Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.5.2010 | 16:01
Stóru litlu málin
"Litlu málin" skipta miklu máli; ekki bara fyrir kosningar heldur ekki síður eftir kosningar. D-listinn í Árborg leggur til nokkur einföld mál sem ég vil nefna hér sem dæmi:
1) Bæjarfulltrúum verði fækkað úr 9 í 7
2) Bæjarstjórastaðan verði auglýst og launin lækkuð verulega
3) Bæjarfélagið hætti að nota Intrum til að innheimta leikskólagjöld og fasteignagjöld
4) Árborg glati íslandsmeti sínu í háum fasteignagjöldum (sjá www.byggdastofnun.is)
5) Hætt verði við gæluverkefni svo unnt sé að nýta þau 65 leikskólapláss sem hafa verið ónotuð
Öll þessi mál skipta máli.
Hér er hægt að gera mun betur.
25.5.2010 | 14:01
Þurfum við svona mörg ráðhús?
Ekki veit ég hvað mörg ráðhús eru á Íslandi en þeim hefur fjölgað ört á síðustu árum. Bæjarstjórar hafa verið á góðum launum og fjölmargir starfa við stjórnun. Þegar nú er hart í ári þurfum við að skoða hvar við getum sparað án þess að það bitni á þeirri þjónustu sem raunverulega er veitt. Sameiningar sveitarfélaga eru ein leið, samvinna önnur og svo þurfum við öll að endurskoða hvað við erum að leggja mikið í yfirstjórn.
D-listinn í Árborg leggur til eftirfarandi:
a) Auglýst verði eftir bæjarstjóra á lægri launum en verið hefur
b) Bæjarfulltrúum verði fækkað úr 9 í 7
c) Boðleiðir verði styttar
d) Allir bæjarfulltrúar fái hlutverk hvort sem þeir eru í "minnihluta" eða "meirihluta"
Með þessu viljum við sýna gott fordæmi í verki. Með því að taka til í okkar nánasta umhverfi getum við betur virkjað aðra.
Ég er viss um það að þetta má skoða í öllum sveitarfélögum.
21.5.2010 | 23:00
Treystum fólki
Vantraust er eins og eitur sem smitar út frá sér. Besti flokkurinn segist vilja treysta starfsfólki borgarinanr. Það er jákvætt viðhorf.
Ef stjórnmálamenn treysta fólkinu er líklegra að fólk treysti stjórnmálamönnum. Traust elur af sér traust og öfugt.
Það er þörf á því að komast upp úr vítahring vantrausts og vanvirðingar sem hefur heltekið þjóðfélagið.
Nú er eftirspurn eftir jákvæðu viðhorfi og offramboð á neikvæðni.
21.5.2010 | 07:55
Af hverju ekki grenndarkynningu á sorphleðslusvæði?
Á tímum þegar mikið er talað um lýðræði og umhverfismál er afar sérkennilegt að þrír stjórnmálaflokkar skuli hafna grenndarkynningu á sorphleðslusvæði sem áformað er að reka í miðju fjölmennasta sveitarfélagsins á Suðurlandi.
Hér á að aka með sorp af öllu suðurlandi og stafla því undir berum himni. Á tímum þegar garðhýsi fara í grenndarkynningu er með ólíkindum að tillaga um grenndarkynningu um svona umfangsmikla starfssemi sé hafnað. Í staðinn er talað um svæðið sem "umhleðslumiðstöð" á gámasvæði í Árborg.
Nú hafa íbúar í nágrenni svæðisins uppgötvað hvað er að gerast og hafa skrifað opið bréf til bæjarstjórnarinnar. Þetta mál hefur ekkert með flokkspólítík að gera enda fólk úr öllum flokkum sem hefur gagnrýnt málið. Tímasetningin rétt fyrir kosningar virðist hins vegar vera til þess fallin að keyra málið í gegn með hraði svo ekki sé hægt að hætta við. Þessi vinnubrögð eru ekki lýðræðisleg eða nokkrum til sóma.
Hér er svo tillaga okkar bæjarfulltrúa D-listans og afdrif hennar á síðasta bæjarstjórnarfundi:
"Bæjarstjórn samþykkir að láta fara fram grenndarkynningu á umhleðslustöð fyrir sorp sem fyrirhuguð er við gámasvæðið."
Greinargerð:
Umhleðslustöð sorps á vegum Sorpstöðvar Suðurlands er áformuð í miðju sveitarfélaginu og er ekki gert ráð fyrir þaki á starfssemina. Árborg er mesta þéttbýlissvæði á suðurlandi og því þarf að vanda vel til. Þar sem hér er um að ræða atriði sem varða umhverfismál íbúa er rétt að láta fara fram grenndarkynningu á verkefninu.
Gert var fundarhlé.
Tillagan var borin undir atkvæði og felld með fimm atkvæðum gegn atkvæðum bæjarfulltrúa D-lista.
19.5.2010 | 21:51
Úttekt Byggðastofnunar á fasteignagjöldum á Íslandi í maí 2010
Erfitt er að bera saman fasteignagjöld vegna mismunandi reglna en ekki síður þegar allt er dregið í efa sem kemur frá frambjóðendum. Lengi hefur því verið haldið fram af íbúum og bæjarfulltrúum minnihlutans í Árborg að fasteignagjöld séu há miðað við önnur svæði. Þetta höfum við talið staðfest þegar við höfum borið saman álagningarseðla.
