Færsluflokkur: Vefurinn

Ólafur Ragnar, McCain, Obama, Britney og....Móse

Umræða um nýjan forseta hafa verið miklar undanfarið í fjölmiðlum hérlendis. Þó ekki forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson sem nú var settur í embætti í fjórða sinn heldur kosningabaráttunnar í BNA, en 100 dagar eru í kjördag.

Sumir hafa sagt að ef forsetakosningarnar snúist um McCain, þá muni Barack Obama hljóta sigur. Þeir sömu halda því fram að ef valið verði um Obama verði John McCain næsti forseti BNA. Mikið hefur verið fjallað um auglýsingar McCain sem líkir Obama við Paris Hilton og Britney Spears. Það er ekki síður athyglisvert að sjá auglýsingar McCain þar sem hann líkir Obama við Móse (og jafnvel Messías).

Auglýsingarnar eru ekki birtar í sjónvarpi heldur aðeins á netinu: 


http://johnmccain.com/#tab1
 
Fréttir af þeim rata hins vegar á besta stað í sjónvarp: í fréttirnar.
 
Og svo að sjálfsögðu á youtube.com 

 http://www.youtube.com/watch?v=Id1IKJGVkvg

mbl.is Frambjóðendur hnífjafnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fitna Íslamistar?

Geert Wilders er nokkuð hugrakkur að setja heimildarmynd sína "Fitna" á netið. Morðið á Theo van Gogh er mörgum í fersku minni og Geert hefur þegar fengið margar morðhótanir.

Ég skoðaði myndina áðan. Uppistaðan eru myndbrot af hryðjuverkum öfgafullra íslamista og talsmönnum þeirra. Þó myndin sé einföld er hún áhrifarík: Boðskapur þeirra er óverjandi með öllu.

Við verðum að gæta þess að vera umburðarlynd, án þess að fórna þó frelsinu. Þar liggur línan. Hryðjuverkamenn líta á lýðræði og umburðarlyndi sem veikleika.

Lýðræðið og frelsið sigraði einræðið í heimstyrjöldinni 1939-1945 (World War II) 
- sem við Íslendingar nefnum í bjartsýni okkar "Seinni Heimstyrjöldina".  

Það er þess virði að kíkja á myndina - hún er um korterslöng og hana má skoða hér


Háhraðafjarskipti í dreifbýlinu, vélmenni við mjaltir og Steingrímur J. fjölmiðlatepptur í Reykjavík

Var á Akureyri í dag. Tók að mér að vera ráðstefnustjóri hjá Skýrslutæknifélagi Íslands um fjarskipti á landsbyggðinni. Fjarskiptasjóður er að bjóða út háhraðatengingar í dreifbýli á næstunni og er mikilvægt að þar verði vel á málum haldið. Þetta var hörkuskemmtilegur fundur, þó Steingrím J. Sigfússon hafi vantað en hann var fjölmiðlatepptur í Reykjavík. Tekist var á um málin, en allir voru sammála um að háhraðatengingar væru bæði eitt stærsta atvinnu- og menntamál í dreifbýli. Ég þekki það sjálfur að þurfa að reiða mig á EMAX tengingar í dreifbýlinu, en sumstaðar er því ekki einu sinni til að dreifa. Krafan um sítengingu og hraða er mikil ekki síst hjá unga fólkinu sem sættir sig ekki við annars flokks ISDN sambönd. Meira að segja kýrnar eru farnar að vera háðar nettengingum, enda er landbúnaður að verða víða tæknivæddur með gagnagrunnum og jafnvel vélmennum við mjaltir.

Eitt þarf svo að skoða líka:

Þegar Ísland var gert að einu gjaldsvæði í talsíma varð gagnaflutningur útundan. Þetta gerir það að verkum að Internetþjónustur á landsbyggðinni þurfa að greiða hærra verð fyrir flutning, en þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá er umferð mismunað eftir því hvort um er að ræða "innanlands" eða "millilanda". Í flestum öðrum löndum er umferðin talin vera um Internetið, en ekki innan hólfa.

Skoðum þetta betur.


GSM ritskoðun í Íran: Netlöggan komin í farsímana...

Stjórnvöld í Íran hafa fyrirskipað ráðuneyti fjarskiptamála að kaupa búnað til ritskoðunar á MMS skeytum. Tilgangurinn er að fólk geti ekki "misnotað MMS með ósiðlegum hætti og til að forðast félagsleg vandamál" eins og það er orðað.

Ekki fæst uppgefið hvað átt er við með "ósiðlegt" en ætla má að þessi tilkynning eigi jafnframt að hafa fælingarmátt svo fólk sé fullmeðvitað um ritskoðunina á farsímum og þori síður að segja skoðanir sínar á stjórnvöldum með skilaboðum. - Svona er nú það.

Reuters sagði frá þessu í gær.

kind.is

Vefsíðan sem ég sagði frá í gær er nú opnuð: www.kind.is skemmtilegt video með netlöggu og rauðum og grænum köllum. Og svo tenglasafn. Sehr gut Kinder. SUF er að baki þessu, eins og kaffi kind en Vatikanið á heiðurinn af vefvinnunni:

kind


Aprílgabb Google og landgræðsla á netinu

Google skortir aldrei hugmyndir, ekki heldur 1. apríl. Í gær létu þeir þúsundir "hlaupa" apríl eins og sjá má hér.

gmail paper

Myndir af hamingjusömu fólki að taka við bílförmum fullum af útprentuðum tölvupósti sýna hvert við erum komin. Góður húmor. Guði sé lof fyrir stafrænan póst.

En talandi um pappír og umhverfið þá fékk ég ábendingu um athyglisverða söfnun á netinu, þar sem fólk getur keypt sér lifandi tré til gróðursetningar eins og hægt er að sjá hér.

Kannski getum við gert eitthvað svipað hér á Íslandi?


Krónikan um Krónikuna - sagan öll

Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur keypt Krónikuna og mun leggja hana niður. Að sögn kunnugra var verulegt tap eða 2 milljónir á hverju eintaki. Níu blaðamenn munu ganga til liðs við DV, en fyrir eru 12. Talsvert. Ekkert hefur breyst síðan síðast utan að salan hafi verið enn slakari en talið var. Sennilega hefur kaldur veruleikinn breytt afstöðu utgefandanna sem nú ákváðu að ganga alla leid. Samkeppni við netið og fríblöð veldur hér miklu. Sjö bloð komu út og nú er Kronikan öll.

Nú er spurningin hvaða áhrif kaupin hafa á DV?


Er dr. Guðbjörg hætt í Háskólanum?

Samkvæmt heimildum Mannlífs er dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins lektor í fjölmiðlafræði hætt kennslu. Guðbjörg var iðinn bloggari fyrir skemmstu, en lokaði bloggi sínu í gær.

Ísland punktur is?

Rafræna samfélagið á Íslandi tók eitt skref í átt til framtíðar í dag, en þá opnaði www.island.is - eitthvað virðist enn vanta upp á að www.ísland.is (sem auglýst hefur verið) sé komið í fulla virkni. Netvistun er enn skráð sem eigandi hjá isnic,  en það kann að breytast. Eða eins og maðurinn sagði; "Ísland is an island"

Kannski vantaði meira en punktinn yfir i-ið?

Ísland er með góðan grunn til að verða númer eitt í heiminum sem rafrænt samfélagið. Hér eru nokkur dæmi sem eru í sérflokki:

(a) Þjóðskráin; allir skráðir; bæði fólk, félög og fyrirtæki
(b) Reiknistofa Bankanna; allar færslur tengdar saman. Þekkist varla í öðru landi.
(c) Netnotkun er með því mesta í heiminum
(d) Skattframtöl eru að mestu rafræn
(e) Heimsmet í bloggi

Það er ástæða til að fagna því að opinber þjónusta verði aðgengileg á einum stað á vefnum.
Þessi þróun á að verða til að lækka kostnað og bæta þjónustu.

Til hamingju Ísland (.is)


mbl.is Þjónustuveitan Ísland.is opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband