Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

AGS sem Intrum?

Hefur Icesave "skuldin" verið send í innheimtu hjá AGS?

Átti AGS áætlunin ekki að vera til stuðnings Íslandi?

Átti AGS og Icesave deilan ekki að vera sitt hvor hluturinn?

Eða er skortur á aðgerðum innanlands að trufla afgreiðslu lánsins?

Og af hverju fáum við alltaf fréttir af Íslandi frá fjölmiðlum í útlöndum?

Þetta kallar á skýringar...


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir aðildarumsóknin gengið?

Því var haldið fram að umsókn um aðild að ESB myndi strax styrkja gengi krónunnar enda væri þá mörkuð stefna í gjaldeyrismálum. Krónan fengi því styrk af umsókninni. Nú hefur umsókn verið samþykkt af Alþingi, ríkisstjórn og verið tekin fyrir á methraða af ráðherranefnd ESB og samþykkt. Reyndar hefur þetta gerst svo hratt að Hollendingar jafnt sem ríkin á Balkanskaga hafa verið ósátt. Hvað þá Tyrkir sem enn bíða.

Það sem hefur hins vegar gerst er að gengið hefur frekar veikst og er nú veikara en nokkru sinni á þessu ári og er evran nú tíu krónum dýrari en í maí. Hvernig skýra menn þetta?


Skólabókardæmi?

Ekki er ólíklegt að Icesave samningarnir rati í skólabækurnar. "Case-study" aðferðin sem er notuð víða í háskólum fær hér kjörið hráefni og nemendur geta svo spreytt sig á samningatækni. Reyndar er þetta mál líka skólabókadæmi í þjóðarrétti og sennilegast gott dæmi í þjóðhagfræði þar sem reiknað er út hvað íslenska þjóðin þolir.

Verst að þetta er raunveruleikinn...


mbl.is Breski tryggingasjóðurinn leystur undan ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afkoman verður að standa undir skuldum

Það gildir það sama um heimili og fyrirtæki eins og sveitarfélög: Afkoman verður að standa undir skuldabyrðinni. Örfá sveitarfélög hafa reyndar meiri fjármagnstekjur en fjármagnsgjöld og slík sveitarfélög eru því með sannkallaðan "sveitarsjóð". A-hluti sveitarfélaga er sá rekstur sem rekinn er af skattfé og þar er því miður oftar skuld frekan en sjóður. Í sumum tilfellum er ekki afgangur af rekstri í afborganir jafnvel ekki afgangur upp í vaxtagreiðslur en það ætti öllum að vera ljóst að slíkur rekstur gengur aldrei lengi.

Kreppan sem við upplifum er að miklu leyti skuldakreppa. Heimurinn hefur skuldsett flest en Íslendingar eru reyndar í sérflokki. Kalíforníufylki er í þeirri stöðu að þurfa að greiða með "IOU" (ég skulda þér) skuldaviðurkenningum í stað peninga. Þar hefur það gerst að fyrirtæki, heimili og sveitarfélög hafa verið skuldsett í fasteignabólu. Nú er komið að skuldadögum og ekki hefur náðst samstaða um sparnaðaraðgerðir hjá stjórnmálamönnum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með hvernig rekstur sveitarfélaga þróast á næstunni þegar forgangsröðun skiptir miklu og gæluverkefni geta verið háskaleg fjárhagslegri heilsu þeirra. 


mbl.is Sveitarsjóðir í athugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2 milljarðar í lögfræðikostnað vegna...Bretana!

Alltaf kemur Icesave meira og meira á óvart. Nú er fullyrt að íslenska ríkið eigi að taka á sig útlagðan kostnað breskra stjórnvalda en þar er um að ræða 2ja milljarða lögfræðireikning!

Nokkrar spurning vakna (fyrir utan hvers vegna þingið ætti að samþykkja óskapnaðinn):

a) Vissu þingmenn af þessu?

b) Hver er lögfræðikostnaður Íslendinga?

c) Hvernig á að fjármagna þetta? (lána Bretar fyrir þessu líka?)

 


Erlent eignarhald á íslensku bönkunum

Sú niðurstaða að kröfuhafar Glitnis og Kaupthings eignist Íslandsbanka (hinn 3.) og nýja Kaupthing er í aðalatriðum heppileg. Þessir samningar eru þó því marki brenndir að vera svo stórir og svo lítið er vitað um "smáatriðin" sem geta verið ansi stór.

Það var draumur Einars Ben. að hér myndu erlendir bankar setja upp starfsstöðvar. Við sölu ríkisbankana var talað um erlent eignarhald en eins og komið hefur í ljós var það fjármagnað nær eingöngu frá Fróni. Og stór hluti með láni frá bönkunum sjálfum. Eftir einkavæðingu tóku bankarnir til við að opna dótturfyrirtæki og (því miður) útibú. Draumur Einars rættist því ekki þetta skiptið en í staðinn endaði "ævintýrið" í martröð. Nú eru hins vegar líkur á að erlendir aðilar eignist tvo stóra banka á Íslandi. Einkavæðingin gekk þó öðru vísi fyrir sig í þetta skiptið en hún hófst með uppboðum á skuldum bankanna og henni líkur í árslok ef allt gengur upp þegar kröfulýsingum líkur.

