Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hafna háum arðgreiðslum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áformum um háar arðgreiðslur úr sjóðum Faxaflóahafna. 

Sjö hundruð milljónir króna.

Ljóst er að borgarsjóður leitar nýrra tekna.

Hæsta útsvar. 

Hærri fasteignaskattar. 

Hærri gjöld. 

Dugar ekki til. - Nú á að mjólka fyrirtæki borgarinnar. 

Borga fyrir borgina.  

https://www.ruv.is/frett/gagnryndu-ardgreidslur-upp-a-694-milljonir


Glærustjórnmálin og braggamálið

Núverandi borgarstjóri hefur verið duglegur að lofa.
Síðustu 16 árin. 

16 ár eru liðin síðan öll börn 18 mánaða og eldri áttu að fá öruggt leikskólapláss.
Því hefur verið lofað allar kosningar síðan. 
Það er ekki enn efnt. 

"Nýju Reykjavíkurhúsin" áttu að leysa húsnæðisvandann árið 2015. 
Síðan þá hefur leiguverð hækkað um 42% að meðaltali. 

Þá var lofað borgarlínu, fyrst lest, svo "léttlest" og svo "léttvagnar". 
Nú er talað bara um "hágæða almenningssamgöngur". 

Miklabraut í stokk var lofað á strætisskýlum fyrir kosningarnar í vor. 
Mánuði síðar var ekkert að finna um þessa framkvæmd í samkomulagi Pírata, Samfylkingar, VG og Viðreisnar. 

Á meðan glærurnar boðuðu fagnaðarerindin í húsnæðis- og samgöngumálum var rekstrinum gefinn lítill gaumur. Skuldir borgarsjóðs hafa hækkað þegar tekin hafa verið lán fyrir milljarða í framkvæmdir. 

Ein af þeim var að gera upp bragga við Nauthólsvík. 

Það er eins og keisarinn sé í engum fötum. 
Glærurnar eru glærar. 


Húsnæðiskrísan

Skortur á lóðum, há byggingarréttargjöld og þung stjórnsýsla í Reykjavík hafa átt stóran þátt í að hér hefur orðið húsnæðiskrísa í borginni.

Einkennin eru mörg:  

Ungt fólk á erfitt með að komast úr foreldrahúsum. 

Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðustu árum. 

Fleiri flytja annað - Árborg og Reykjanesbær vaxa og umferð þyngist. 

Síðan eru þeir sem einfaldlega eiga ekkert heimili. Sumir á götunni. Þessi hópur hefur stækkað mjög hratt. Úrræðin eru fá. 

Það hefur verið fundað vegna smærri mála. 


mbl.is Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgar(ó)stjórn Reykjavíkur

Í gær var langur fundur borgarráðs. Sjö tímar dugðu ekki til að tæma dagskránna.

Þrjú málanna vörðuð stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og eru þau öll opinber deilumál. Öll málin varða stjórnsýslu borgarinnar og í öllum þremur tilfellunum er borgin brotleg. 

Hér er óhætt að fullyrða að hér sé ekki tilviljun. Það er eitthvað mikið að stjórnsýslu borgarinnar. Íbúar hafa verið óánægðir lengi með þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Umboðsmaður borgarbúa hefur kvartað yfir hve erfitt sé að fá svör frá borgarkerfinu. 

Reykjavík er ekki fjölmenn borg. En hér hefur tekist að búa til flókið og þungt stjórnkerfi sem reynist brotlegt í ýmsum málum. 

Það færi best að því að gera algera uppstokkun á kerfinu. Gera það skilvirkara með stuttum boðleiðum. Þannig yrði kerfið betra og ódýrara. Kjöraðstæður eru til að fara í þetta verkefni í haust. Kjörtímabilið er nýhafið. Vinnumarkaður er þaninn. Rök eru fyrir því að kerfið sé ekki fyrir íbúana, eins og glöggt sést á síðustu tíðindum.

Er ekki tími til að breyta?