Nú hefur Byggðastofnun gert merkilegan samanburð á fasteignagjöldum eins og þau eru í maí 2010. Þar kemur fram að Selfoss er hæst yfir landið þegar bornir eru saman helstu þéttbýlisstaðir. Þar sem stutt er í kosningar er best að vitna beint í Byggðastofnun:
"Notaðar eru álagningarreglur eins og þær eru í viðkomandi sveitarfélagi. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin. Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga. Gjöldin eru hæst á Selfossi, 258 þúsund en lægst á Hólmavík 122 þúsund. Gjöldin á Hólmavík eru því innan við 50% af gjöldunum á Selfossi."
Nánar má lesa um þessa úttekt á www.byggdastofnun.is og svo er hér graf:
http://byggdastofnun.is/static/files/Fasteignamat/Fasteignamat_og_gjold_2010.pdf
18.5.2010 | 00:21
Valkvætt minni VG?
Í nokkuð ítarlegri upprifjun á einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja hefur þingflokkur VG gleymt aðkomu flokksins sjálfs þegar Árborg seldi allan sinn hlut til Geysir Green (GGE) 2007. Þá var tilboði OR hafnað. Mér finnst ómögulegt að VG gleymi þessu en forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi VG segir í frétt hér á mbl.is að "tilgangur sölu Árborgar á hlutnum í HS Orku hafi verið að leysa inn söluhagnað".
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/17/harmar_solu_til_utlendinga/
Þó hlutur sveitarfélagsins Árborgar hafi ekki verið stór er fróðlegt að skoða prinsipp-mál hjá prinsipp-fólki. Þess er skemmst að minnast að fulltrúi VG í bæjarráði Árborgar fagnaði sérstaklega úrskurði umhverfisráðherra um að hafna aðalskipulagi Flóahrepps. Þar hafði Landsvirkjun greitt kostnað sveitarfélagsins og var það gert að lykilatriði.
Nú bregður svo við að sami Jón Hjartarson samþykkir sem forseti bæjarstjórnar samning milli Árborgar, Flóahrepps og Landsvirkjunar um að Landsvirkjun greiði framkvæmdir við kaldavatnsöflun í Árborg fyrir Flóahrepp. Greiðslan er endurkræf ef ekki verður af virkjunum í neðri hluta Þjórsár.
Annað er því upp á teningnum þegar heim er komið peningnum.
Jón Gnarr talar um "sjálfbært gegnsæi". Það má kannski tala hér um "valkvætt minni"?
Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2010 | 07:26
Vinna er velferðarmál
Samkvæmt þessu standa atvinnulausir hvað höllustum fæti. Þetta kemur ekki á óvart. Það hlýtur aðvera forgangsatriði að vinna bug á atvinnuleysinu með öllum ráðum. Fimmhundruð og tíu manns eru á atvinnuleysisskrá í Árborg sem meira en við höfum áður séð.
Við hljótum að standa saman um mikilvæg framfaramál og standa ekki vegi fyrir þeim að óþörfu. Sú velferðarstefna sem gleymir þessu er byggð á veikum grunni. Velferð fólk byggist mikið á því að það hafi vinnu. Velferðarkerfið sjálft er síðan rekið fyrir skattfé. Verðmætasköpun þarf að eiga sér stað svo skattfé fáist. Það ætti því að vera öllum ljóst að atvinnumál eru velferðarmál. Ekki síst ef menn vilja að rekstur ríkis og sveitarfélaga sé sjálfbær en fá hugtök eru eins vinsæl um þessar mundir. Of miklar álögur geta líka farið illa með störf sem standa tæpt í erfiðu árferði.
Þetta þarf að hafa í huga.
Þriðjungur atvinnulausra er 20-30 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 22:33
EY-ya-fyat-lah-YOH-kuht
Jökullinn í öllu sínu veldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010 | 12:49
Æviminningarnar væru betri kostur
Fer Brown til AGS? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2010 | 11:38
Vinnum saman
Eitt mesta samfélagsmeinið sem við eigum við að etja er samstöðuleysið og það hvernig menn reyna að klekkja hver á öðrum á Íslandi.
Þetta er talsvert ólíkt því þegar við áttum okkar glæsilegustu og mikilvægustu stundir á síðustu öld. Sjálfstæðisbaráttan og þorskastríðin eru tvö dæmi en fleiri eru þau.
Stjórnmálin eru á lágu plani þar sem kjörnir fulltrúar sem eiga að þjóna fólkinu í landinu eyða miklu púðri í að vega hver að öðrum og níða jafnvel niður skóinn á öðrum stjórmálamönnum hvort sem þeir eru í öðrum flokki eða í þeirra eigin.
Ástandið verður því enn verra en það annars væri og var það þó nógu slæmt.
Á kjörtímabilinu höfum við fulltrúar D-listans í Árborg verið í minnihluta. Við höfum lagt fram aragrúa tillagna en nær allar hafa verið felldar eða endurfluttar nokkru síðar af "meirihlutanum". Ef við fáum brautargengi í kosningunum 29. maí munum við leggja af þennan ósið og kappkosta að vinna með öllum flokkum. "Meirihlutapólítík" er óeðlileg - sérstaklega í sveitarstjórn. Það er einmitt mikilvægt að fólk vinni saman óháð flokka- og hreppapólítík. Lærum af mistökunum og hruninu og vinnum saman.