Það sem snýr að heimilum og fyrirtækjum er svo spurningin um hvers konar stefnu nýir eigendur muni kappkosta. Munu þeir fara þá leið að afskrifa skuldir eða einblína á að innheimta þær að fullu?

Eitt er víst að hér skapast von um að aðgangur að erlendu fjármagni opnist á ný. Sú staða að Orkuveita Reykjavíkur og Landsvirkjun geti ekki fjármagnað sig eðlilega er slík pattstaða að öll plön Seðlabanka, AGS og ríkisins eru sett upp í loft. Hér getur eignarhaldið hjálpað enda verða hagsmunir kröfuhafa og þjóðfélagsins að mörgu leyti þeir sömu.


Minnir á Öryggisráðið...

Sendiherra Íslands í Svíþjóð fór með umsókn um inngöngu í ESB með hraði. Sumir stjórnmálamenn eru bjartsýnir og telja bæði málið breyta miklu og að það muni ganga vel.

Einhvern veginn fæ ég samt svipaða tilfinningu með þessa umsókn og framboð Íslands í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna síðasta haust. Þá voru miklar væntingar um að Ísland ynni þær kosningar. 

Kostaði framboðið ekki svipað og umsóknin; 1-2 milljarða?


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Islandia (óskalandið)

Miklar væntingar hafa verið keyrðar upp vegna umsóknar um aðild að Evrópusambandinu. Hætt er við að vonbrigðin verði jafn mikil og í sömu hlutföllum.

Ég hef enga trú á því að ásættanleg samningsdrög náist enda er reynsla undanfarinna mánuða af samninganefnd Íslands um Icesave fordæmi sem ætti að kenna okkur lexíu. Sífellt tal um að Ísland verði að vera þjóð meðal þjóða missir marks þegar hagsmunir Íslands eru fótum troðnir af "vinaþjóðum".

With friends like these...who needs enemies?

Þessi niðurstaða á þingi þýðir að vinstri stjórnin verður að starfa áfram og takast á við fjárlagahallann á meðan umsóknin er í ferli og vinnslu. Sú aðferð að rétta af hallan (tapið) með skattahækunum er jafn óraunsæ og viðskiptamódel útrásarvíkinga. Hærri skattprósenta minnkar skattstofna eins og ofveiði fiskistofna enda er með þessu verið að sjóða útsæðið. Hækkun á skattprósentum skilar sér vel í reiknilíkunum enda endar með minni umsvifum og fækkun starfa. Það gildir það sama með þá sem reikna upp skattekjur og ímyndaðan hlutabréfahagnað að margur telur sig ríkan í Excel. 


"Glæsileg" samningsstaða

Nú hefur komið fram að AGS og nú ESB er beitt sem einskonar Intrum gagnvart Íslandi vegna skulda einkarekinna banka. Því meira sem við eigum undir þessum stofnunum þess veikari erum við.

Finnst einhverjum þetta vera "glæsileg" samningsstaða? Eða góður tímapunktur til að sækja um aðild?

ESB þingmenn hafa greinilega það sjónarmið að við séum ekki gjaldgengir í umsóknarferilinn hvað þá meira. Hvað sem mönnum finnst um tengingu Icesave og ESB er greinilegt að það tengja menn á Evrópuþinginu. Það er því ekkert óeðlilegt að þingmenn Borgarahreyfingarinnar skuli tengja þessi mál á íslenska þinginu. 

En hver eru samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar? Hefur einhver séð þau?


mbl.is Líst illa á inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leið Svisslendinga - leið Íslendinga

Sú leið að kjósa um aðildarviðræður á sér fordæmi í því ágæta landi Sviss. Það kom mér á óvart að Baldur Þórhallsson varaþingmaður Samfylkingarinnar og stjórnmálafræðingur skuli neita þessu í Kastljósi í kvöld og halda því fram að engin þjóð hafi fengið að koma að slíkri ákvörðun.

Hér eru fréttir af atkvæðagreiðslunni í Sviss:

http://www.fco.gov.uk/en/about-the-fco/country-profiles/europe/switzerland?profile=intRelations&pg=4 

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/1201133.stm 

Það er ekki tilviljun að þær þjóðir sem best hafa séu utan ESB. Hér er ég að vísa til Noregs, Sviss og Íslands. Það er sorglegt að horfa upp á ráðamenn þjóðarinnar stefna á umsókn án skýrra samningsmarkmiða. Icesave samningurinn sýnir best hvað það gefur af sér.

Þá er stórundarlegt að þingsályktunartillaga stjórnarinnar skuli gera ráð fyrir að íslenska þjóðin verði látin taka þátt í "ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu". Sem sagt ekki bindandi atkvæðagreiðslu.

Ég minni á reynslu manna af atkvæðagreiðslum um málefni á Íslandi svo sem í flugvallarmálinu hjá R-listanum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband