Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Góðar og slæmar fréttir

Olían er ákveðinn hitamælir á ástand heimsins. Óttinn við samdrátt víkur að hluta til fyrir óttanum um verðbólgu. Greenspan nefndi síðustu bók sína "the Age of Turbulence" eða "Óróaskeið". Sveiflur á fjármálamörkuðum eru ekki tilviljun heldur eins konar jarðskjálftar vegna misgengis. Kína og Bandaríkin eru hér stærstu breyturnar enda mjög háð hvort öðru í ógnarjafvægi fjárlagahalla og vöruskiptaójafnaðar.

Það að olían sé komin yfir 70 bendir til verðbólgu enda er aukið peningamagn að segja til sín. Hitamælirinn segir ákveðna sögu. Þetta eru bæði góðar og slæmar fréttir. Heimskreppunni kann að vera að linna en jafnframt bendir þetta til verðhækkanna sem koma þeim verst sem minnst mega sín. 


mbl.is Olíuverð yfir 71 dal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framvirkur samningur með kúluláni

Mér sýnist hér vera um að ræða "framvirkan samning" eða afleiðuviðskipti íslenska ríkisins. Áhættan er hjá íslenska ríkinu og fellst hún meðal annars í eftirfarandi þáttum:

a) Skuldasafn Landsbankans reynist lítils virði. 

b) Neyðarlögum verði hnekkt og eignir minnki verulega.

Þessu til viðbótar er svo áhætta vegna lánshæfismats ríkisins og íslenskra aðila vegna risaábyrgðar Icesave. Áhættan er allt að 896 milljörðum árið 2016 í peningum sem fjármagnað er með kúluláni. Þetta er kallað "skjól" og er það nýtt hugtak yfir það sem kallað var "kúlulán" á útrásartímanum. 896 milljarðar fara langt í að vera þjóðarframleiðsla okkar árið 2016 ef svo fer fram sem horfir. Hér er samið um greiðslur í erlendri mynt og því rétt að halda því til haga.

Allt þetta Icesave mál er hið dapurlegasta en það er ekki fyrr en nú að íslenska ríkið er að yfirtaka skuldbindingarnar og þá með þessum hætti. Átti þetta ekki að vera "glæsileg niðurstaða"?

 

 


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýr aðgangsmiði

Eitt af skilyrðum ESB landanna fyrir aðildarviðræðum Íslands virðist vera að Íslendingar undangangist 650 milljarða ábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans. Þetta er mér illskiljanlegt mál en þó sérstaklega sá vilji margra stjórnmálamanna að keyra slíka skuldbindingu í gegn án þess að látið sé á hana reynt fyrir dómstólum.

Vaxtagreiðslan ein og sér er 35 milljarðar á ári en afborganirnar eru þá eftir. Eina von manna er að Landsbankinn hafi lánað traustum aðilum með góðum veðum en áhættan verður öll ríkisins og þjóðarinnar. Gjaldeyrisútsreymi vegna þessa gjörnings kann að verða meira en mögulegur vöruskiptajöfnuður næstu 15 ára. Hvaða áhrif hefur það?

Lög um tryggingarsjóði innistæðueigenda eru byggð á tilskipun ESB og lögfest hér í krafti EES samningsins. Þessi sjóðir eru trygging fyrir bankagjaldþrotum en er ekki hugsuð sem ríkisábyrgð. Mörg mistök hafa verið gerð en það er dapurt ef það þarf að flýta sér að gera vondan samning til þess eins að fá að ræða við ESB um mögulega umsókn Íslands að Sambandinu.

Dýr myndi Hafliði allur.

 


Góður útskriftardagur um Hvítasunnuna

Ekki var farið í langferðalag um Hvítasunnuna. Í staðinn var 2ja ára ferð lokið; MBA náminu í HR. Úskriftin var í senn glæsileg og innblásin. Útskrifarræðurnar fjölluðu enda mikið um ferðalög. Margrét Pála hélt hátíðarræðu og minnti okkur á aðalatriðin og óskaði okkur til hamingju með krefandi tíma. MBA 2009 hópurinn hóf námið haustið 2007 og fékk að njóta leiðsagnar alþjóðlegs hóps prófessora á mikilum umbrotatímum. Fyrir það er ég þakklátur.


Skattaverðbólgan lögfest - 8 milljarðar til skuldabréfaeigenda

Með hækkunum á álögum á neysluvörur er ríkið að auka skuldabyrði heimilanna. Verðtryggð lán eru talin hækka um 8 milljarða á næstu dögum vegna þessarar ákvörðunar. Með þessu er ríkið að hækka verðbólguna í landinu þar sem vörurnar eru í neysluvísitölunni - og þannig hækka verðtryggð íbúðalán sem önnur verðtryggð lán.

Vilji ríkisstjórnarinnar er að fá um 4 milljarða í aukatekjur en þess ber að geta að þetta er spá sem kann að breytast ef neyslan minnkar. Skattarnir eru hugsaðir sem "neyslustýring" og eiga því að vera letjandi. Það er því nokkur þversögn að ætla óbreytta neyslu eftir verðhækkanirnar og því óvíst að milljarðarnir fjórir skili sér í ríkiskassan.

Það eina sem er öruggt er að neysluvísitalan hækka og lánin með. Skuldabréfaeigendur verðtryggðra pappíra fá því um 8 milljarða inneign hjá skuldurum um mánaðarmótin.