------

Hér er hægt að lesa þessi þrjú mál: 

(1) Álit umboðsmanns Alþingis: 
 
 
(2) Dóm Héraðsdóms um vinnubrögð skrifstofu borgarstjórnar:
 
 
(3) Úrskurður áfrýjunarnefndar jafnréttismála um ráðningamál 
 

 


Tími til að breyta

Um næstu helgi er tækifæri til breytinga.

Valið er skýrt: Óbreytt ástand húsnæðiskreppu og samgönguvanda eða aukið framboð á hagstæðum byggingarsvæðum og stórátak í samgöngumálum. Höfuðborgin hefur sofið á verðinum og verið aðal gerandi í húsnæðisskorti með því að útvega ekki lóðir. Það litla sem hefur verið byggt hefur fyrst og fremst verið á lóðum bankanna.

Borgin hefur verið með fyrirætlanir sem hafa ekki gengið eftir. Þessu viljum við breyta strax að loknum kosningum.

Einfalda stjórkerfið og spara þar fjármuni sem nýtast í þjónustu við íbúana. 

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50%. Það er mikil kjaraskerðing fyrir þá sem kaupa eða þurfa að leigja íbúð. Leggst þyngst á láglaunafólk. 

Útsvarið er hæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það leggst á laun fólks. - Fasteignaskattar hafa hækkað um 50%. Það vegur þungt. 

Þessu ætlum við að breyta á fyrstu 100 dögum eftir kosningar. 

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn.

X við D er öruggasta leiðin til að breytt verði um kúrs.
Það er kominn tími til að breyta í borginni. 


mbl.is Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Hann hefur orðið vegna þess að meirihlutinn í Reykjavík hefur vanrækt skyldur sínar að skipuleggja hagkvæmar lóðir.

Búið er að sýna þúsundir af glærum. 
Búið að gefa "vilyrði" fyrir lóðum - oft með fyrirvörum. 
Allt of lítið hefur verið byggt í Reykjavík á síðustu fjórum árum.

Afleiðingarnar eru alvarlegar:

(1) Húsnæðisverð og þar með leiguverð hefur snarhækkað
(2) Sífellt fleira ungt fólk kemst ekki úr foreldrahúsum. 
(3) Fjölgun er meiri í öðrum sveitarfélögum, byggð dreifist og umferð hefur þyngst.

Þrjú dæmi um ástandið í Reykjavík:

(A) 55m2 íbúð kostar 200 þúsund krónur á mánuði í leigu
(B) 10m2 "íbúð" 75 þúsund krónur á mánuði í leigu
(C) Þakíbúð við Hafnartorg mun kosta yfir 400 milljónir til kaups samkvæmt fréttum.

Já 400 milljónir.

Samfylkingin kennir sig við jafnaðarmennsku. Hún hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár.

Við viljum einfalda stjórnkerfið 
- Úthluta hagstæðari lóðum
- Hætta að okra á byggingarrétti
- Skipuleggja Keldur, Örifirisey og BSÍ strax í sumar
- Og að í Reykjavík rísi 2.000 íbúðir á ári

Þannig náum við jafnvægi og Reykjavík verður raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk á ný.

Það er kominn til til að breyta!
XD


Reykjavíkurborg spilar á Hörpu

Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun.

Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu.

Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið.

Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar.

Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu.

Það er falskur tónn í þessari hljómkviðu borgarinnar. 


Breytinga er þörf í Reykjavík

Stefna núverandi meirihluta hefur leitt til þess að fólk velur önnur sveitarfélög sem búsetukost. Hátt húsnæðisverð, skortur á lóðum og nýjar álögur fæla húsbyggjendur og fjölskyldur burt. 

Skuldasöfnun borgarsjóðs vekur upp spurningar um í hvað peningarnir fari. Einn milljarður á mánuði hefur bæst í skuldafjallið ár eftir ár. 

Stjórnkerfi borgarinnar er á við milljónaborg og er það bæði óskilvirkt og dýrt. Það þarf að stytta boðleiðir og minnka kostnað í yfirbyggingu. 

Grunnþjónusta borgarinnar, leikskólarými, þrif, viðhald og uppbygging gatnakerfisins eru látin sitja á hakanum. Það þarf að forgangsraða í þágu íbúana en ekki í þágu kerfisins. 

Ég set fram mína sýn á borgarmálin í greinum og myndböndum og bendi á þessa slóð í því sambandi: 

 

https://www.facebook.com/eythorarnaldsrvk/

 

Ég trúi því að ef Sjálfstæðisflokkurinn talar skýrri röddu um nýjar og skynsamari áherslur þá eigi hann samleið með kjósendum í vor. Ég gef kost á mér í leiðtogaprófkjöri flokksins til að leiða breytingar í Reykjavík. 


Óvissuferðir

Langdregið samningaferli evrulandanna við Grikki virðist engan enda taka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að þessu verði að ljúka innan ákveðins frests. Þjóðaratkvæðagreiðslan skilaði engri raunverulegri niðurstöðu þrátt fyrir að yfir 60% segðu nei. Áfram er samið og áfram eru bankar lokaðir. 

Svipaða sögu er að segja af öðru samningaferli þó það snúist um allt annað. Vesturveldin hafa sett viðskiptahindranir á Íran og reynt að fá fram samninga um að Íran fari ekki að framleiða kjarnorkuvopn. Enn er ekki ljóst hvort af samningi verði né hvað hann þýði í raun. Á meðan hafa önnur ríki hugsað sinn gang þeirra á meðal Saudi Arabía sem óttast að Íran muni á endanum fá kjarnorkuvopn; hver sem samningurinn verði eða verði ekki. Líklegt er að þeir séu þegar farnir að viða að sér þekkingu frá Pakistan og það setur svo aftur þrýsting á Írani heima fyrir. 

Bæði þessi samningsferli eiga það sammerkt að enginn botn virðist nást í málin. Það eitt og sér veldur óvissu í báðar áttir. Óvissan ein og sér veldur skaða og mun án efa verða dýrkeypt. Í öðru málinu varðandi framtíð og þróun Evrópu og í hinu málinu liggur hætta á enn skæðari átökum súnnía og síta. 


Kína er þungamiðjan

Hagvöxtur í Kína hefur verið drifin áfram af talsverðri skuldsetningu frá 2008. Fyrst opinberar framkvæmdir, þá húsnæði og loks nú síðast hafa menn fjárfest í pappírum (hlutabréfum).

Verð á félögum hefur farið með himinskautum og var meðalvirði tæknifyrirtækja komið í 220X árshagnað í vor. Tilraunir stjórnvalda til að hægja á bólunni komu of seint og nú eru tilraunir stjórnvalda til að mýkja hrunið að ganga illa. Ein aðgerðin felst í því að stöðva viðskipti með hlutabréf og eru ótrúlegar fjárhæðir nú frosnar á markaðnum. 

Hrun á verðbólunni kann að smita út frá sér. Nú þegar hefur söluþrýstingur á aðrar eignir valdið lækkun á hrávörum og fasteignum. Ef þetta heldur áfram getur Kína farið í Japanska átt til verðhjöðnunar. Það myndi breyta miklu fyrir heiminn í heild. 

Á Grikklandi búa 11 milljónir en í Kína 1.357. - Íbúar Grikklands eru innan við prósent af Kínverjum. Auk þess er Grikkland með um 2% af þjóðarframleiðslu Kína.

Í stóra samhenginu skiptir fátt annað máli nema Kína. 
Gildir þá einu hvort um sé að ræða verð á olíu, málmum, orku, lúxusvarningi, eða lánsvöxtum á heimsvísu. 

Nú er helst að menn treysti á að kommúnistaflokkur Kína bjargi kapítalismanum í Kína enda á hann tilvist sína undir að vöxturinn stöðvist ekki. 
Meðölin þurfa þó að vera sterk sýnist mér.


mbl.is Þriðjungur landsframleiðslu horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband