Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2007 | 22:57
Ásta Lovísa látin.
Ásta var valinn Íslendingur ársins af Ísafold enda þarf mikið hugrekki til að standa frammi fyrir alvarlegum sjúkdómi í blóma lífisins. Umræðan hefur aukið meðvitund um þennan vágest. Blessuð sé minning Ástu Lovísu.
Ég votta aðstandendum samúð mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2007 | 09:29
Sænska félagsmálakerfið: Eitt af mestu afrekum mannsins?
Björgvin G. Sigurðsson 1. maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rifjar upp heimsókn skandínavískra jafnaðarmanna á landsfund þeirra Samfylkingarmanna. Björgvin er á því að heimsókn þeirra hingað til lands hafi gert jafnaðarmönnum gott - ekki síst í Svíþjóð.
En það sem vekur nokkra athygli mína er að Björgvin telur sænska velferðarkerfið vera eitt af "merkustu afrekum mannsins". Sennilegast þá við hliðina á verkum Einsteins, Krists, Aristótelesar, höfundar Hávamála og arkitekt pýramídana svo eitthvað sé nefnt.
Ef ég mætti velja myndi ég alltaf velja íslensku leiðina umfram þá sænsku. Við erum með alla mælikvarða sem sýna og sanna að við erum á betri braut en Svíar. Óánægja með kerfið hefur reyndar verið svo vaxandi í Svíþjóð að hægrimenn voru kosnir í ríkisstjórn í stað sósíaldemókratanna.
Er Björgvin vísvítandi að leita langt yfir skammt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 16:43
Kind
Kindin er kúl. Lopapeysan er inni - þó hún sé útiflík. Framsókn teygir ekki lopann og er með Kaffi Kind á Laugavegi og í dag sá ég framboðsbíl merktan kindum og XBéum og var ein þeirra í stíl bandarísku herkvaðningarauglýsinganna "I want you!"... to be kind.
Framsókn er greinilega ekki févana í kosningabaráttunni. Sýndist ég sjá www.kind.is auglýst, en meira um það síðar.
Smalamenskan er íslensk íþrótt sem hægt er að stunda að vori ekki síður en að hausti.
Kannski verður stjórnarandstaðan kindarleg 13. maí? - Með fullri virðingu fyrir íslensku sauðkindinni.
Kind of cool þessi kind.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 10:02
Ísland, sósíalisminn og lífsgæðin
Íslendingar eru í hópi langlífustu þjóða. Lengi vel voru það konurnar sem drógu vagninn, en nú eru íslenskir karlmenn orðnir langlífastir í heimi og nálgast íslenskar konur sem enn bæta sig. Mikið jafnréttis- og velferðarmál. Bæði langlífi og ungbarnadauði eru ákveðnir mælikvarðar á lífsgæði.
Þjóðartekjur segja aðeins litla sögu og er því vert að rýna í þessar tölur frá Hagstofunni:
(1) Langlífi karla er mest á Íslandi. Langlífi kvenna er mest á Íslandi af Norðurlöndunum.
(2) Munur á kynjunum er varla af hinu góða í þessu frekar en öðru. Mikill munur er neikvæður.
(3) Minnsti munur á langlífi kynjanna er á Íslandi: 3,6 ár.
(4) Mesti munur á langlífi kynjanna er í fyrrum ráðstjórnarríkjunum. Í Rússlandi er munurinn 13 ár og rússneskir karlmenn verða ekki nema 58,9 ára að meðaltali.
Á þessum mælikvarða erum við að koma frábærlega út. Nær nákvæmlega sömu mynd er að sjá þegar unbarnadauði er skoðaður. Þar trónir litla Ísland langefst. Fyrrum ráðstjórnarríkin skrapa botninn, Ísland kemur vel undan vetri.
Hvernig er það átti sósíalisminn ekki að tryggja jöfnum og velferð borgaranna?
Er það kannski ekki besta leiðin að jöfnuði, heilbrigði og langlífi?
Er íslenska leiðin kannski betri?
Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2007 | 19:40
2+2 = Suðurlandsvegur 2010?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007 | 17:35
Látum gott af okkur leiða
Það eru margir sem lesa moggabloggið.
Hvernig væri að nota það til góðs?
Hér er leið til þess:
Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi við Kotströnd 21. mars, hét Lísa Skaftadóttir til heimilis að Engjavegi 32 á Selfossi. Lísa var fædd 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, 5 börn og eitt barnabarn.
Nú stendur maður hennar fyrir því að þurfa að jarða konu sína og ferma tvíbura núna 5.apríl og þarf á allri þeirri hjálp að halda sem hann getur fengið. Það hefur verið stofnaður styrktarreikningur þeim til hjálpar og þeir sem sjá sér fært um að styrkja þau eru vinsamlegast beðnir um að leggja inná þennan reikning.
Kt: 111161-3649
reikningsnr. 0152-05-267600
Með fyrir fram þökk
kveðja aðstandendur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
25.3.2007 | 00:20
Hlýnun jarðar: Sólinni að kenna?
Flestir eru sammála um að jörðin sé að hlýna. Gróðurhúsaáhrifin efast fæstir um, en Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsókna í St. Pétursborg telur þau hafa lítil áhrif. Þetta kom fram á vef National Geographic. Í staðinn skellir hann skuldinni á sólina sem hefur verið að hitna eilítið síðustu ár. Nú er það svo að sólin er misheit og gengur í 11 ára sveiflum sem gerir mælingar erfiðari. Rannsóknir á hita sólarinnar með gervitunglum eru rétt þrítugar svo við höfum ekki áræðanlegar tölur aftar en svo. Á þessum tíma hefur sólin verið að hitna um 0.05% á áratug, sem er ekki mikið í sjálfu sér, en ef þetta hefur verið í gangi í 100 ár, getur þetta haft veruleg áhrif. Orka sólarinnar er svo gríðarleg að dagsveifla sólarinnar getur verið á við heilsársorkunotkun mannkyns. Sólblettir hafa áhrif á hita jarðar, enda um miklar náttúruhamfarir að ræða. Habibullo Abdussamatov gengur svo langt að spá fyrir um kólnun á næstu 50 árum.
Það sem gerir þessa tilgátu forvitnilega er sú staðreynd að hlýnun á sér stað víðar í sólkerfinu en á jörðinni. Mars hefur hitnað síðustu ár, sömuleiðis tungl Neptúnusar og svo hafa miklir stormar geisað á Júpíter. Meira að segja Plútó sem er fjarst og minnst gömlu reikistjarnanna hefur hitnað á síðustu árum.
Hvað eiga Plútó, Jörðin, Mars og Tríton sameiginlegt? Jú allt tilheyrir þetta sólkerfinu og hefur hitnað undanfarið. Bílar og kolabrennslur eru aðeins á Jörðinni. Maðurinn hefur ekkert með hitnun á öðrum stöðum og því þarf að leita að samnefnaranum sem "ku" vera sólin.
Sannfærandi? Kannski. En flestir vísindamenn eru þó á öndverðum meiði og telja þetta röð tilviljanna sem eigi sér aðrar skýringar.
NB: Kannski er vert að hafa það í huga að Rússland flytur út verulegt magn af olíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
24.3.2007 | 18:01
Hin fagra list - erótík í boði hins opinbera
Sagt hefur verið að stjórnmál sé list hins mögulega. Í kvikmyndalist takast á fantasíur og raunveruleiki. Ég sé að gamli góði Fjalakötturinn er enn að sýna valdar kvikmyndir. Japönsk erótík er þar í aðalhlutverki. Sumir muna eftir Min Tanaka listamanninum sem dansaði hálf nakinn árið 1980 á listahátíð Reykjavíkur. Það þótti gróft.
En nú er öldin nokkuð önnur, enda eru sýndar erótískar myndir í boði Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins eins og sjá má á lista yfir styrktaraðila. Myndirnar þóttu "opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar" eins og segir í auglýsingu.
Við erum víst orðin umburðarlynd og víðsýn þjóð.
Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 25.3.2007 kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2007 | 14:56
Íslenskar konur í augum bandarískra manna?
Þær eru þekktar um allan heim íslensku konurnar, bæði fyrir fegurð og fleira.
Nú er nýjasta sagan þessi sem gengur manna á millum í netheimum í USA:
"Three men were sitting together bragging about how they had given their new
wives duties.
The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she
was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on
the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.
The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife
orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was
better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done,
and there was a huge dinner on the table.
The third man had married a girl from Iceland . He told her that her duties
were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed
and hot meals on the table for every meal. He said the first day he didn't
see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day
some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left
eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher."
Góða helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
22.3.2007 | 22:47
www.xi.is og kindabolurinn
Það verður spennandi að heyra áherslur nýja framboðs Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns. Hugmyndir Ómars um eldfjallagarða eru áhugaverðar þó þær þurfi frekari útskýringa við, en Ómar er kraftmikill og hugmyndaríkur. Vatnajökulsþjóðgarður er stórt skref sem nú hefur verið stigið af núverandi ríkisstjórn. Sjálfsagt er að skoða næsta spor.
Ástæða er til að óska þeim öllum til hamingju með daginn, enda er áhugi á framboðinu. - Það sannar umræðan.
Ég var að leita að upplýsingum um framboðið, þar sem ég var ekki staddur í Þjóðmenningarhúsinu í dag og prófaði því www.islandshreyfingin.is og www.islandsflokkurinn.is, á báðum stöðum var mér úthýst:
Forbidden
You don't have permission to access
En þá mundi ég að öll framboðin hafa þann háttin á að nota bókstaf sinn og x fyrir framan
www.xd.is fyrir Sjálfstæðisflokk
www.xb.is fyrir Framsóknarflokk
www.xs.is fyrir Samfylkingu
www.xf.is fyrir Frjálslynda flokkinn
Svo ég prófaði www.xi.is ..... en þá var mér bara boðinn kindabolur frá Ósóma til sölu
Við verðum bara að bíða um sinn...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)