Heimssýn á Suðurlandi

Í gærkvöldi var góður fundur í Þingborg þar sem Heimssýn var með opinn umræðufund um ESB. Guðni Ágústsson var fundarstjóri og fluttu Atli Gíslason og Sigurður Jónsson framsögur auk mín. Tilefnið var heimsókn Norðmannana Dag Seierstad og Jostein Lindland. Boðskapur þeirra var skýr og fræðandi: Engar varanlegur undanþágur hafa verið í boði. Það sýnir reynsla Norðmanna.

Margt bendir til þess að erfitt verði að fá viðunandi samning - ekki síst í dag þegar nýjar þjóðir ESB búa við djúpa kreppu. Heimssýn eru mikilvæg samtök sem halda við umræðu um álitaefni og eru fundir sem þessir nauðsynlegir. Heimssýn á Suðurlandi verða aðildarfélag Heimssýnar.

Fundarmenn voru sammála um að samningsmarkmið verði að vera skýr enda næst ekki góður samningur ef menn hafa ekki skýr samningsmarkmið.

 


Nú þurfa allir - líka ríkið - að halda aftur af verðhækkunum

Fyrirhugaður sykurskattur hljómar vel sem fyrirbyggjandi aðgerð. Því miður er alls óvíst að hærri skattur leiði til minni neyslu en eitt er fullvíst: Hækkunin skilar sér í neysluvísitöluna.

Þeir þættir sem ríkið er að skoða að hækka eru meðal annars skatta á bensín, sykur, áfengi og tóbak. Allt er þetta gert í nafni neyslustýringar en því miður hækka þessar aðgerðir (ef af verður) lánin hjá heimilunum.

11,9% er ekki lítið.


mbl.is Árshækkun vísitölu neysluverðs 11,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna og sumarið

Það er svo sannarlega kærkomið að fá þennan góða árangur í Eurovision. Og sumarið komið. Það hafa linnulaust dunið á okkur daprar og neikvæðar fréttir núna í meira en hálft ár. Þessi helgi er sú besta í langan tíma. Jóhanna gerði mikið fyrir þreytta þjóðarsál.

- Nú þarf bara að klára þessi Icesave, IMF, EU og fjárlagamál...en það er önnur saga.


Skattaverðbólgan...

Neysluskattar eru í bígerð á ýmsa hluti sem ekki þykja heppilegir. Ríkið skattleggur í skjóli þess að verið sé að hafa vit fyrir fólki. Búast má við sköttum á bensín, áfengi, tóbak, gosdrykki og sjálsagt fleira.

Allir þessir skattar munu leggjast á almenning með tvennum hætti:

a) Með auknum kostnaði á einstaklinga og fjölskyldur.

b) Með aukinni verðbólgumælingu sem mælir skattinn sem verðhækkanir!

Það síðastnefnda er það allra sorglegasta þegar við sjáum víxlverkun ríkisverðbólgu og verðtryggingar. Jú og svo mun Seðlabankinn "verða að halda vöxtum háum" vegna hækkunar á verðbólgu.

Getur það verið að ríkisstjórnin ætli að fara búa til verðbólgu með sköttum??


Rekstur Árborgar - eigið fé brennur upp

Á bæjarstjórnarfundi í dag var fyrri umræða um ársreikning fyrir árið 2008. Skemmst er frá því að segja að tapið er mikið og stefnir í mikið óefni að óbreyttu. Rekstur bæjarsjóðs er 1,2 milljarðar í mínus og bæjarsamstæðan skilar hátt í 1,4 milljarðs tapi - fjórar milljónir dag hvern á síðasta ári.

Eigið fé minnkar um 55% og stendur nú í einum milljarði. Heilir 2,5 milljarðar bætast við skuldirnar sem nú eru um milljón á hvern íbúa í Árborg þegar eingöngu er litið á bæjarsjóð. Erlendar skuldir eru innan við 10% af skuldum sveitarfélagsins og er því langsótt að kenna henni um stöðuna.

Frávik frá áætlun eru gríðarleg en verst þykir mér að endurskoðuð áætlun sem staðfest var í bæjarstjórn 12. nóvember - 49 dögum fyrir áramót - er svo langt frá niðurstöðunni sem raun ber vitni. Munar hér um 450 milljónir!

Ekkert fé er afgangs í fjárfestingar, ekkert í afborganir og ekki einu sinni í vexti. Niðurstaða fyrir fjármagnsliði var neikvæð upp á 73 milljónir króna og því þarf að taka lán fyrir vöxtum og afborgunum. Enginn getur mótmælt því að þetta gengur engan veginn upp.

Á sama tíma birtir Vestmannaeyjabær niðurstöður þar sem reksturinn skilar 434 milljónum og eigið fé stendur nú í 3,5 milljörðum. Bæði sveitarfélögin seldu í HS árið 2007 með hagnaði.

Á fundinum mættu slökkviliðsmenn úr Brunavörnum Árnessýslu. Staða mála þar á bæ er sorgleg. Þrautþjálfaðir slökkviliðsmenn hafa sagt upp störfum og engin lausn er í sjónmáli. Að óbreyttu verður sett í gang neyðaráætlun þar sem BÁ mun þurfa að reiða sig á slökkvilið annara sveitarfélaga sem þurfa að senda menn um langan veg. Enginn veit hve lengi þetta neyðarástand getur varað enda tekur það fjölda ára að þjálfa slökkvilið. Fjárhagslegt tjón við að þurfa að þjálfa nýtt fólk skiptir tugum milljóna.

---

Já og svo voru kaup á Internetsíu rædd en meirihlutinn ákvað að setja 3 milljónir í að hefta aðgang starfsfólks að Facebook. Skólaferðalög og Skólahreysti liggja niðri vegna fjárskorts....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband