Skiptir engu máli hverju USA og ESB spá um framíðina? Eftir hverju er verið að bíða? Hika er sama og tapa. Er dropinn sem fyllti mælinn ekki löngu fallinn? Það þarf að leggja spilin á borðið. Allir sem reka arðbær fyrir tæki verða alltaf að gera ráð fyrir því versta.

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 23:04

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

=KOSNINGAR STRAX!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:09

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Eyþór.
Opnari umræða frá hendi ríkisstjórnar myndi hjálpa.
Beinni aðgerðir gegn þeim sem augljóslega hafa ráðist gegn hagsmunum okkar lands væru líka til brúks. Við erum í stríði...stríði við að lifa þessar hörmunugar af.... dugi ekki núverandi lagarammi, legg ég til að við tökum frændur okkar Dani til fyrirmyndar, sem bjuggu til afturvirk lög að heimstyrjöldinni lokinni svo hendur væri hægt að hafa á landráðamönnum. Dettur einhverjum í að enginn hefði verið kominn í handjárn ef þessir atburðir væru að gerast í bandaríkjunum ?

Haraldur Baldursson, 20.1.2009 kl. 23:18

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heyr Haraldur! Þúsundum má fórna og gera upptæk en 30 aðrir er sagðir löglega heimskir og fá að sleppa. Það þarf að setja ný lög svo dómararnir geti farið að vinna fyrir ofurlaunum sínum. 

Júlíus Björnsson, 20.1.2009 kl. 23:28

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála nafna minum!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.1.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Heyri fólk ekki vera að kalla á ESB held að áhuginn sé að dvína þegar fólk skoðar þetta. Sumir kalla á kosningar, mér er spurn á að setja á "pásu" á meðan.  Það tekur allt sinn tíma og að mörgu að hyggja. Ég treysti okkar fólki og svíkst ekki undan lit. 

En því miður er það hér líkt og áður, boðberinn er hengdur. 

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 21.1.2009 kl. 09:00

7 Smámynd: Einar Solheim

Eyþór... ESB er ekki lausnin, heldur grundvöllurinn fyrir því að aðrar lausnir séu mögulegar. Hættu að berja hausnum í vegginn. Ísland verður ekki reist við á krónunni. Það er ekki inni í myndinni að taka einhliða upp annan gjaldmiðil. ESB er einfaldlega eina lausnin sem gefur okkur viðreisnar von. ESB er ekkert meira og ekkert minna en það.

Einar Solheim, 21.1.2009 kl. 13:40

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Regluverk ESB samfara ESS er næstum allt komið inn og farið var eftir stöðuleika markmiðum með þeim hrikalega árangri sem ég tel fæsta vilja endurtaka. Efnahagsbandalagið virðist líka hafa tryggt ávöxtunarkröfu sína næstu tíu árin. Þá fer útflutningur inn, á lágu gengi krónunnar [gjaldeyrishöft 10 ár] á  lávöruneytenda markaði ESB. Innflutningur takast svo við það að að vergar tekjur Landframleiðslu greiði upp skuldir vegna þess skaða sem þeir telja að fjárfestar þeirra hafi orðið fyrir vegna hrunsins. Neysluverðsvístalan [OCED]  heldur svo heildarneyslu  [launakostnaði] niðri miðað við að vergu tekjurnar skerðist ekki. Willem Buiter Professor of European Political Economy, London School of Economics and Political Science; former chief economist of the EBRD gefur í skyn að skattaparadís eða alþjóðabanka starfsemi sé ekki á dagskrá heldur hefðbundin atvinnuvegir: fiskur og kjöt. Þar sem heildalaun takmarkast af kröfu ESB miðað við stöðuleika neysluverðsvísitölu og lálauna stéttirnar komast ekki neðar verður til að byrja með krafa um lækkun millistéttanna til að greiða niður atvinnuleysi sem verður mikið bæði hér og í ESB og koma þá skatthækkanir helst til greina.

Dollar strax losar um gjaldeyrishöft og uppsögn ESS, frysting skulda gagnvart fjármagnsfestum tengdum ESB, útrás á hátekju markaði í samkeppni við ESB svo sem í ASÍU [mikill fiskneysla og hvalkjöts] borgar sig fljótt.

Það er alveg ljóst að Íslendingar eiga betra skilið næstu 10 árin annað heildarlaunatekjukröfur ESB í anda þeirra jafnræðis hefða sem þar gildir.

Júlíus Björnsson, 21.1.2009 kl. 14:48

9 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Sælir Stefán Jóhann og Einar. ESB er hið allra besta mál ef það gagnast okkur. EES samningurinn er hluti af því. ESB umsókn ein og sér mun hins vegar engu skila - það er því miður einfaldlega þannig.

Eyþór Laxdal Arnalds, 21.1.2009 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband